Færslur: mmr

Mest traust borið til Ásmundar Einars
Ásmundur Einar Daðason, skóla og barnamálaráðherra nýtur mests trausts ráðherra nýrrar ríkisstjórnar en traustið er minnst í garð Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra.
Stuðningur við ríkisstjórnina ekki mælst meiri í 3 ár
Stuðningur við ríkisstjórnina hefur ekki mæst meiri síðan í janúar 2018, er fram kemur í nýjustu fylgismælingu MMR. Þá sögðu 60% svarenda nú að þeir styddu ríkisstjórnina. Stuðningurinn nálgast því það sem var við upphaf kjörtímabils þessarar stjórnar þegar 66,7% svarenda sögðust styðja ríkisstjórnina.
15.11.2021 - 15:07
Myndskeið
Jöfnunarþingsætin auki spennuna á kosninganótt
Úthlutun jöfnunarsæta í skoðanakönnunum fyrir kosningarnar, sýna annars vegar galla kosningakerfisins en auka hins vegar spennuna á kosninganótt. Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði, þegar hann ræddi fylgi stjórnmálaflokkanna við Boga Ágústson í kvöldfréttum sjónvarps í kvöld.
24.09.2021 - 19:39
Stuðningur við Miðflokkinn enn í sögulegu lágmarki
Fylgi Miðflokksins heldur áfram að minnka og er nú um 5,7 prósent, samkvæmt nýrri könnun MMR. Það er um helmingur þess fylgis sem flokkurinn hafði í kosningum 2017. Stuðningur við flokkinn er enn í sögulegu lágmarki.
12.05.2021 - 13:47
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli í nýrri könnun MMR, fengi tæplega 29 prósenta fylgi og er það hátt í 6 prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í byrjun apríl. 
Framsókn eini stjórnarflokkurinn sem bætir við sig
Fylgi Framsóknarflokkins jókst um rúmt prósentustig milli mánaða samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. Vinstri græn missa tæp tvö prósentustig og Sjálfstæðisflokkurinn rúmlega eitt. Samfylking, Miðflokkur og Flokkur fólksins bæta við sig.
12.03.2021 - 16:07
Um 10. hvert barn á höfuðborgarsvæðinu fær ekki MMR
Þátttaka í bólusetningum barna er mismikil eftir landsvæðum. Þrátt fyrir mislingafaraldur árið 2019 náði bólusetning við sjúkdómnum ekki tilskyldu viðmiði. Um 9% barna á höfuðborgarsvæðinu fá ekki MMR bólusetninguna.
19.01.2021 - 13:42
Tveir af hverjum þremur borða hangikjöt í dag
Hangikjöt verður á borðum 65% landsmanna í dag, jóladag og stuðningsmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins og fólk á landsbyggðinni er líklegast til að halda í þá hefð. 5% ætla að borða grænmetisrétt og er ungt fólk, konur og þeir sem styðja Pírata fjölmennast í þeim hópi.
25.12.2020 - 10:13
Innlent · Neytendamál · Jólin · Matur · jólamatur · Jól · mmr
Einn af hverjum fjórum myndi kjósa Sjálfstæðisflokk
Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist 25%, fylgi Samfylkingarinnar 16,1% og fylgi Pírata mælist 14,3%.Þetta eru einu flokkarnir sem mælast með meira en 10% fylgi. Þetta sýna niðurstöður fylgiskönnunar MMR.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi en er enn stærstur
Sjálfstæðisflokkurinn tapar tæplega fjórum prósentustigum á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun MMR. Flokkurinn er þó áfram stærsti flokkur landsins. Um helmingur styður ríkisstjórnina.
28.10.2020 - 12:15
59% Íslendinga telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá
Um sex af hverjum tíu telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á þessu kjörtímabili. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem var gerð í september. 25 prósent segja lítilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá.
Miðflokkur bætir nokkuð við sig en Samfylkingin dalar
Miðflokkurinn bætir við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. Samfylkingin tapar hins vegar fylgi. Aðrar breytingar á fylgi flokkanna eru flestar innan skekkjumarka. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæpu prósentustigi meiri en í síðustu könnun.
23.09.2020 - 17:34
Framsókn bætir við sig fylgi í nýrri könnun MMR
Framsóknarflokkurinn mælist með meira fylgi en Miðflokkurinn og er með 8,6 prósenta stuðning, í könnun MMR sem birt var í dag. Miðflokkurinn mælist með 8,4 prósent stuðning. Framsóknarmenn bæta við sig 2,5 prósentustigum frá síðustu könnun sem birt var um miðjan júní.
29.07.2020 - 11:57
Stuðningur við ríkisstjórnina dvín
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 47,5% í nýrri könnun MMR og hefur minnkað um 7 prósentustig frá síðustu könnun þegar hann var rúmlega 54%. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka með 23,5% og hefur bætt við sig einu prósentustigi frá því í apríl. Næstir koma Píratar, sem 14,6% segjast myndu kjósa nú, og er það þremur prósentustigum meira en í síðustu mælingu MMR.
25.05.2020 - 16:29
Sjálfstæðisflokkurinn eykur við fylgi sitt
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæpum sex prósentustigum í nýrri mælingu MMR á fylgi flokka. Í mælingu sem gerð var 18. til 20. mars síðastliðnum mældist flokkurinn með 27.4 prósent. Flokkurinn var hins vegar með 21,3 prósent þegar spurt var dagana 19. til 21. febrúar síðastliðinn.  Flokkurinn fékk 25,2 prósent í síðustu alþingiskosningum árið 2017. 
23.03.2020 - 14:19
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 18,3%
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 18,3% fylgi í nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka. Þetta er lægsta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með frá upphafi mælinga MMR. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 43,7% í sömu könnun.
23.09.2019 - 14:20
Innlent · Stjórnmál · Kannanir · Alþingi · mmr
Samfylkingin mælist með 16,8% fylgi
Samfylkingin mælist með 16,8 prósent stuðning kjósenda í nýrri skoðanakönnun MMR sem birt var í dag. Flokkurinn bætir ríflega fjórum prósentustigum við sig frá síðustu könnun og er enn næst stærsta framboðið til Alþingis í könnunum. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærstur með 19,1 prósent og fylgi við hann breytist ekkert á milli kannana.
19.08.2019 - 12:33
Stjórnendur sjá fram á samdrátt
Meirihluti stjórnenda í fyrirtækjum og stofnunum hérlendis, eða 63 prósent, sjá fram á samdrátt í íslenska efnahagskerfinu á næstu 12 mánuðum samkvæmt nýlegri Stjórnendakönnun MMR.
04.07.2019 - 13:41
Fylgi Miðflokksins dalar í málþófinu
Miðflokkurinn nýtur nú 10,8 prósenta fylgis ef marka má nýja skoðanakönnun MMR. Fylgi flokksins mældist 11,8 prósent í síðustu könnun. Píratar bæta þó nokkru við sig og njóta nú stuðnings 14 prósenta kjósenda.
05.06.2019 - 11:19
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aukist um tæp fimm prósentustig og mælist nú 46,5 prósent, samkvæmt nýlegri könnun MMR. Í síðustu könnun, 14. mars, var stuðningurinn 41,8 prósent.
11.04.2019 - 16:22
MMR: Bjartsýni um gengi landsliðsins á HM
Samkvæmt nýrri könnun MMR, sem gerð var 12.-18. júní, eru Íslendingar almennt nokkuð bjartsýnir um gengi landsliðsins á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu sem nú fer fram í Rússlandi. Meirihluti aðspurðra taldi líklegt að Ísland komist upp úr riðlakeppninni, eða um 59 prósent. Einungis tvö prósent töldu þó líklegt að Ísland sigraði í keppninni.
18.06.2018 - 16:39
Innlent · Fótbolti · mmr
RÚV nýtur yfirburðatrausts almennings
Ný könnun MMR um traust fjölmiðla var kynnt í gær. RÚV er sem fyrr með yfirburðastöðu er varðar traust almennings til frétta.
28.12.2016 - 09:16