Færslur: michelle ballarin

Ballarin neitar að borga 40 milljónir
Michele Ballarin, sem keypti þrotabú WOW-air, neitar að greiða fjörutíu milljón króna reikning sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vetur að hún ætti að greiða. Dómur á Íslandi hafi enga þýðingu í Bandaríkjunum.
21.06.2021 - 19:02
Auðmjúk og stolt með eftirspurnina, segir Bogi Nils
Hluthöfum í Icelandair Group fjölgar um sjö þúsund eftir hlutafjárútboðið sem lauk í gær. Listi yfir 20 stærstu hluthafa verður birtur þegar hlutabréfin verða skráð. Stærsti hluthafinn, Lífeyrissjóður verslunarmanna, tók ekki þátt. Sjö milljarða skráningu Michelle Ballarin var hafnað því ekki voru tryggingar fyrir greiðslu. 
Segir að Ballarin vilji ekki tjalda til einnar nætur
Michelle Ballarin skráði sig fyrir allt að sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði Icelandair sem lauk í dag. Talsmaður hennar segir að hún vilji hafa áhrif á rekstur félagsins og ætli sér ekki að tjalda til einnar nætur. Þátttaka lífeyrissjóða í útboðinu var góð.
17.09.2020 - 19:25
Ballarin komin aftur til Íslands
Unnið er að því að koma nýju WOW air í loftið innan nokkurra vikna og verður áherslan í fyrstu á fraktflutninga milli Keflavíkur og Washington. Stofnandinn, Michelle Ballarin, er stödd hér á landi í þeim tilgangi að vinna að framgangi hins nýja flugfélags.