Færslur: Mótmæli í Egyptalandi

Myndskeið
„Þú átt ekkert heimaland, það er horfið“  
10 ár eru í dag frá uppreisn almennings í Egyptalandi sem varð til þess að forsetanum var steypt af stóli. Vonast var eftir lýðræðisumbótum og betri tíð en nú áratug síðar virðist staðan enn verri en áður. Enginn veit hversu margir hafa flúið landið síðustu ár vegna pólitískra ofsókna.
25.01.2021 - 20:00
Háttsettur leiðtogi Bræðralags múslíma lést í fangelsi
Essam al-Erian áður háttsettur leiðtogi Múslímska bræðralagsins lést í dag í egypsku fangelsi. Hann var 66 ára, banamein hans er sagt vera hjartaáfall en hann átti að sitja af sér 150 ára dóm fyrir margvísleg brot.
Fyrrverandi forseti Egyptalands dó í réttarsal
Mohammed Morsi, sem kosinn var forseti Egyptalands eftir byltinguna 2011 þar sem einræðisherranum Hosni Mubarak var steypt af stóli, lést í réttarsal í dag 67 ára að aldri.
17.06.2019 - 16:13
75 dæmdir til dauða í Egyptalandi
Egypskur dómstóll dæmdi á föstudag 75 manns til dauða fyrir þátttöku þeirra í blóðugum mótmælum í kjölfar þess að herinn steypti lýðræðsilega kjörnum forseta landsins, Mohammed Morsi, af stóli árið 2013. Meðal hinna dauðadæmdu eru forystumenn úr flokki Morsis, Múslímska bræðralaginu, sem var bannaður í framhaldi af valdaráni hersins.
40.000 stjórnarandstæðingar í fangelsi
Tvö ár eru í dag frá því að egypski herinn steypti Mohammed Morsi, fyrrverandi Egyptalandsforseta. Dauðadómur egypskra dómstóla yfir Morsi og nánum samstarfsmönnum hans var staðfestur í síðasta mánuði. Talið er að um 40.000 hafi verið handtekin síðan þá, vegna afskipta af stjórnmálum.
03.07.2015 - 12:29