Færslur: Múlaþing

Ekki ástæða til rýmingar á Seyðisfirði
Almannavarnir telja ekki ástæðu til að rýma hús á Seyðisfirði þrátt fyrir að búist sé við talsverðri úrkomu á Austfjörðum næstu daga.
Aðstoða bændur í Múlaþingi við að tryggja nægt vatn
Vegna mikillar þurrkatíðar á Austurlandi er nú viðvarandi vatnsskortur á nokkrum bæjum í sveitarfélaginu Múlaþingi. Sveitarfélagið hefur gripið til aðgerða og aðstoðað bændur en víða þarf að bora eftir meira vatni og styrkja vatnsauðlindir sem fyrir eru.
07.09.2021 - 14:05
Viðtal
Lögreglumenn fóru austur í gærkvöldi til rannsókna
Lögreglan á Austurlandi skaut og særði vopnaðan mann á Egilsstöðum í gærkvöldi. Enginn lögreglumaður varð fyrir skoti. Maðurinn var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Lögreglan var kölluð út laust eftir klukkan tíu í gærkvöld eftir að skothvellir heyrðust. Að sögn sjónarvotta tók nokkurn tíma fyrir lögreglu að yfirbuga manninn. Þeirri atburðarás lauk með því að maðurinn var skotinn. 
Sjónvarpsfrétt
Keyrir hringinn á gamalli rússneskri dráttarvél
Flestir sem halda í ferðalag um landið ákveða hvenær þeir ætla að koma heim aftur. Það á ekki við um fyrrum bónda í Bárðardal sem nú ferðast um landið á ríflega fimmtíu ára gamalli rússneskri dráttarvél.  
17.07.2021 - 21:22
Skúta stórskemmd eftir eldsvoða
Slökkvilið Múlaþings var kallað út á ellefta tímanum í gærkvöld vegna elds í skútu við Bæjarbryggjuna á Seyðisfirði. Austurfrétt greinir frá þessu á vef sínum.
02.06.2021 - 00:44
Landsbankinn tók tilboði í Eiða
Landsbankinn hefur tekið kauptilboði í jörðina Eiða á Fljótsdalshéraði, sem bankinn hefur átt í rúmlega eitt og hálft ár.
10.05.2021 - 17:30
Gauti vill fara fyrir sjálfstæðismönnum í Norðaustur
Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, tilkynnti á Facebook síðu sinni í morgun að hann gefi kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Hættustigi aflýst á Seyðisfirði
Hættustigi hefur verið aflýst á Seyðisfirði og óvissustigi vegna ofanflóða á Austfjörðum hefur verið aflýst. Þá hefur rýmingu verið aflétt á þeim íbúðarhúsum sem voru rýmd í gær og geta íbúar þeirra snúið aftur til síns heima. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Ekki er talið að grípa þurfi til sambærilegrar rýmingar á Seyðisfirði nema úrkoma og leysing verði nokkru meiri en nú varð.
Styttir upp á Seyðisfirði
Almannavarnir ákveða núna í hádeginu hvort rýmingu verður aflétt á Seyðisfirði. Verulega hefur dregið úr úrkomu og nánast hefur stytt upp. Þá er gert ráð fyrir kólnandi veðri og sú slydda eða snjókoma sem er í kortunum er ekki talin auka hættu á skriðuföllum. Þrátt fyrir að talsvert hafi rignt í gærkvöldi og nótt mældust engar hreyfingar í hlíðinni fyrir ofan Seyðisfjörð.
Styttir upp rétt fyrir næsta úrkomubakka á Seyðisfirði
Ekki er vitað til þess að skriða hafi fallið á Austfjörðum í gær eða nótt, að því er kemur fram í fréttatilkynningu ofanflóðavaktar Veðurstofunnar. Þá hefur engin marktæk hreyfing orðið í hlíðinni fyrir ofan Seyðisfjörð. Úrkoma mældist 40-45 mm í nótt. Það rigndi meira sunnar á Austfjörðum, á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Stytta á upp fyrir hádegi en svo er búist við öðrum úrkomubakka í kvöld.
Ný íbúðabyggð utan hættusvæða á Seyðisfirði
Sveitarstjórn Múlaþings leggur nú áherslu á að byggðar verði nýjar íbúðir á Seyðisfirði utan skilgreindra hættusvæða. Líklegt er að fyrstu íbúðir á nýju byggingasvæði verði tilbúnar fyrir sumarið.
03.02.2021 - 22:18
Leigufélagið Bríet byggir á Seyðisfirði
Í dag var undirrituð viljayfirlýsing um byggingu sex íbúða á Seyðisfirði á vegum Leigufélagsins Bríetar. Ráðherra segir að vegna tilkomu þess félags sé nú hægt að bregðast hratt við og byggja íbúðir á Seyðisfirði í samstarfi við sveitarfélagið Múlaþing.
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Mesta tjón frá Suðurlandsskjálftanum árið 2008
Tjónið eftir skriðuföllin á Seyðisfirði er það mesta sem komið hefur inn á borð Náttúruhamfaratryggingar Íslands frá Suðurlandsskjálftanum árið 2008. Þegar hafa borist um sextíu tilkynningar um tjón.
Hraða vinnu við rannsóknir og eftirlit á Seyðisfirði
Á næstu vikum gætu legið fyrir fyrstu upplýsingar úr frumathugun á því hvaða varnarmannvirki henta best ofan byggðar á Seyðisfirði. Enn er mikið af rannsóknum og eftirliti að hefjast en reynt verður að hraða þeirri vinnu eins og hægt er.
Ráðherrarnir komnir til Seyðisfjarðar að skoða aðstæður
Ráðherrarnir fjórir í ríkisstjórn Íslands ásamt fulltrúum Almannavarna eru komnir til Seyðisfjarðar. Þar skoða þau aðstæður eftir aurflóðin sem féllu á bæinn í síðustu viku. Þar er hættustig enn í gildi og rýming að hluta. 
22.12.2020 - 11:07
Viðtal
Tillögur að ofanflóðavörnum á Seyðisfirði kynntar í vor
Næsta vor eiga að liggja fyrir tillögur um ofanflóðavarnir á Seyðisfirði, segir umhverfisráðherra. Ekki sé verið að draga lappirnar. Til standi að finna leið til að drena vatn úr jarðlögum
Myndskeið
Komu rafmagni á mikilvæga staði
Björgunarfólk hefur komið rafmagni á mikilvæga staði á Seyðisfirði í dag. Björgunarsveitarmaður var stutt frá stóru skriðunni á föstudag og horfði á félaga sína í bíl berast burt með flóðinu.
Myndskeið
Tilfinningaþrungin stund að koma heim til Seyðisfjarðar
Það var tilfinningaþrungin stund fyrir marga Seyðfirðinga að fá að snúa aftur heim í dag. Margir upplifðu létti í bland við ótta. Sumir fá þó ekki að fara inn á heimili sín og þurfa að gista annars staðar.
Ráðherrar COVID-skimaðir áður en þeir fara austur
Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar ætla að fljúga austur á firði á þriðjudagsmorgun. Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, segir að eftir samtal við heimamenn á Seyðisfirði hafi verið ákveðið að fara ekki austur í fyrramálið eins og upphaflega stóð til heldur fresta því fram á þriðjudagsmorgun. Ráðherrarnir verða á morgun skimaðir fyrir kórónuveirunni líkt og allir þeir sem fara til Seyðisfjarðar þessa dagana.
Viðtal
Þrír ráðherrar á leið austur á firði
Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar ætla austur á Seyðisfjörð í fyrramálið til að kynna sér aðstæður, ræða við heimamenn og sýna stuðning í verki. Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segir að ríkisstjórnin muni styðja við bakið á Seyðfirðingum. 
Viðtal
Eignatjón á Seyðisfirði um einn milljarður króna
Eignatjón af völdum aurskriðna á Seyðisfirði nemur um einum milljarði króna, að mati framkvæmdastjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Altjón hafi orðið á tíu til tólf húsum.
Myndskeið
230 ára gömul hefð rofin á gamlárskvöld
Engar áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og óvíst er með flugeldasýningar björgunarsveita. Ekki þykir forsvaranlegt að hvetja til mannsöfnuðar við brennur. Þar með er rofin aldagömul hefð. Brennur á gamlárskvöld hafa tíðkast hér á landi í um tvö hundruð og þrjátíu ár. Fyrsta áramótabrennan var í Reykjavík.
280 undirskriftir gegn fiskeldi í Seyðisfirði
Andstæðingar fiskeldis í Seyðisfirði afhentu bæjarstjóra Múlaþings undirskriftir 280 Seyðfirðinga í dag. Þeir mótmæla eldinu vegna sjónrænna áhrifa og krefjast samráðs við íbúa.
08.12.2020 - 16:47
Auðskilið mál
Sjálfstæðisflokkurinn fékk flest atkvæði á Austurlandi
Sjálfstæðisflokkurinn fékk flest atkvæði í sveitarstjórnar-kosningum í nýju sveitarfélagi á Austurlandi síðasta laugardag. Flokkurinn fékk fjögur sæti í sveitarstjórn. Austurlistinn fékk þrjú sæti og Framsóknarflokkurinn tvö.
22.09.2020 - 14:26