Færslur: Möðrudalsöræfi

Ferðamenn slegnir eftir grjótfok sem sprengdi rúður
Rúður sprungu í tugum bíla á Möðrudalsöræfum í gær þegar mikið hvassviðri skall á með grjótfoki. Nokkrir ferðamenn hlutu minniháttar meiðsl þegar rúður sprungu, en enginn slasaðist alvarlega. Talsmaður Vegagerðarinnar segir að veðurofsinn á þessum stað hafi verið meiri en spáð var og því hafi veginum verið lokað seinna en æskilegt hefði verið.
26.09.2022 - 17:21
Bíll valt á Möðrudalsöræfum og hafnaði á hvolfi
Bíll með aftanívagn fauk út af veginum á Möðrudalsöræfum fyrir stuttu. Aftanívagninn er töluvert skemmdur og bíllinn hafnaði á hvolfi á miðjum veginum. Engin slys urðu á fólki. Lögreglan á Egilsstöðum er komin á staðinn.