Færslur: Myndasögur

Pistill
Valdarán, Norður-Kórea og geimhundurinn Laika
Ásgeir H. Ingólfsson skoðar mannkynssögu síðustu 250 ára út frá því hvernig hún birtist í nokkrum vel völdum myndasögum frá ýmsum heimshornum. Nú er hann með hugann við kalda stríðið og kommúnismann.
01.10.2019 - 14:06
Pistill
Frá Berlín til Auschwitz
Ásgeir H. Ingólfsson skoðar mannkynssögu síðustu 250 ára út frá því hvernig hún birtist í nokkrum vel völdum myndasögum frá ýmsum heimshornum. Að þessu sinni er hann staddur í Þýskalandi millistríðsáranna og nasismans, í tveimur myndasögum: Berlin eftir Jason Lutes og Maus eftir Art Spiegelman.
22.09.2019 - 11:30
Leðurblökumaðurinn fær þýðingarstyrk
Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar nú 10 milljónum króna í 27 styrki til þýðinga á íslensku, í fyrri úthlutun ársins. Þar á meðal er veittur styrktur til þýðingar á myndasögu um Leðurblökumanninn.
09.05.2019 - 16:53
Skapaði hetjur sem lifðu í sársauka
Stan Lee myndasagnahöfundur féll frá í vikunni, 95 ára að aldri. Hann skapaði nýja goðafræði innan myndasöguheimsins, segir Hugleikur Dagsson og hafði einstaklega gott lag á að skapa ofurmannlegar hetjur sem lesendur gátu speglað sig og eigið samfélag í.
14.11.2018 - 13:25
Votta Stan Lee virðingu sína
Frægðarfólk í afþreyingarheiminum hefur í kvöld vottað Stan Lee virðingu sína, eftir að tilkynnt var um andlát hans 95 ára að aldri. Fjöldi fólks hefur lýst því hversu mikla ánægju hann hafi fært því með verkum sínum og margir segja hann hafa verið sér innblástur í lífi og starfi.
13.11.2018 - 00:07
Fyrsta myndasagan til að fá Booker-tilnefningu
Í síðustu viku var tilkynnt hvaða þrettán bækur eru tilnefndar til hinna virtu bresku Man Booker-bókmenntaverðlauna. Verðlauna sem eru veitt bók sem kom út á enskri tungu í Bretlandi undanfarið ár. Í fyrsta skipti í 50 ára sögu verðlaunanna er myndasaga tilnefnd, en það er Sabrina eftir Nick Drnaso
04.08.2018 - 08:00
Myndasaga innblásin af Kommúnistaávarpinu
„Í byrjun bókarinnar eru fuglakarakterarnir Margrét og Eva að vinna í gleymskuverksmiðju og þær vita ekki hvað þær hafa verið þarna lengi,“ segir grafíski hönnuðurinn og myndhöfundurinn Elín Edda Þorsteinsdóttir um nýjustu myndasögu sína Glingurfugl.
25.06.2018 - 16:33
Tinnabókin sem Hergé skammaðist sín fyrir
„Hún er sér á báti þessi bók að mörgu leyti,“ segir Björn Thorarensen þýðandi um bókina Tinni í Sovétríkjunum, þá fyrstu sem kom út um ævintýri blaðamannsins knáa. Höfundur Tinna, Hergé, skammaðist sín svo mikið fyrir bókina að hann fékkst ekki til að endurútgefa hana.
15.02.2018 - 13:26
Viðtal
Teiknar myndasögur í matarpásum
„Ég byrja bara að teikna og sé hvert það fer. Mér finnst oft þannig vera mesta lífið í sögunni hjá mér. Það þýðir stundum að að hefðbundin uppbygging á sögu fer út í buskann en mér finnst langskemmtilegast og best að vinna þannig,“ segir Árni Jón Gunnarsson myndasöguhöfundur.
Kvenkyns ofurhetjur sækja í sig veðrið
Í aðalsafni Borgarbókasafnsins er nú að finna heila hillusamstæðu sem er einungis tileinkuð kvenkyns ofurhetjum. Úlfhildur Dagsdóttir bókavörður segir að þeim fari sífellt fjölgandi og haldist í hendur við fleiri kvenkyns lesendur myndasagna.
23.07.2017 - 14:50
Svarti pardusinn á hvíta tjaldið
Svarti pardusinn, sem á ensku kallast Black panther, er fyrsta svarta ofurhetjan sem nýtur almennrar hylli. Stórmynd um pardusinn er væntanleg á hvíta tjaldinu í febrúar á næsta ári.
11.04.2017 - 16:30