Færslur: Minnisblað sóttvarnalæknis

Engar samkomutakmarkanir lengur
Öllum samkomutakmörkunum vegna COVID-19 og takmörkunum á landamærum var aflétt á miðnætti. Krafa um einangrun er einnig afnumin en finni fólk til einkenna er það hvatt til að fara í hraðpróf og mælst til að það haldi sig heima.
Segir takmarkanir vera að leiða okkur út af sporinu
Ragnar Freyr Ingvarsson læknir segir í pistli á Facebook í morgun að loksins sjáist til sólar í COVID-faraldrinum. Hann segir að við séum á leið út af sporinu með þeim takmörkunum sem lagðar voru á fyrir helgi. Ragnar Freyr segir COVID nú gjörólíkan þeim sjúkdómi sem þekktist áður, eftir að omíkron afbrigðið náði yfirhöndinni.
Nýtt minnisblað tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag
Ríkisstjórnin ræðir nýtt minnisblað sóttvarnalæknis að sóttvarnaaðgerðum á fundi sínum í dag klukkan hálf tíu. Undanfarna daga hefur verið þungt hljóð í sóttvarnalækni varðandi stöðu faraldursins.
Minnisblað Þórólfs væntanlegt til Willums með morgninum
Minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er væntanlegt til Willums Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra með morgninum. Núverandi sóttvarnareglugerð rennur út á miðvikudaginn kemur.
Landamæratillögur sóttvarnalæknis tilbúnar
Sóttvarnalæknir er búinn að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum um næstu skref á landamærunum. Núgildandi reglugerð rennur út í lok vikunnar.
03.11.2021 - 12:23
Leggur þrjá kosti fyrir stjórnvöld í nýju minnisblaði
Sóttvarnalæknir skilaði í morgun minnisblaði til heilbrigðisráðherra um næstu skref í sóttvarnaaðgerðum. Hann gerir ekki beinar tillögur, heldur leggur fram þrjá ólíka kosti.
Viðtal
Þórólfur vinnur að minnisblaði: Verðum að fara varlega
Sóttvarnalæknir segir að sýna þurfti varkárni og hópsýking á Norðurlandi sé áminning um að faraldurinn sé ekki genginn niður. Hann vinnur að minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Hann vill ekki gefa upp um efni tillagnanna en vill fara gætilega. „Við verðum að fara mjög varlega í þetta og sennilega þurfum við að hafa einhverjar takmarkanir um sinn.“
Viðtal við ráðherra
Heilbrigðisráðherra tilkynnir tilslakanir
Ríkisstjórnin ræddi meðal annars minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á fundi sínum fyrir hádegi í dag. Anna Lilja Þórisdóttir fréttamaður ræddi við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að loknum fundi um þær tilslakanir sem ráðist verður í. Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Komið að tilslökunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra fékk minnisblað um stöðu covid-faraldursins frá sóttvarnalækni í hendur í morgun. Hún á von á að frekari tilslakanir verði kynntar á þriðjudaginn.
Myndskeið
Tillögur sóttvarnalæknis gætu fælt flugfélögin frá
Ferðamálaráðherra segir að ekki komi til greina að takmarka komur ferðamanna til landsins, líkt og lagt er til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Framkvæmdastjóri hjá Isavia segir að slíkt kunni að hafa skaðleg áhrif til lengri tíma.
Myndskeið
„Í raun og veru ekki verið að breyta minnisblöðunum“
„Það er í raun og veru ekkert verið að breyta minnisblöðunum,“ segir Þórólfur Guðnason um nýtt fyrirkomulag þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum. Þórólfur tilkynnti á upplýsingafundi í dag að hann muni ekki leggja formlega til ákveðinna aðgerða.
Hittast á Egilsstöðum og tilkynna svo sóttvarnaaðgerðir
Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan 16 í dag til að ræða tillögur sóttvarnalæknis að hertum aðgerðum innanlands. Fundurinn verður á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Þetta er gert í ljósi þess að nær allir ráðherrarnir eru á faraldsfæti og þetta reyndist rökréttasta staðsetningin.
Óttast að mannskap vanti til að skima á landamærum
Sóttvarnalæknir óttast að ekki sé til nægur mannskapur til að viðhalda óbreyttum aðgerðum á landamærunum. Til greina komi að hætta að skima þá sem koma til landsins með bólusetningarvottorð. Þá segir hann að verslanir og stofnanir standi sig ekki sem skyldi í sýkingavörnum því víða séu sprittbrúsar tómir. Sjötta daginn í röð hefur ekki greinst smit innanlands utan sóttkvíar.
Þórólfur vildi ekki leyfa áhorfendur á íþróttaviðburðum
Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að ekki séu öll kurl komin til grafar varðandi smit enda séu fleiri útsettir. Um eitt þúsund sýni voru tekin í gær en frekari tilsklakanir taka gildi á morgun. 
Farþegar með bólusetningarvottorð skulu fara í sýnatöku
Þeim farþegum sem koma til landsins frá og með 1. apríl næstkomandi og framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu ber að fara í eina sýnatöku. Þeim ber þó ekki að dvelja í sóttkví en skulu bíða niðurstöðu úr sýnatöku á dvalarstað sínum.
Stórt verkefni að skylda alla í sóttvarnahús
Ráða þarf fjölda starfsmanna og auka við húsakost verði allir ferðamenn sem koma til landsins skyldaðir til að dvelja í sóttvarnahúsum eins og sóttvarnalæknir leggur til. Sjúkratryggingar vilja nota hótel í nágrenni Keflavíkurflugvallar sem sóttvarnahús.
Nýjar og aðeins rýmri sóttvarnareglur í gildi
Þau öldurhús landsins sem enn eru í rekstri verða opnuð fyrir takmörkuðum fjölda gesta í dag, í fyrsta skipti síðan í byrjun október. Eigendur líkamsræktarstöðva mega líka hleypa viðskiptavinum sínum í tækjasal og búningsklefa í fyrsta skipti í langan tíma og spilakassasalir fá einnig að opna dyr sínar fyrir spilaþyrstum sálum. Þetta eru dæmi um þær tilslakanir á sóttvarnareglum, sem tóku gildi á miðnætti.
Viðtal
Sóttvarnalæknir endurskoðar tillögur að tilslökunum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra á miðvikudag minnisblaði með tillögum um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir. Í þeim fólust hægfara tilslakanir á ýmsum sviðum. Þórólfur hefur beðið ráðherra með að bíða með aðgerðir og hyggst endurskoða sínar tillögur. Þetta er vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Hann biðlar til fólks að forðast alla hópamyndun. Smit síðustu daga séu rakin til veisluhalda og hópamyndunar innan sem utan fjölskyldna.
Grímuskylda um allt land
Frá og með þriðjudeginum 20.október verður skylt að nota andlitsgrímur um allt land þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nándarmörk. Utan höfuðborgarsvæðisins mega engir áhorfendur vera á íþróttaviðburðum, eins og á höfuðborgarsvæðinu. Á höfuðborgarsvæðinu verða allar æfingar og keppni í íþróttum, sem krefjast snertingar, óheimilar.
„Manni er vissulega verulega brugðið“
Líkamsræktarstöðvum verður gert að loka á mánudaginn samkvæmt hertum sóttvarnaaðgerðum sem taka þá gildi. Eigendur þeirra hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi það sem af er ári vegna lokana og sóttvarnaráðstafana. Þröstur Jón Sigurðsson, einn eigenda Sporthússins i Kópavogi, segir þetta verulegt áfall, þó að vissulega styðji hann ákvarðanir sóttvarnayfirvalda.
Myndskeið
50 mega vera í útförum og 100 í búðum
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um hertari samfélagslegar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Í þeim felast 20 manna fjöldatakmarkanir, 50 manna hámark í útförum og 100 manna hámark í verslunum sem eru minni en 1.000 fermetrar. Ný reglugerð þess efnis tekur gildi mánudaginn 5. október  og verður birt á morgun. Lagt er til að hún verði í gildi í 2-3 vikur og að aðgerðirnar verði í stöðugu endurmati.
Sóttvarnalæknir útlistar þá þætti sem tillögur byggja á
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að núverandi fyrirkomulag um sóttvarnaaðgerðir, eins og sóttvarnalög segja fyrir um, tryggi best fagleg viðbrögð vegna COVID-19. Í nýju minnisblaði hans til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra reifar hann þá þætti sem tillögur og ákvarðanir hans um sóttvarnir vegna COVID-19 byggja á.