Færslur: Minkarækt

Danskir fjárfestar leita hófanna varðandi minkarækt hér
Hópur danskra fjárfesta er væntanlegur til landsins áhugasamur um að kanna möguleika á minkaeldi hérlendis. Fyrrverandi formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda sem hefur kannað möguleikana hér segir ekkert fast í hendi en að fjárfestunum sé full alvara.
22.07.2021 - 15:52
Myndskeið
Minkamálið kostar á sjötta milljarð íslenskra króna
Heildarkostnaðurinn við að farga öllum þeim milljónum minka sem slátrað var í Danmörku í fyrra er á sjötta milljarð íslenskra króna. Talin er hætta á að rotin hræin geti mengað jarðveg og drykkjarvatn og því þarf að ráðast í kostnaðarsamt hreinsunarstarf.
02.06.2021 - 22:37
„Hann var að nýta sér lokunina, helvítið á honum“
Forstöðumanni Sundlaugar Eskifjarðar brá heldur betur í brún í hádeginu í dag þegar hann rak augun í mink sem var að spóka sig á sundlaugarbakkanum. Ætla má að minkurinn hafi verið að nýta sér fámennið til að skoða sundlaugina en hún er lokuð vegna sóttvarnareglna.
06.04.2021 - 15:41
Mikil verðhækkun á minkaskinnum
Sjötíu og níu prósenta hækkun varð á verði fyrir minkaskinn á uppboði sem nú er nýlokið í Kaupmannahöfn. Talsmaður íslenskra loðdýrabænda segir þetta gefa minkabændum vind í seglin, enda sé mikil eftirspurn eftir skinnum.
01.03.2021 - 12:35
Minkarækt bönnuð í Danmörku
Danska Þjóðþingið samþykkti í dag lög sem banna minkarækt til loka ársins 2021. Ríkisstjórn Mette Frederiksen ákvað í byrjun nóvember að öllum minkum í Danmörku skyldi lógað eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar fannst á minkabúum.
22.12.2020 - 00:15