Færslur: Miðborg Reykjavíkur

Lögregla leitar manns eftir hnífaárás í miðborginni
Ráðist var að manni í miðborg Reykjavíkur í nótt og hann stunginn með hnífi í bakið. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en hans er nú leitað samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Byggingu skrifstofuhúss Alþingis miðar vel áfram
Ný skrifstofubygging Alþingis er farin að taka á sig mynd við Tjarnargötu 9. Byggingin er tekin að rísa uppfyrir girðinguna sem umlykur framkvæmdasvæðið og því geta vegfarendur áttað sig á hvernig húsið lítur út.
Unglingapartý í Kópavogi og líkamsárás í miðborginni
Lögreglunni barst tilkynning um unglingapartý í Kópavogi laust eftir klukkan hálfeitt í nótt. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að húsið hafi verið troðfullt af unglingum og tómum áfengisumbúðum.
Á undan áætlun við að rampa upp Reykjavík
Átakið Römpum upp Reykjavík gengur hraðar en áætlað var. Stefnt var að því að setja upp aðgengisrampa við hundrað fyrirtæki í miðborginni fyrir 10. mars á næsta ári. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hvatamaður verkefnisins og helsti stuðningsaðili þess, greinir frá því í færslu á Twitter að búið sé að setja upp hundrað rampa og að kostnaður við þá sé töluvert undir áætlun.
Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur bíls og hjóls
Einn var fluttur á slysadeild eftir að bifreið var ekið á rafhlaupahjól á gatnamótum í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir miðnættið í gær. Stjórnendur beggja tækja eru taldir hafa verið undir áhrifum.
Álag á slökkviliðinu: „Allt vitlaust í bænum“
Varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að álagið vegna skemmtanahalds í miðborg Reykjavíkur í nótt hafi verið mjög mikið.
Morgunútvarpið
„Við megum ekki láta síðustu helgi blinda okkur“
Um síðustu helgi bárust fregnir af þónokkru hömluleysi í miðborg Reykjavíkur. Mikið var um samkvæmi, áfengisneyslu og ofbeldisverk. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sagði í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás tvö að síðasta helgi mætti ekki blinda okkur. Þetta sé ekki endilega það sem koma skal í skemmtistaðamenningu hér á landi.
Eldur í húsi við Haðarstíg í miðborg Reykjavíkur
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi við Haðarstíg í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Mikill eldur logaði þegar slökkviliðið bar að. Engan sakaði.
Segir öllum heimilt að aka um göngugötur eftir miðnætti
Borgarfulltrúi Miðflokksins segir fyrir liggja að opna megi svokallaðar sumargötur fyrir bílaumferð á miðnætti, en tímabundin ráðstöfun þeirra sem göngugatna rennur þá út.
Götusóparar, vatnsbílar og stampalosarar farnir af stað
Vorhreingerning er hafin á götum og gönguleiðum í Reykjavík. Hreinsunin hefst í apríl og nær til allra hverfa borgarinnar. Byrjað er á að sópa helstu stíga, og síðan safngötur og stofnbrautir í borginni. Því næst er húsagötur sópaðar og þvegnar.
Myndskeið
Hundrað rampar í miðborgina fyrir árslok
Styrkja á verslunar- og veitingahúsaeigendur í miðborg Reykjavíkur til þess að auðvelda þeim að koma upp rampi og þannig gera fólki í hjólastólum kleift að komast inn. „Þegar fólk reynir að komast inn en kemst ekki inn þá er það ótrúlega sárt. Sérstaklega ef þú ert kannski búinn að ákveða að hitti vini eða fjölskyldu og ert kannski búinn að vera spenntur allan daginn,“ segir forsprakki verkefnisins Römpum upp Reykjavík.
Myndskeið
Neitaði að mála yfir listaverk í strætóskýli
Rúmlega þrjátíu ára gamalt strætóskýli var flutt úr Vatnsmýrinni í portið við Prikið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Borgarstarfsmaður neitaði að mála yfir listaverk í skýlinu fyrir nokkrum árum, og bjargaði því þar með.
10.03.2021 - 19:34
Botnplata þykk og þung svo húsið lyftist ekki upp
Alls fara um 380 rúmmetrar af steypu og 46 tonn af járni í fyrsta áfanga botnplötu nýbyggingar Alþingis. Efnt var til samkeppni um hönnun hússins og það voru Arkitektar Studio Granda sem áttu verðlaunatillöguna sem kynnt var 17. desember 2016.
Myndskeið
Margir í miðbænum en enginn í jólagjafakaupum
Miðborg Reykjavíkur iðaði af lífi í dag og ljóst að hugsanir um kórónuveirufaraldurinn eru ekki lengur einvaldur. Margir kíktu í búðir eða að minnsta kosti í búðarglugga en hins vegar fór lítið fyrir því að fólk væri í jólagjafahugleiðingum. Það var algengara var að tilefnið væri heilsubótarganga.
21.11.2020 - 20:52
Kjörið að breyta skrifstofum í íbúðir
Guðjón Auðunsson forstjóri Reita segir að óbreyttu verða offramboð á skrifstofuhúsnæði í miðborg Reykjavíkur. Því gæti hluti lausnarinnar verið að breyta þeim í íbúðir.
21.11.2020 - 06:32
Þung viðurlög geta legið við því að krota á veggi
„Kostnaðurinn við að laga þetta er mikill en ég geri mér ekki grein fyrir hversu hár hann verður,“ segir Hlöðver Sigurðsson eigandi verslunarhæðar húss við Skólavörðustíg sem varð fyrir barðinu á aðsópsmiklum veggjakrotara um liðna helgi.
Niðurrif Skólavörðustígs 36 kært til lögreglu
Framkvæmdir við húsið Skólavörðustíg 36 hafa verið stöðvaðar og niðurrif þess kært til lögreglu. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík, Nikulás Úlfar Másson, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
Stöðva framkvæmdir á Skólavörðustíg
Reykjavíkurborg ætlar að stöðva niðurrifsframkvæmdir á Skólavörðustíg 36 þar sem ekki hafa fengist tilskilin leyfi til að rífa húsið. Þetta staðfestir byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Byggingafulltrúinn fundar ásamt lögfræðingum um næstu skref og viðbrögð við niðurrifi hússins.
10.09.2020 - 09:03
Myndskeið
Verndað hús rifið í leyfisleysi á Skólavörðustíg
Verndað hús á Skólavörðustíg 36 í Reykjavík var rifið í gær. Samkvæmt byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar lá ekki fyrir leyfi til að rífa húsið. Húsið var byggt árið 1922. Allar framkvæmdir, niðurrif eða flutningur húsa sem eru byggð fyrir 1925 eru umsagnarskyld samkvæmt Minjastofnun.
10.09.2020 - 07:10
Myndskeið
Íbúar ekki látnir vita af útitónleikaröð
Engar tilkynningar bárust íbúum um útitónleikaröð í miðborginni í sumar. Sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg segir það standa upp á tónleikahaldara að láta vita. Þó svo að borgin styrki og skipuleggi viðburði beri hún ekki ábyrgð á samráð sé haft við íbúa.
24.07.2020 - 19:16