Færslur: Miðflokkurinn

Þingmaður Miðflokksins biður Pírata afsökunar
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, bað Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, í morgun afsökunar á því að hafa í ræðustól Alþingis í gær velt því upp hvort hún hefði reynslu af þungunarrofi. Það gerði þingmaðurinn í umræðum um frumvarp um breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof.
21.02.2019 - 10:50
Birgir vill útrýma kynferðisofbeldi á Alþingi
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, hélt innblásna ræðu á Alþingi í dag um kynferðisofbeldi gegn þingkonum. Birgir sagði mikilvægt að karlkyns þingmenn tækju höndum saman og útrýmdu ofbeldi gegn kvenkyns kollegum þeirra. Þá lyfti Birgir upp skilti sem á stóð „Not in my parliament", eða „Ekki á mínu þingi”.
30.01.2019 - 15:41
Miðflokkurinn vill upplýsa um lyf í landbúnaði
Þingmenn Miðflokksins vinna nú að frumvarpi sem miðar að því að upplýsa hvaða lyf hafa verið notuð í framleiðslu landbúnaðarvara. Frumvarpið á að gera neytendum kleift að nálgast upplýsingar um lyfin í hverri vöru fyrir sig og á að ná til innlendra og erlendra landbúnaðarvara.
26.01.2019 - 14:52
Fréttaskýring
Minntist aldrei á minnisleysi í fyrri viðtölum
Ummæli Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Miðflokksins, á Hringbraut í vikunni hafa vakið töluverða athygli. Þar sagðist hann ekkert muna eftir þriðjudagskvöldinu örlagaríka á Klaustri og fallið í 36 klukkustunda óminni, frá því að hann gekk inn um Klausturdyrnar og fram á fimmtudagsmorgunn. Þarna kveður við nýjan tón hjá Gunnari Braga, en þetta er í fyrsta sinn sem hann ber við algjöru minnisleysi þetta kvöld. Hann hefur ekki viljað veita RÚV viðtal vegna málsins.
26.01.2019 - 13:20
Varaforsetar byrjaðir að vinna í Klausturmáli
Nýir varaforsetar Alþingis, Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson, hafa nú formlega tekið við Klausturmálinu og fengið afhent gögn. Upptökurnar af Klaustri eru ekki þar á meðal.
Fréttaskýring
Þingmenn neita viðtölum vegna Klausturmálsins
Anna Kolbrún Árnadóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, hafa ekki veitt RÚV viðtöl vegna Klausturmálsins í átta daga. Gunnar Bragi og Bergþór tóku sér leyfi frá störfum en Anna Kolbrún og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ætla að sitja áfram. Anna Kolbrún veitti vilyrði fyrir viðtali við RÚV í gærkvöld, en hætti svo við. Umræðan á Klaustri um Freyju Haraldsdóttur hefst á skál í tengslum við notendastýrða persónulegra aðstoð, NPA.
07.12.2018 - 14:19
Klausturfólkið geti hlotið endurkosningu
Dósent í fjölmiðlafræði segir ekki öll kurl komin til grafar í Klaustursmálinu. Hann telur að málið muni róast innan tíðar og þegar fram í sækir muni það ekki vera þetta stórmál sem það er í dag. Haldi fólkið sem um ræðir rétt á spilunum, geti þau endurnýjað umboð sitt í næstu kosningum.
05.12.2018 - 10:41
Formaður Miðflokks í NA styður Sigmund
Formaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi segist styðja þingmenn flokksins áfram eftir Klaustursmálið. Hann segir málið þó algjörlega óverjandi og ömurlegt í alla staði. Sigmundur telur ekki að hann þurfi að segja af sér.
04.12.2018 - 10:11
Oddviti Miðflokksins: „Algjörlega óverjandi”
Bæjarfulltrúi og oddviti Miðflokksins á Akureyri segir orð samflokksmanna sinna á Klausturbarnum óafsakanleg með öllu. Honum detti ekki í hug að reyna að verja eitt eða neitt sem þar fór fram. Hvorki framkvæmdastjóri Miðflokksfélagsins á Akureyri né stjórn félagsins í Norðausturkjördæmi vilja tjá sig um málið við fréttastofu. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður flokksins í kjördæminu, íhugar enn afsögn. Formaðurinn hefur ekki viljað veita viðtal.
03.12.2018 - 13:09
Telja ákvörðun Miðflokksfólks ásættanlega
Bæjarfulltrúar Miðflokksins í sveitarfélögum á suðurlandi segja niðurstöðu stjórnar Miðflokksins í Klaustursmálinu ásættanlega. Þeir ætla ekki að fara fram á að boðað verði til flokksráðsfundar til þess að félagar í Miðflokknum geti tekið ákvörðun um framhaldið.
01.12.2018 - 17:08
Silja svarar gagnrýni Sigmundar fullum hálsi
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, gagnrýnir fyrrverandi formann sinn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, harðlega í færslu á Facebook í dag. Færslan ber yfirskriftina „Riddarinn hugdjarfi” og snýr að ræðu Sigmundar Davíðs á flokksráðsfundi Miðflokksins á Akureyri um helgina þar sem hann sagði ríkisstjórnina verklausa og kjarklitla og sakaði hana um aumingjaskap.
05.11.2018 - 17:05
Vilja óháða úttekt á staðsetningu Landspítala
Anna Kolbrún Árnadóttir og allur þingflokkur Miðflokksins hafa á ný lagt fram tillögu um að heilbrigðisráðherra verði falið að gera óháða, faglega staðarvalsgreiningu fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús.
17.09.2018 - 23:06
Myndskeið
Segir stjórnina aðeins snúast um sjálfa sig
Ríkisstjórnin er kerfisstjórn og hefur enga pólitíska sýn, að dómi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins. Hann sagði í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld að ríkisstjórnin hafi aðeins verið skipuð til þess að skipta á milli sín ráðherrastólum og koma í veg fyrir að samstarfsflokkarnir geti hrint stefnumálum sínum í framkvæmd.
12.09.2018 - 20:35
Viðtal
Telja að teflt sé á tæpasta vað
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, eru sammála um að teflt sé á tæpasta vað í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag. Haukur Holm, fréttamaður, ræddi við þá í beinni útsendingu í sjónvarpsfréttum.
11.09.2018 - 19:36
Uppnám á Alþingi vegna ásakana Miðflokksins
Frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur var samþykkt á Alþingi í dag með 54 samhljóða atkvæðum. Töluvert uppnám hefur verið á Alþingi það sem af er degi vegna ásakana þingflokks Miðflokksins um að hann hafi verið svikinn um að fá mál sitt til atkvæðagreiðslu.
12.06.2018 - 15:50
Þingfundi frestað vegna mótmæla Miðflokksins
Fundi var frestað á Alþingi þar til rétt fyrir klukkan þrjú þar sem forseti Alþingis boðaði formenn þingflokka til fundar. Tilefnið eru mótmæli þingflokks Miðflokksins um að frumvarp þeirra komi ekki til atkvæðagreiðslu heldur leggi meirihlutinn til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
12.06.2018 - 14:59
Saka meirihlutann um svik við Miðflokkinn
Þingmenn Miðflokksins mótmæltu við upphaf þingfundar því sem þeir kalla svik við flokkinn og sökuðu meirihlutann um að brjóta samkomulag um afgreiðslu mála.
12.06.2018 - 14:30
Myndskeið
Hart sótt að borgarstjóra í oddvitaþætti
Hart var sótt að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í kvöld í umræðu um húsnæðismál í fyrri umræðuþætti oddvita framboðanna í borginni. 
Leiðtogar listanna á Akranesi
Akranes er 9. stærsta sveitarfélag landsins þar bjuggu um sjö þúsundþúsund og þrjúhundruð manns í byrjun árs og íbúum hefur fjölgað um átta prósent á fjórum árum. Í sveitarstjórnarkosningum fyrir fjórum árum voru fimm listar í kjöri, B - listi frjálsra með Framsókn, D-listi Sjálfstæðisflokksins, S- listi Samfylkingarinnar, V-listi Vinstri-grænna og Æ-listi Bjartar framtíðar.
Átta flokkar fá borgarfulltrúa
Átta flokkar hljóta borgarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Samfylkingin er með svipað fylgi í könnuninni og síðustu kosningum, tæp 32 prósent, og dugir það til þess að ná átta mönnum inn í borgarstjórn.
Framboðsfundur í Árborg
Frambjóðendur í Árborg sátu fyrir svörum á Rás 2 og ræddu helstu áherslumál fyrir kosningarnar á laugardag. Kjósendur í Árborg geta nú valið á milli sex flokka, Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og óháðra, Samfylkingar, Vinstri grænna, Miðflokks og Áfram Árborgar.
Upptaka
Framboðsfundur í Fjarðabyggð
Oddvitar framboðanna í Fjarðabyggð sátu fyrir svörum í beinni útsendingu á Rás 2. Kjósendur í sveitarfélaginu geta valdið milli fjögurra flokka. Í Fjarðabyggð eru sex þéttbýliskjarnar, Neskaupstaður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður og Breiðdalsvík sem hefur sameinast Fjarðabyggð.
Framboðsfundur í Hafnarfirði
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum flokkanna átta sem bjóða fram í Hafnarfirði. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu á Rás 2
Framboðsfundur í Kópavogi
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum flokkanna níu sem bjóða fram í Kópavogi. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu á Rás 2.
Sveitarstjórnarkosningar
Framboðsfundur í Reykjanesbæ
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum flokkanna átta sem bjóða fram í Reykjanesbæ. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu frá Fjölskyldusetrinu í bænum í kvöld, 11. maí.