Færslur: minningarathöfn

Synti frá Drangey til að sanna hetjudáð Grettis sterka
95 ár eru liðin frá að Erlingur Pálsson synti svokallað Drangeyjarsund, fyrstur á eftir Gretti sterka Ásmundarsyni. Afkomendur hans hafa af því tilefni afhent sveitarfélaginu Skagafirði minningarskjöld um afrekið.
02.08.2022 - 11:08
Þúsundir minntust fórnarlamba skotárásar í Kaupmannhöfn
Þúsundir komu saman við Field's verslunarmiðstöðina í Kaupmannahöfn í dag, til þess að minnast fórnarlamba skotárásar sem varð þar á sunnudag.
05.07.2022 - 21:10
Kirkjuklukkum hringt til að minnast látinna
Bjöllur dómkirkju heilags Péturs og heilags Páls í Washington höfuðborg Bandaríkjanna gullu þúsund sinnum í gær. Hver sláttur táknaði þúsund andlát af völdum COVID-19 í landinu. Nærri milljón hefur látist af völdum sjúkdómsins í Bandaríkjunum.
Ólga í Póllandi vegna andláts þungaðrar konu
Margmenni safnaðist saman bæði í Kraká og Varsjá í Póllandi í gær til þess að minnast þungaðrar konu sem lést í september. Konan var á tuttugustu og annarri viku meðgöngu og lést vegna blóðeitrunar, en dánarorsök hennar var opinberuð á dögunum. Málið hefur vakið mikla athygli í ljósi þeirra ströngu laga sem nú gilda um þungunarrof í landinu og líta margir á þetta sem fyrsta andlátið af völdum laganna.
02.11.2021 - 20:53
Minningarathöfn um þau sem létust í Gjerdrum
Minningarathöfn var haldin í Gjerdrum-kirkju á sunnudagsmorguninn til að minnast þeirra sem létust í náttúruhamförunum í Ask 30. desember síðastliðinn. Jafnframt var tilgangurinn að hugga hvert og eitt þeirra sem á um sárt að binda eftir atburðina.
11.01.2021 - 05:01