Færslur: Michigan

Fyrrverandi ríkisstjóri í Michigan ákærður
Rick Snyder, fyrrverandi ríkisstjóri í Michigan í Bandaríkjunum, hefur verið ákærður fyrir vanrækslu í tengslum við mengun í neysluvatni í borginni Flint árið 2014, sem leiddi til að tólf létust og tugir veiktust alvarlega. Howard Croft, fyrrverandi yfirmaður opinberrar þjónustu í Flint, er einnig ákærður fyrir sömu sakir. 
14.01.2021 - 11:54
Þingmenn Repúblikana virða niðurstöðurnar í Michigan
„Við höfum ekki fengið neinar þær upplýsingar sem breyta niðurstöðum forsetakosninganna í Michigan,“ segja tveir þingmenn Repúblikaflokksins á ríkisþingi Michigan.
Þúsundir í vanda eftir að stíflugarðar brustu
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Midland-sýslu í Michiganríki í Bandaríkjunum eftir að tveir stíflugarðar brustu þar eftir mikla úrkomu.  Um 10.000 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín.
20.05.2020 - 08:37