Færslur: Milliríkjaviðskipti

Útflutningur á tekíla jókst um nær fimmtung milli ára
Mexíkóskir tekílaframleiðendur slógu öll met á síðasta ári þegar þeir seldu 339 milljónir lítra af þessari sérmexíkósku brjóstbirtu úr landi. Aldrei hefur jafn mikið verið flutt út af tekíla frá því að byrjað var að halda bókaldu um útflutninginn með skipulögðum hætti árið 1995. Samkvæmt opinberum tölum jókst útflutningurinn um 18 prósent á milli ára og hefur aldri aukist jafn mikið á einu ári.
Bandaríkin slíta viðskiptasamningi við þrjú Afríkuríki
Þrjú Afríkuríki njóta ekki lengur kosta tolla- og viðskiptasamnings við Bandaríkin vegna mannréttinda- og stjórnarskrárbrota. Bandarísk yfirvöld bjóðast til að aðstoða ríkin við að uppfylla skilyrði samningsins að nýju.
ESB afnemur hömlur á útflutning COVID-19 bóluefna
Evrópusambandið hyggst ekki framlengja reglugerð sem kveður á um að evrópskir lyfjaframleiðendur þurfi að sækja um leyfi til að flytja út bóluefni. Reglugerðin var sett 29. janúar og fellur úr gildi um áramótin. Hún var meðal annars nýtt til að stöðva útflutning á 250.000 skömmtum af bóluefi AstraZeneca gegn COVID-19 til Ástralíu í apríl síðasliðnum, en þá ríkti nokkur skortur á bóluefnum í ríkjum Evrópusambandsins.
Tollastríð ESB og Bandaríkjanna heyrir sögunni til
Bandaríkin og Evrópusambandið hafa náð fullum sáttum í deilu þeirra um tolla og gjöld á evrópskt ál og stál, sem innleidd voru í valdatíð Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta fyrir þremur árum.
31.10.2021 - 00:37
Fríverslunarviðræðum ESB og Ástrala frestað um mánuð
Áframhaldi samningaviðræðna Evrópusambandsins og Ástralíu um fríverslunarsamkomulag hefur verið slegið á frest fram í nóvember. Ástæðan er sögð liggja í þeirri ákvörðun ástralskra stjórnvalda að rifta milljarða evra samningi um kaup á tólf frönskum kafbátum.
Sakar Ástrali og Bandaríkjamenn um lygar og undirferli
Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands sakar áströlsk og bandarísk stjórnvöld um lygar í tengslum við Aukus varnarsamkomulagið. Stjórnvöld beggja ríkja lýsa yfir áhuga á að jafna ágreininginn við Frakka.
Bjartsýni um viðskiptaafgang tíunda árið í röð
Árið 2020 er það níunda í röðinni með samfelldan viðskiptaafgang og mældist hann, samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans vera 30,9 milljarðar króna. Því virðist ekki vera útlit fyrir að Kórónuveirukreppan steypi hagkerfinu í gamalt far viðskiptahalla þrátt fyrir talsverðan samdrátt í útflutningi.
Spá ögn minni hagvexti vegna lægri loðnukvóta
Hagfræðideild Landsbankans gerir nú ráð fyrir örlítið minni hagvexti á árinu 2021 en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Því veldur að minni loðnukvóta verður úthlutað en ætlað var í þjóðhagsspá bankans í október síðastliðnum.
Hækkun hrávöru merki um að botni kórónukreppu sé náð
Sérfræðingar álíta að kórónuveirufaraldurinn hafi náð hámarki. Hækkandi hrávöruverð sé til marks um aukna bjartsýni eftir að greint var frá árangri við þróun þriggja bóluefna við kórónuveirunni.
24.11.2020 - 06:17