Færslur: Miðborg Reykjavíkur

Botnplata þykk og þung svo húsið lyftist ekki upp
Alls fara um 380 rúmmetrar af steypu og 46 tonn af járni í fyrsta áfanga botnplötu nýbyggingar Alþingis. Efnt var til samkeppni um hönnun hússins og það voru Arkitektar Studio Granda sem áttu verðlaunatillöguna sem kynnt var 17. desember 2016.
Myndskeið
Margir í miðbænum en enginn í jólagjafakaupum
Miðborg Reykjavíkur iðaði af lífi í dag og ljóst að hugsanir um kórónuveirufaraldurinn eru ekki lengur einvaldur. Margir kíktu í búðir eða að minnsta kosti í búðarglugga en hins vegar fór lítið fyrir því að fólk væri í jólagjafahugleiðingum. Það var algengara var að tilefnið væri heilsubótarganga.
21.11.2020 - 20:52
Kjörið að breyta skrifstofum í íbúðir
Guðjón Auðunsson forstjóri Reita segir að óbreyttu verða offramboð á skrifstofuhúsnæði í miðborg Reykjavíkur. Því gæti hluti lausnarinnar verið að breyta þeim í íbúðir.
21.11.2020 - 06:32
Þung viðurlög geta legið við því að krota á veggi
„Kostnaðurinn við að laga þetta er mikill en ég geri mér ekki grein fyrir hversu hár hann verður,“ segir Hlöðver Sigurðsson eigandi verslunarhæðar húss við Skólavörðustíg sem varð fyrir barðinu á aðsópsmiklum veggjakrotara um liðna helgi.
Niðurrif Skólavörðustígs 36 kært til lögreglu
Framkvæmdir við húsið Skólavörðustíg 36 hafa verið stöðvaðar og niðurrif þess kært til lögreglu. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík, Nikulás Úlfar Másson, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
Stöðva framkvæmdir á Skólavörðustíg
Reykjavíkurborg ætlar að stöðva niðurrifsframkvæmdir á Skólavörðustíg 36 þar sem ekki hafa fengist tilskilin leyfi til að rífa húsið. Þetta staðfestir byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Byggingafulltrúinn fundar ásamt lögfræðingum um næstu skref og viðbrögð við niðurrifi hússins.
10.09.2020 - 09:03
Myndskeið
Verndað hús rifið í leyfisleysi á Skólavörðustíg
Verndað hús á Skólavörðustíg 36 í Reykjavík var rifið í gær. Samkvæmt byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar lá ekki fyrir leyfi til að rífa húsið. Húsið var byggt árið 1922. Allar framkvæmdir, niðurrif eða flutningur húsa sem eru byggð fyrir 1925 eru umsagnarskyld samkvæmt Minjastofnun.
10.09.2020 - 07:10
Myndskeið
Íbúar ekki látnir vita af útitónleikaröð
Engar tilkynningar bárust íbúum um útitónleikaröð í miðborginni í sumar. Sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg segir það standa upp á tónleikahaldara að láta vita. Þó svo að borgin styrki og skipuleggi viðburði beri hún ekki ábyrgð á samráð sé haft við íbúa.
24.07.2020 - 19:16