Færslur: Mótmæli í Egyptalandi

Háttsettur leiðtogi Bræðralags múslíma lést í fangelsi
Essam al-Erian áður háttsettur leiðtogi Múslímska bræðralagsins lést í dag í egypsku fangelsi. Hann var 66 ára, banamein hans er sagt vera hjartaáfall en hann átti að sitja af sér 150 ára dóm fyrir margvísleg brot.
Fyrrverandi forseti Egyptalands dó í réttarsal
Mohammed Morsi, sem kosinn var forseti Egyptalands eftir byltinguna 2011 þar sem einræðisherranum Hosni Mubarak var steypt af stóli, lést í réttarsal í dag 67 ára að aldri.
17.06.2019 - 16:13
75 dæmdir til dauða í Egyptalandi
Egypskur dómstóll dæmdi á föstudag 75 manns til dauða fyrir þátttöku þeirra í blóðugum mótmælum í kjölfar þess að herinn steypti lýðræðsilega kjörnum forseta landsins, Mohammed Morsi, af stóli árið 2013. Meðal hinna dauðadæmdu eru forystumenn úr flokki Morsis, Múslímska bræðralaginu, sem var bannaður í framhaldi af valdaráni hersins.
40.000 stjórnarandstæðingar í fangelsi
Tvö ár eru í dag frá því að egypski herinn steypti Mohammed Morsi, fyrrverandi Egyptalandsforseta. Dauðadómur egypskra dómstóla yfir Morsi og nánum samstarfsmönnum hans var staðfestur í síðasta mánuði. Talið er að um 40.000 hafi verið handtekin síðan þá, vegna afskipta af stjórnmálum.
03.07.2015 - 12:29