Færslur: Miðhálendi

Augu fólks að opnast fyrir uppbyggingu vega á hálendinu
Með því að byggja upp hálendisvegi gætu fleiri skoðað og notið hálendisins. Jafnframt kæmi það í veg fyrir utanvegaakstur, skemmdir á bílum og rykmengun. Stofnvegir á hálendinu eru fjórir; Kjalvegur, Sprengisandsleið, Fjallabaksleið nyrðri og Kaldidalur, samtals 480 kílómetrar.
Stendur ekki í vegi laga um hálendisþjóðgarð
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir að taka verði tillit til ábendinga sveitarstjórna og annarra hagsmunaaðila þegar kemur að því að ákveða hvort frumvarp um miðhálendisþjóðgarð verður að lögum. Í stjórnarsáttmála gaf ríkisstjórnin fyrirheit um að slíkur þjóðgarður yrði að veruleika. Bjarni segist ekki ætla að standa í vegi fyrir því að frumvarpið verði að lögum. 
Tókust á um hálendisþjóðgarð til miðnættis
Tekist var á um frumvarp umhverfisráðherra um stofnun hálendisþjóðgarðar á Alþingi fram að miðnætti í gærkvöld. Sumir töldu ekki nóg gert til að tryggja orkuöryggi en aðrir of langt gengið í þá átt á kostnað náttúruverndar.
09.12.2020 - 08:21
Mælir fyrir frumvarpi um Hálendisþjóðgarð
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mælti nú síðdegis fyrir frumvarpi sínu á Alþingi um hálendisþjóðgarð. Þetta er í fyrsta skipti sem hann mælir fyrir þessu frumvarpi en hann sagði um einstakt tækifæri að ræða fyrir Alþingi að búa til stærsta þjóðgarð í Evrópu. Þetta yrði stærsta framlag Íslands til náttúruverndar í heiminum.
08.12.2020 - 17:55
Myndskeið
Hjólaði yfir hálendið og gaf fólki von um allan heim
Bandarískur ljósmyndari sem hjólaði þvert yfir Ísland og sýndi milljónum frá á samfélagsmiðlum, segir ferðina hafa gefið öðrum von um að lífið geti haldið áfram eftir kórónuveirufaraldurinn. Jökulárnar voru hans mestu áskoranir á leiðinni.
02.09.2020 - 20:26
Feikna úrkoma framundan
Seinni partinn í dag mun rigna mikið á vesturhelmingi landsins. Gul viðvörun er í gildi á miðhálendinu síðdegis og í kvöld. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur, greindi frá þessu í hádegisfréttum.
15.07.2020 - 12:56
Veðurviðvörun – ferðalangar fresta göngum eða snúa við
Gul viðvörun verður í gildi á miðhálendinu seinna í dag og í kvöld. Seinni partinn á morgun verður svo í gildi viðvörun á Ströndum, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum og á Breiðafirði.
15.07.2020 - 12:11