Færslur: Miðborg

Sjónvarpsfrétt
154 þúsund fyrir fjögurra ára lokun
Lokun hluta Lækjargötu vegna hótelframkvæmda mun vara í fjögur ár áður en umferð kemst í eðlilegt horf á ný. Fyrir ómakið hefur borgin fengið í sinn hlut rúmlega 150 þúsund krónur.
08.12.2021 - 14:35
Hótaði starfsfólki með hnífi
Tvær tilkynningar um líkamsárás bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og þá hótaði maður starfsfólki vínveitingastaða í borginni með hnífi.
Myndskeið
Umferðin streymir um göngugötur
Töluverður misbrestur er á því að ökumenn virði skilti um göngugötur í miðborg Reykjavíkur og hefur lítið dregið úr umferð. Borgarfulltrúi segist hafa trú á að þetta séu byrjunarörðugleikar og að fólk þurfi tíma til að venjast þessum breytingum.
01.06.2020 - 19:22
Spegillinn
Miðborgin að rumska af sex vikna blundi
Miðborg Reykjavíkur er að rumska. Veðrið var ekki jafn gott og það hefur verið síðustu daga, en um hádegisbil var samt slæðingur af fólki á Laugaveginum. Vindurinn sópaði rykugar gangstéttirnar og á stöku stað mátti sjá bláan hanska, samankuðlaðan, eitt af merkjum tíðarandans. Vegfarendur drukku kaffi eða snæddu á veitingahúsum. Tónlist barst frá opnum verslunum. Starfsmenn borgarinnar hirtu sorp. Hárskerar tóku á móti kúnnum eftir langt hlé og söfn borgarinnar opnuðu dyr sínar á ný.
04.05.2020 - 18:30
Myndskeið
Nálæg hverfi narta í hæla miðborgarinnar
Miðborgin verður áfram dýrasta hverfi höfuðborgarsvæðisins þótt fasteignaverð í nálægum hverfum nálgist verðið þar. Þótt margar íbúðir í miðbænum standi auðar seljast þær á endanum, segir sérfræðingur í húsnæðismörkuðum.
Myndband
Segir borgina hafa staðið illa að framkvæmdum
Framkvæmdir borgarinnar í miðborg Reykjavíkur hafa verið illa skipulagðar, segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi. Þær hafi bitnað illa og harkalega á fyrirtækjum í miðborginni.
03.11.2019 - 13:41
Segir átta þúsund bílastæði verða í boði
Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að tæplega átta þúsund bílastæði verði í miðborg Reykjavíkur þegar bílastæðakjallari Hafnartorgs verður tilbúinn. Þar af verði tæplega 4.200 í bílastæðahúsum en tæplega 3.700 á yfirborði. 
31.10.2019 - 17:35
Miðborgarálagið hefur lækkað verulega
Mjög hefur dregið úr verðmun á nýjum seldum íbúðum í miðborg Reykjavíkur og öðrum hverfum höfuðborgarsvæðisins. Nýjar íbúðir í miðborginni eru umtalsvert minni en áður.
Myndskeið
Vatnsstígsreitur tekur stakkaskiptum
Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svokölluðum Vatnsstígsreit á mótum Laugavegar og Vatnsstígs í miðborg Reykjavíkur. Gömul hús víkja fyrir allt að 4.000 fermetra nýbyggingum og önnur fá andlitslyftingu. Gert er ráð fyrir allt að 56 hótelíbúðum.
Akstursstefnu Laugavegar snúið síðar í maí
Akstursstefnu á hluta Laugavegar verður breytt síðar í mánuðinum. Ökumönnum sem aka upp Klapparstíg verður beint til vinstri, austur Laugaveg, en ekki til hægri eins og verið hefur þegar breytingarnar verða gerðar síðar í mánuðinum. Breytingarnar eru gerðar til þess að draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar á Laugavegi og verður fyrirkomulagið svona til 1. október. Nokkrum götum í miðbæ Reykjavíkur verður breytt í göngugötur í dag.
01.05.2019 - 09:19
Viðtal
Ekkert pósthús lengur í Pósthússtræti
Tímamót urðu í Pósthússtræti í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar skellt var í lás á pósthúsinu í síðasta sinn. Pósthús hefur verið á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis í meira en öld, frá árinu 1916. Enn lengur hefur verið pósthús við götuna því að frá 1872 var pósthús í timburhúsi þar sem nú er Hótel Borg.
27.12.2018 - 19:40
Bílaumferð hleypt á Laugaveg á ný
Opnað verður fyrir bílaumferð um næstu mánaðamót um þær götur í miðborg Reykjavíkur sem hafa verið göngugötur í sumar. Borgarstjórn samþykkti á dögunum að fela umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar að gera tillögu að útfærslu Laugavegs og Bankastrætis sem göngugötur allt árið ásamt þeim götum í Kvosinni sem til greina koma sem göngugötur.
21.09.2018 - 22:29
Lögregla leitar vitna vegna slyss í miðbænum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ræða við fólkið sem er á myndunum með fréttinni vegna rannsóknar á slysi í miðbæ Reykjavíkur 30. júní síðastliðinn. Lögregla telur að svo geti verið að fólkið hafi orðið vitni að málsatvikum áður en slysið átti sér stað.
31.08.2018 - 11:22
Myndskeið
Hafnartorg breytir ásýnd miðbæjarins
Nýjar íbúðir við Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur gætu kostað meira en milljón á hvern fermetra. Steinar úr gamla hafnargarðinum, sem var friðaður, verða meðal annars notaðir í klæðningu fjölbýlishúsanna.
15.05.2018 - 23:11
Glerhýsi við gömul hús á Laugavegi
Verið er að leggja lokahönd á framkvæmdir við Laugaveg 4 til 6 í miðborg Reykjavíkur. Skiptar skoðanir voru meðal vegfarenda um nýtt glerhýsi þar. 
08.07.2017 - 23:40
Vekja athygli í fötum úr rusli
Tvíeykið Rusl vakti töluverða athygli vegfarenda í miðborg Reykjavíkur í dag. Guðbrandur Loki Rúnarsson og Róbert Risto Hlynsson gengu um miðbæinn í fötum sem þeir bjuggu til úr rusli.
07.07.2017 - 19:39
Farþegabílar bannaðir í miðborginni
Bílum sem taka fleiri en átta farþega og sérútbúnum fjallabílum verður bannað að aka um Þingholtin, Kvosina og gamla Vesturbæinn.
05.05.2017 - 11:58
Rótgrónar sérverslanir kveðja miðborgina
Storkurinn, Litir og föndur og Vísir. Þessar sérverslanir og fleiri til eru farnar eða á förum úr miðborginni. Verslunareigendur hafa sumir hverjir áhyggjur af aukinni einhæfni í verslunarflórunni í miðbænum, síhækkandi húsnæðisverð og minni ásókn Íslendinga geri það að verkum að þar þrífist ekkert lengur nema minjagripabúðir, veitingastaðir og hótel. Aðrir eru jákvæðir og telja að jafnvægi eigi eftir að komast á með tíð og tíma.
29.04.2016 - 20:01