Færslur: Mick Jagger

Mick Jagger með COVID - tónleikum frestað
Tónleikum hljómsveitarinnar Rolling Stones, sem áttu að fara fram í Amsterdam í gærkvöld, var aflýst á síðustu stundu þegar söngvari hljómsveitarinnar, Mick Jagger, greindist með COVID-19.
14.06.2022 - 10:46
Heimskviður
Um hvað og hverja er sungið í American Pie?
Lagið American Pie eftir Don McLean varð 50 ára á dögunum. Lagið er langt, meira en átta mínútur. Textinn hefur valdið mörgum vangaveltum í áratugi. Höfundurinn, Don McLean, hefur verið spar á ítarlegar útskýringar á við hvað og hverja er átt í textanum. Hann elskar lagið sitt samt jafn heitt og hann gerði þegar hann samdi það fyrir hálfri öld og ætlar í tónleikaferðalag á næsta ári til að fagna tímamótunum.
09.11.2021 - 07:30
Jagger kveður kófið með hressilegum rokkslagara
Mick Jagger hlakkar mikið til að losna úr viðjum heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Svo mikið, að hann samdi um það kraftmikinn og hressilegan rokkslagara og fékk Dave Grohl, forsprakka Foo Fighters, til að flytja hann með sér. Lagið heitir Eazy Sleazy og fjallar um lífið á tímum COVID-19 og þeirra margvíslegu takmarkana sem sjúkdómurinn hefur sett tilverunni, en þó enn frekar um allt það góða sem bíður okkar handan við hornið og bólusetninguna.
14.04.2021 - 04:23
Lög af hljómplötum og allskonar
Það er gamall og góður siður að byrja útvarpsþætti á orðunum; það verður víða komið við í þessum þætti og stundum er þetta bara alveg satt, eins og t.d. í Rokklandi dagsins.
12.04.2019 - 15:17
Sir Mick leggst undir hnífinn
Aðdáendum rokksveitarinnar The Rolling Stones brá í brún á dögunum þegar tilkynnt var að vor- og sumartónleikum hennar í Vesturheimi hefði verið aflýst vegna veikinda söngvarans, Sir Micks Jaggers. Í fyrstu var ekkert látið uppi um veikindin, en síðan spurðist út að hann þyrfti að fara í hjartaaðgerð. Hann leggst undir hnífinn í New York í þessari viku.
02.04.2019 - 18:00
Glen Campbell 1936-2017 og nýir ávextir
Gítarleikarinn, söngvarinn, lagahöfundurinn og silkibarkinn Glen Campbell lést 81 árs að aldri fyrir rúmri viku eftir glímu við Alzheimer´s.
13.08.2017 - 10:50

Mest lesið