Færslur: Menntaskólinn á Ísafirði

Versló komst í undanúrslit Gettu betur
Lið Verzlunarskóla Íslands lagði lið Menntaskólans á Ísafirði að velli í lokaviðureign átta liða úrslitanna í Gettu betur í kvöld. Lið Verzlunarskólans vann sér inn 32 stig gegn 25 stigum Ísfirðinga.
Annað skipti í sögunni í 8-liða úrslitum
Menntaskólinn á Ísafirði er í annað skipti í sögu skólans kominn í 8-liða úrslit Gettu betur, þar voru þau síðast árið 2016. Í kvöld mætir skólinn Verzlunarskóla Íslands.
Mynd með færslu
Línurnar skýrast í Gettu betur
Í kvöld klukkan 19:45 fer fram síðasta viðureignin í 8-liða úrslitum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Skólarnir sem eigast við eru Menntaskólinn á Ísafirði og Verzlunarskóli Íslands. Að viðureigninni lokinni verður dregið í undanúrslit keppninnar.
Svona er lífið í Menntaskólanum á Ísafirði
Síðasta viðureignin í 8-liða úrslitum Gettu betur fer fram á föstudag þegar Menntaskólinn á Ísafirði mætir Verzlunarskóla Íslands. Þetta eru því síðustu skólarnir sem við fáum að kynnast þennan veturinn og byrjum þessa vikuna á MÍ.