Færslur: Mið- og Suðurameríka

Viðtal
Milljónir hafa bæst í hóp fátækra í Kólumbíu
Í Kólumbíu eru efnahagslegar afleiðingar faraldursins miklar, og þeim sem lifa undir fátæktarmörkum hefur fjölgað um sjö milljónir. Að sögn kólumbísks stjórnmálafræðings er það ein af ástæðunum fyrir mótmælum þar síðustu átta daga, sem talið er að hafi leitt til dauða um þrjátíu manns. Kólumbíumenn á Íslandi komu saman á Austurvelli í dag, meðal annars til að minnast þeirra sem hafa látist í mótmælunum.
06.05.2021 - 20:55
myndskeið
Stökkbreytt afbrigði breiðist hratt út í Brasilíu
Mikil neyð ríkir í Brasilíu þar sem stökkbreytt afbrigði af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 breiðist hratt út. Spítalar eru yfirfullir og súrefniskútar á þrotum. 
15.01.2021 - 19:32
Forseti Perú verður ekki sviptur embætti
Þing Perú hefur komist að þeirri niðurstöðu að Martin Vizcarra forseti landsins verður ekki sviptur embætti.
19.09.2020 - 03:22