Færslur: mmr

Framsókn bætir við sig fylgi í nýrri könnun MMR
Framsóknarflokkurinn mælist með meira fylgi en Miðflokkurinn og er með 8,6 prósenta stuðning, í könnun MMR sem birt var í dag. Miðflokkurinn mælist með 8,4 prósent stuðning. Framsóknarmenn bæta við sig 2,5 prósentustigum frá síðustu könnun sem birt var um miðjan júní.
29.07.2020 - 11:57
Stuðningur við ríkisstjórnina dvín
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 47,5% í nýrri könnun MMR og hefur minnkað um 7 prósentustig frá síðustu könnun þegar hann var rúmlega 54%. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka með 23,5% og hefur bætt við sig einu prósentustigi frá því í apríl. Næstir koma Píratar, sem 14,6% segjast myndu kjósa nú, og er það þremur prósentustigum meira en í síðustu mælingu MMR.
25.05.2020 - 16:29
Sjálfstæðisflokkurinn eykur við fylgi sitt
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæpum sex prósentustigum í nýrri mælingu MMR á fylgi flokka. Í mælingu sem gerð var 18. til 20. mars síðastliðnum mældist flokkurinn með 27.4 prósent. Flokkurinn var hins vegar með 21,3 prósent þegar spurt var dagana 19. til 21. febrúar síðastliðinn.  Flokkurinn fékk 25,2 prósent í síðustu alþingiskosningum árið 2017. 
23.03.2020 - 14:19
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 18,3%
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 18,3% fylgi í nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka. Þetta er lægsta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með frá upphafi mælinga MMR. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 43,7% í sömu könnun.
23.09.2019 - 14:20
Innlent · Stjórnmál · Kannanir · Alþingi · mmr
Samfylkingin mælist með 16,8% fylgi
Samfylkingin mælist með 16,8 prósent stuðning kjósenda í nýrri skoðanakönnun MMR sem birt var í dag. Flokkurinn bætir ríflega fjórum prósentustigum við sig frá síðustu könnun og er enn næst stærsta framboðið til Alþingis í könnunum. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærstur með 19,1 prósent og fylgi við hann breytist ekkert á milli kannana.
19.08.2019 - 12:33
Stjórnendur sjá fram á samdrátt
Meirihluti stjórnenda í fyrirtækjum og stofnunum hérlendis, eða 63 prósent, sjá fram á samdrátt í íslenska efnahagskerfinu á næstu 12 mánuðum samkvæmt nýlegri Stjórnendakönnun MMR.
04.07.2019 - 13:41
Fylgi Miðflokksins dalar í málþófinu
Miðflokkurinn nýtur nú 10,8 prósenta fylgis ef marka má nýja skoðanakönnun MMR. Fylgi flokksins mældist 11,8 prósent í síðustu könnun. Píratar bæta þó nokkru við sig og njóta nú stuðnings 14 prósenta kjósenda.
05.06.2019 - 11:19
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aukist um tæp fimm prósentustig og mælist nú 46,5 prósent, samkvæmt nýlegri könnun MMR. Í síðustu könnun, 14. mars, var stuðningurinn 41,8 prósent.
11.04.2019 - 16:22
MMR: Bjartsýni um gengi landsliðsins á HM
Samkvæmt nýrri könnun MMR, sem gerð var 12.-18. júní, eru Íslendingar almennt nokkuð bjartsýnir um gengi landsliðsins á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu sem nú fer fram í Rússlandi. Meirihluti aðspurðra taldi líklegt að Ísland komist upp úr riðlakeppninni, eða um 59 prósent. Einungis tvö prósent töldu þó líklegt að Ísland sigraði í keppninni.
18.06.2018 - 16:39
Innlent · Fótbolti · mmr
RÚV nýtur yfirburðatrausts almennings
Ný könnun MMR um traust fjölmiðla var kynnt í gær. RÚV er sem fyrr með yfirburðastöðu er varðar traust almennings til frétta.
28.12.2016 - 09:16