Færslur: Múlaþing

180 millimetra uppsöfnuð úrkoma á Eskifirði
Mikið hefur rignt á Eskifirði síðustu daga, eins og víðar á Austfjörðum. Þar hefur mælst lítilsháttar hreyfing í jarðlögum, en ekki talin ástæða til neinna frekari aðgerða. Þá er vel fylgst með jarðlögum á Seyðisfirði.
16.11.2022 - 14:37
Boða til íbúafundar vegna úrkomu
Sveitarstjórn Múlaþings boðar til fundar með íbúum Seyðisfjarðar á morgun klukkan hálf fimm síðdegis vegna úrkomu undanfarinna daga.
14.11.2022 - 23:12
Myndskeið
Hagyrðingar slógu í gegn á Borgarfirði eystra
Hagyrðingamót í Fjarðarborg er fastur liður í samkomuhaldi um verslunarmannahelgina á Borgarfirði eystra. Sex hagyrðingar sýndu listir sínar að þessu sinni.
01.08.2022 - 21:55
Tóku 30 kíló af fíkniefnum í Norrænu
Lögregla lagði hald á þrjátíu kíló af fíkniefnum í Norrænu við Seyðisfjörð í síðusta mánuði. Heimildir fréttastofu herma að um hafi verið amfetamín sem fannst í bíl í Norrænu 16. júní.
Kominn tími til að funda með forstjóra Icelandair
Sveitarfélagið Múlaþing hefur óskað eftir fundi með Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Berglind Harpa Svavarsdóttir varaformaður sveitarstjórnar segir að ástandið í innanlandsflugi sé óásættanlegt og mikilvægt sé að leita lausna.
01.07.2022 - 17:42
Óvissa um eigur Ríkarðs Jónssonar
Sveitarfélagið Múlaþing og stjórn Ríkarðshúss hafa aðeins úr helmingi áætlaðra fjármuna að spila til að koma upp framtíðarsafni um Ríharð Jónsson myndhöggvara. Önnur dóttir hans afturkallaði loforð um að gefa fasteignir til safnsins en samkvæmt heimildum fréttastofu heldur það öllum munum eftir Ríkarð. 
21.04.2022 - 13:34
Lundinn er lentur á Borgarfirði eystra
Lundinn kom í hundraðatali að Hafnarhólma á Borgarfirði eystra í gærkvöld. Hann gæti því sest upp í kvöld og valið sér dvalastað í hólmanum fyrir sumarið.
11.04.2022 - 16:31
Helgi Hlynur leiðir lista Vinstri grænna í Múlaþingi
Helgi Hlynur Ásgrímsson, útvegsbóndi og sveitarstjórnarfulltrúi, leiðir lista Vinstri grænna í Múlaþingi. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, húsasmiður og mannfræðingur Á Seyðisfirði, er í öðru sæti og Pétur Heimisson læknir í því þriðja.
Berglind Harpa leiðir Sjálfstæðisflokk í Múlaþingi
Berglind Harpa Svavarsdóttir var í gær kosin nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og leiðir því listann í komandi sveitastjórnarkosningum. Berglind er starfandi bæjarfulltrúi og varaþingmaður.
Hildur leiðir Austurlistann í Múlaþingi
Austurlistinn, framboð félagshyggjufólks í Múlaþingi, samþykkti um helgina tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hildur Þórisdóttir sveitarstjórnarfulltrúi verður áfram oddviti listans og Eyþór Stefánsson. sem líka situr í sveitarstjórn fyrir Austurlistann verður í öðru sæti. Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, varasveitarstjórnarfulltrúi skipar þriðja sætið, en þriðji sveitarstjórnarfulltrúi listans, Kristjana Ditta Sigurðardóttir, skipar það fjórða.
06.03.2022 - 22:44
Myndskeið
Bátar skemmdust í sjógangi á Borgarfirði eystra
Vonskuveður var á Austurlandi í allan dag og mikið brim við ströndina, enda hásjávað og sterk norðanátt. Sjór gekk á land á Borgarfirði eystra og olli þar talsverðum skemmdum.
03.01.2022 - 19:21
Þrjátíu ferðamenn í mat á hæsta byggða bóli landsins
Það verður heldur óvenjulegt aðfangadagskvöld hjá ferðaþjónustubændunum í Möðrudal á Fjöllum. Fjölskyldan ætlaði að eiga rólegan dag en aðstæður breyttust skyndilega. Hótelið hjá þeim fylltist af erlendum ferðamönnum og það verða því þrjátíu manns í mat í kvöld.
24.12.2021 - 12:11
Sjónvarpsfrétt
Kveiktu aðventuljós í Álfaborginni
Það var hátíðleg stund þegar börnin á Borgarfirði eystra kveiktu fjöldann allan af kertaljósum í Álfaborginni - klettaborg neðan við þorpið á Borgarfirði. Þetta finnst þeim ómissandi hefð á aðventunni.
13.12.2021 - 16:29
Ekki ástæða til rýmingar á Seyðisfirði
Almannavarnir telja ekki ástæðu til að rýma hús á Seyðisfirði þrátt fyrir að búist sé við talsverðri úrkomu á Austfjörðum næstu daga.
Aðstoða bændur í Múlaþingi við að tryggja nægt vatn
Vegna mikillar þurrkatíðar á Austurlandi er nú viðvarandi vatnsskortur á nokkrum bæjum í sveitarfélaginu Múlaþingi. Sveitarfélagið hefur gripið til aðgerða og aðstoðað bændur en víða þarf að bora eftir meira vatni og styrkja vatnsauðlindir sem fyrir eru.
07.09.2021 - 14:05
Viðtal
Lögreglumenn fóru austur í gærkvöldi til rannsókna
Lögreglan á Austurlandi skaut og særði vopnaðan mann á Egilsstöðum í gærkvöldi. Enginn lögreglumaður varð fyrir skoti. Maðurinn var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Lögreglan var kölluð út laust eftir klukkan tíu í gærkvöld eftir að skothvellir heyrðust. Að sögn sjónarvotta tók nokkurn tíma fyrir lögreglu að yfirbuga manninn. Þeirri atburðarás lauk með því að maðurinn var skotinn. 
Sjónvarpsfrétt
Keyrir hringinn á gamalli rússneskri dráttarvél
Flestir sem halda í ferðalag um landið ákveða hvenær þeir ætla að koma heim aftur. Það á ekki við um fyrrum bónda í Bárðardal sem nú ferðast um landið á ríflega fimmtíu ára gamalli rússneskri dráttarvél.  
17.07.2021 - 21:22
Skúta stórskemmd eftir eldsvoða
Slökkvilið Múlaþings var kallað út á ellefta tímanum í gærkvöld vegna elds í skútu við Bæjarbryggjuna á Seyðisfirði. Austurfrétt greinir frá þessu á vef sínum.
02.06.2021 - 00:44
Landsbankinn tók tilboði í Eiða
Landsbankinn hefur tekið kauptilboði í jörðina Eiða á Fljótsdalshéraði, sem bankinn hefur átt í rúmlega eitt og hálft ár.
10.05.2021 - 17:30
Gauti vill fara fyrir sjálfstæðismönnum í Norðaustur
Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, tilkynnti á Facebook síðu sinni í morgun að hann gefi kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Hættustigi aflýst á Seyðisfirði
Hættustigi hefur verið aflýst á Seyðisfirði og óvissustigi vegna ofanflóða á Austfjörðum hefur verið aflýst. Þá hefur rýmingu verið aflétt á þeim íbúðarhúsum sem voru rýmd í gær og geta íbúar þeirra snúið aftur til síns heima. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Ekki er talið að grípa þurfi til sambærilegrar rýmingar á Seyðisfirði nema úrkoma og leysing verði nokkru meiri en nú varð.
Styttir upp á Seyðisfirði
Almannavarnir ákveða núna í hádeginu hvort rýmingu verður aflétt á Seyðisfirði. Verulega hefur dregið úr úrkomu og nánast hefur stytt upp. Þá er gert ráð fyrir kólnandi veðri og sú slydda eða snjókoma sem er í kortunum er ekki talin auka hættu á skriðuföllum. Þrátt fyrir að talsvert hafi rignt í gærkvöldi og nótt mældust engar hreyfingar í hlíðinni fyrir ofan Seyðisfjörð.
Styttir upp rétt fyrir næsta úrkomubakka á Seyðisfirði
Ekki er vitað til þess að skriða hafi fallið á Austfjörðum í gær eða nótt, að því er kemur fram í fréttatilkynningu ofanflóðavaktar Veðurstofunnar. Þá hefur engin marktæk hreyfing orðið í hlíðinni fyrir ofan Seyðisfjörð. Úrkoma mældist 40-45 mm í nótt. Það rigndi meira sunnar á Austfjörðum, á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Stytta á upp fyrir hádegi en svo er búist við öðrum úrkomubakka í kvöld.
Ný íbúðabyggð utan hættusvæða á Seyðisfirði
Sveitarstjórn Múlaþings leggur nú áherslu á að byggðar verði nýjar íbúðir á Seyðisfirði utan skilgreindra hættusvæða. Líklegt er að fyrstu íbúðir á nýju byggingasvæði verði tilbúnar fyrir sumarið.
03.02.2021 - 22:18

Mest lesið