Færslur: Michel Platini

Platini leystur úr haldi
Michel Platini, fyrrverandi forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, var leystur úr haldi seint í gærkvöld. AFP fréttastofan hefur eftir lögmanni hans, William Bourdon, að hann væri ekki lengur í haldi laust fyrir klukkan eitt í nótt að staðartíma, eða rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld að íslenskum tíma. Bourdon segir málið vera storm í vatnsglasi.
19.06.2019 - 05:52
Myndskeið
Handtökur vegna HM í Katar
Michel Platini, fyrrverandi forseti Knattspyrnusambands Evrópu var handtekinn í París í dag. Handtakan tengist rannsókn franskra yfirvalda á meintri spillingu við þá ákvörðun að halda heimsmeistaramót karla í knattspyrnu í Katar árið 2022.
18.06.2019 - 19:20