Færslur: Minkarækt

Minkabændur glaðir en áhyggjufullir
Danskir minkabændur eru í skýjunum með ákvörðun stjórnvalda um að leyfa minkarækt aftur um áramótin. Öllum minkum í landinu var lógað haustið 2020 af ótta við að þeir væru smitberar í kórónuveirufaraldrinum.
23.09.2022 - 16:36
Danmörk
Hótar vantrauststillögu verði ekki kosið fyrir veturinn
Leiðtogi danska stjórnmálaflokksins Radikale Venstre, Sofie Carsten Nielsen, hótar því að leggja fram vantrauststillögu á hendur Mette Frederiksen, forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar, verði ekki boðað til kosninga fyrir 4. október.
02.07.2022 - 12:36
„Villtu gróflega um“ fyrir minkabændum og almenningi
Danska forsætisráðuneytið gekk fram með „mjög ámælisverðum hætti“ og matvælaráðuneytið með „sérlega ámælisverðum hætti“ þegar ríkisstjórn Danmerkur ákvað haustið 2020 að farga skyldi öllum minkum í landinu eftir að kórónuveirusmit greindust í nokkrum minkabúum. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu hinnar svonefndu Minkanefndar; opinberrar rannsóknarnefndar sem fékk það hlutverk að fara í saumana á þessum ákvörðunum og aðgerðum stjórnvalda.
24.06.2022 - 03:08
Danskir fjárfestar leita hófanna varðandi minkarækt hér
Hópur danskra fjárfesta er væntanlegur til landsins áhugasamur um að kanna möguleika á minkaeldi hérlendis. Fyrrverandi formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda sem hefur kannað möguleikana hér segir ekkert fast í hendi en að fjárfestunum sé full alvara.
22.07.2021 - 15:52
Myndskeið
Minkamálið kostar á sjötta milljarð íslenskra króna
Heildarkostnaðurinn við að farga öllum þeim milljónum minka sem slátrað var í Danmörku í fyrra er á sjötta milljarð íslenskra króna. Talin er hætta á að rotin hræin geti mengað jarðveg og drykkjarvatn og því þarf að ráðast í kostnaðarsamt hreinsunarstarf.
02.06.2021 - 22:37
„Hann var að nýta sér lokunina, helvítið á honum“
Forstöðumanni Sundlaugar Eskifjarðar brá heldur betur í brún í hádeginu í dag þegar hann rak augun í mink sem var að spóka sig á sundlaugarbakkanum. Ætla má að minkurinn hafi verið að nýta sér fámennið til að skoða sundlaugina en hún er lokuð vegna sóttvarnareglna.
06.04.2021 - 15:41
Mikil verðhækkun á minkaskinnum
Sjötíu og níu prósenta hækkun varð á verði fyrir minkaskinn á uppboði sem nú er nýlokið í Kaupmannahöfn. Talsmaður íslenskra loðdýrabænda segir þetta gefa minkabændum vind í seglin, enda sé mikil eftirspurn eftir skinnum.
01.03.2021 - 12:35
Minkarækt bönnuð í Danmörku
Danska Þjóðþingið samþykkti í dag lög sem banna minkarækt til loka ársins 2021. Ríkisstjórn Mette Frederiksen ákvað í byrjun nóvember að öllum minkum í Danmörku skyldi lógað eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar fannst á minkabúum.
22.12.2020 - 00:15