Færslur: Mjólkurbikarinn

Stórleikir í undanúrslitum bikarsins í nóvember
Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna og karla í fótbolta gærkvöld. KR og Valur tryggðu sér sæti í undanúrslitunum hjá körlunum í gærkvöld.
KR og Valur í undanúrslit bikarsins
8-liða úrslitum bikarkeppni karla í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum. Reykjavíkurveldin KR og Valur komust bæði áfram.
10.09.2020 - 22:07
Viðtal
„Búin að vera löng bið“
„Þetta er geggjað,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir bikarsigur liðsins í dag. Víkingur vann FH 1-0 í úrslitum á Laugardalsvelli og tryggði sér þar með sinn fyrsta bikartitil í 48 ár.
14.09.2019 - 21:20
Viðtal
„Gjörsamlega út í hött“
„Ég er bara ógeðslega svekktur,“ segir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir 1-0 tap liðsins í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta gegn Víkingi á Laugardalsvelli í kvöld.
14.09.2019 - 20:50
Viðtal
„Allt við þennan dag er geggjað“
„Þetta er það sem við erum búnir að vera að vinna að hörðum höndum,“ segir Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, eftir að hafa lyft bikarmeistaratitlinum í fótbolta.
14.09.2019 - 20:05
Myndskeið
Víkingur bikarmeistari í fyrsta sinn í 48 ár
Víkingur frá Reykjavík er bikarmeistari karla í fótbolta árið 2019. Liðið vann 1-0 sigur gegn FH í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli í kvöld.
14.09.2019 - 18:55
Myndskeið
Bikarinn undir í Laugardalnum í dag
FH og Víkingur mætast í úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta á Laugardalsvelli klukkan 17:00 í dag. FH getur unnið sinn þriðja bikartitil í sögunni en Víkingur getur unnið sinn fyrsta bikartitil frá 1971.
14.09.2019 - 10:30
Viðtal
„Yndislegt, frábært, ólýsanlega skemmtilegt“
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss var að vonum ánægður eftir fyrsta bikarsigur í sögu félagsins eftir 2-1 sigur gegn KR í Mjólkubikarúrslitum kvenna í fótbolta í gærkvöld.
18.08.2019 - 09:00
Viðtal
„Það er ógeðslegt að tapa bikarúrslitaleik“
Guðmunda Brynja Óladóttir úr liði KR var að vonum svekkt eftir 2-1 tap liðsins gegn Selfossi í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í fótbolta í kvöld.
17.08.2019 - 21:15
Viðtal
„Tileinka Olgu Færseth þetta mark“
„Tilfinningin gæti ekki verið betri, það er bara frábært að landa þessum titli í dag. Bara upp á bæjarfélagið að hafa trúna á að vinna,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir leikmaður Selfoss eftir að liðið fagnaði fyrsta bikartitli sínum í sögunni eftir 2-1 sigur gegn KR í úrslitum í dag.
17.08.2019 - 21:05
Myndskeið
Selfoss bikarmeistari í fyrsta sinn
Selfoss er Mjólkurbikarmeistari kvenna í fótbolta árið 2019 eftir 2-1 sigur gegn KR eftir framlengingu. Þrumufleygur Þóru Jónsdóttur tryggði Selfossi titilinn.
17.08.2019 - 19:35
Allt undir á Laugardalsvelli í dag
Selfoss og KR keppa til úrslita í Mjólkurbikar kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli klukkan 17:00 í dag. Ellefu ár eru frá því að KR vann titilinn síðast en Selfoss hefur aldrei unnið bikarkeppnina.
17.08.2019 - 10:30
Viðtal
„Væri skemmtilegt að mæta Breiðabliki“
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var að vonum glaður með sigur sinna manna gegn KR í undanúrslitum bikarsins í kvöld. Hann segir FH-liðið vera að róa í rétta átt.
14.08.2019 - 21:05
Viðtöl
FH vann KR og fer í úrslit
FH er komið í úrslitaleik bikarkeppni karla í fótbolta eftir 3-1 sigur gegn KR á Kaplakrikavelli í undanúrslitum í kvöld. Þar mætir liðið annað hvort Víkingi eða Breiðabliki.
14.08.2019 - 19:50
Viðtöl
KR mætir Selfossi í bikarúrslitum
KR komst í dag í úrslit í bikarkeppni kvenna í fótbolta. Liðið hafði betur gegn Þór/KA í undanúrslitum á heimavelli sínum í Vesturbæ.
20.07.2019 - 16:05
Rapp skaut Selfossi í bikarúrslit
Selfoss komst í kvöld í bikarúrslit kvenna í fótbolta með 1-0 sigri gegn Fylki í Árbæ. Á morgun kemur í ljós hvort liðið mæti KR eða Þór/KA í úrslitum.
19.07.2019 - 21:05
Breiðablik, FH og KR í undanúrslit
Breiðablik, FH og KR tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum í bikarkeppni karla í fótbolta. Framlengja þurfti í leik Breiðabliks og Fylkis í Kópavogi.
27.06.2019 - 21:05
Víkingur í undanúrslit eftir frábæra endurkomu
Víkingur frá Reykjavík varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum í bikarkeppni karla í fótbolta. Liðið vann 3-2 sigur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum.
26.06.2019 - 20:00
Eyjamenn í 8-liða úrslit bikarsins
Einn leikur fór fram í 16-liða úrslitum í bikarkeppni karla í fótbolta í dag. Úrvalsdeildarlið ÍBV tók á móti 1. deildarliði Fjölnis í Vestmannaeyjum.
29.05.2019 - 18:55
Njarðvík vann Reykjanesslaginn
Reykjanesbæjarliðin Keflavík og Njarðvík áttust við í 16-liða úrslitum í bikarkeppni karla í fótbolta í kvöld á heimavelli þeirra fyrrnefndu.
28.05.2019 - 21:50
Víkingur vann eftir vítaspyrnukeppni
Lið Víkings frá Reykjavík er komið í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla í fótbolta eftir sigur gegn KA eftir vítaspyrnukeppni.
28.05.2019 - 20:55
Grindvíkingar fyrstir í 8-liða úrslit
Grindavík komst fyrst liða í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla í fótbolta í kvöld. Liðið hafði betur gegn 2. deildarliði Vestra.
28.05.2019 - 20:15
Bikarmeistararnir fara í Árbæ
Dregið var í 16-liða úrslit bikarkeppni kvenna í fótbolta í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í dag. Fjórir úrvalsdeildarslagir verða á dagskrá.
17.05.2019 - 16:10
Suðurnesjaliðin áfram í bikarnum
Fjórir leikir fóru fram í 32-liða úrslitum í bikarkeppni karla í fótbolta í kvöld. Kvöldið reyndist Suðurnesjum ansi drjúgt.
30.04.2019 - 20:30
Breiðablik örugglega í undanúrslit
Breiðablik varð í dag síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í fótbolta. Það gerðu Blikar með 8-0 sigri á ÍR-ingum.
30.06.2018 - 16:36