Færslur: morðrannsókn

Vitaly Shishov fannst látinn í almenningsgarði
Hvítrússneski aðgerðasinninn Vitaly Shishov sem saknað hefur verið frá því í gærmorgun fannst hengdur í almenningsgarði í Kiev í morgun, skammt frá heimili hans. Lögregla í Kiev, tilkynnti um líkfundinn og að morðrannsókn væri hafin.
03.08.2021 - 06:41
Vilja þrjá áfram í gæsluvarðhald
Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þremur einstaklingum sem eru í haldi vegna morðsins í Rauðagerði. Íslendingur sem var í haldi lögreglu var látinn laus í dag en honum gert að sæta farbanni til loka mánaðar.
Tólf ára stúlka skotin til bana í Stokkhólmi
Lögreglunni barst tilkynning klukkan hálf fjögur í nótt að staðartíma um skothávaða á bensínstöðinni E4 í Norsborg í Botkyrka í Suður-Stokkhólmi. Tólf ára stúlka fannst með skotsár á vettvangi. Hún var flutt á sjúkrahús en lést af sárum sínum þar.
02.08.2020 - 17:00
Milliliðurinn fannst liggjandi í blóði sínu
Melvin Theuma, sem játað hefur að hafa verið milliliður við skipulagningu á morðinu á blaðakonunni Daphne Caruana Galizia, fannst liggjandi í blóði sínu aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann átti að bera vitni fyrir dómstól á Möltu.
22.07.2020 - 14:01
Myndskeið
Heimildarmynd sönnunargagn í morðmáli
Réttarhöld hófust í vikunni yfir bandaríska auðkýfingnum Robert Durst sem grunaður er um að hafa myrt vinkonu sína. Kviðdómur fékk í upphafi að sjá brot úr sjónvarpsþáttum sem gerðir voru um mál Durst, þar sem hann heyrist játa á sig glæpi.
05.03.2020 - 18:56
Fleygði barni sínu fram af brú
Talið er að faðir ungabarns hafi fleygt því fram af brú í Manchester í Bretlandi í gær. Drengnum var bjargað úr ánni en lést skömmu síðar á sjúkrahúsi. Faðir barnsins, sem er 22 ára, hefur verið ákærður fyrir morð.
13.09.2019 - 07:00
Grunaður raðmorðingi eitraði nesti vinnufélaga
Lögregla í smábæ í norðvesturhluta Þýskalands hefur handtekið mann á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa, á átján ára tímabili, myrt yfir tuttugu samstarfsmenn sína. Maðurinn, sem einungis er þekktur sem Klaus O, er talinn hafa stráð blýsykri yfir hádegismat samstarfsfélaga sinna við stálverksmiðjuna ARI Armaturen.
28.06.2018 - 17:00
Viðurkenndi annað morð og íkveikju
Marcel Hesse, nítján ára gamall Þjóðverji, sem handtekinn var í bænum Herne í gærkvöld vegna morðs á níu ára gömlum dreng, hefur játað að hafa framið annað morð, á rúmlega tvítugum kunningja sínum. Eftir handtökuna sagði Hesse frá bruna í íbúðarhúsi í nágrenninu, þar sem lík mannsins fannst. Hesse viðurkenndi einnig að hafa kveikt í íbúð mannsins.
10.03.2017 - 18:05