Færslur: mótefni

Spegillinn
Uppgötvun íslensks prófessors í alzheimer lyfjarannsókn
Klínísk rannsókn er hafin á mótefni gegn alzheimer. Hún er á fyrsta stigi hjá dönsku lyfjafyrirtæki. Uppgötvunina gerði íslenskur prófessor við New York háskóla.
Gerðu yfir tvö þúsund mótefnamælingar í ágúst
Alls leituðu 2.100 manns til rannsóknarstofunnar Sameindar í ágúst til þess að láta athuga hversu mikið mótefni þeir hefðu gegn COVID-19, ýmist samkvæmt læknisráði eða af sjálfsdáðum. Þetta segir Sturla Orri Arinbjarnarson, framkvæmdastjóri Sameindar og sérfræðingur í ónæmisfræðum.
Ekki fleiri dauðsföll í Svíþjóð síðan 1869
Talsvert fleiri hafa látist í Svíþjóð á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma og í fyrra. Sænsk heilbrigðisyfirvöld gripu ekki til harðra viðbragða við kórónuveirufaraldrinum í vor. Ekki virðist hjarðónæmi það hafa náðst sem sóttvarnarlæknir bjóst við.
Mótefnamæling í Vestmannaeyjum
Vestmannaeyingarnir 105 sem greindust með kórónuveiruna eru boðaðir í endurtekna mótefnamælingu í dag. Davíð Egilsson læknir sem annast mælinguna fyrir Íslenska erfðagreiningu segist í samtali við fréttastofu bjartsýnn á að flestir skili sér.
04.07.2020 - 12:24
Myndskeið
Hvítu blóðkornin flogin til Kanada
Hvít blóðkorn úr þremur Íslendingum voru flutt utan í gærkvöld. Þau verða notuð til þess að búa til mótefni fyrir kórónuveirunni.