Færslur: Menntasjóður námsmanna

Hafa ekki rætt undanþágur fyrir aðra en bakverði
Ekki hefur verið rætt hvort til standi að koma til móts við aðra námsmenn sem starfa innan heilbrigðis- og velferðarkerfisins með sama hætti og þá sem starfa sem bakverðir. Þetta segir Lárus Sigurður Lárusson, stjórnarformaður Menntasjóðs námsmanna, í samtali við fréttastofu. Með fyrirhuguðum breytingum á úthlutunarreglum sjóðsins koma tekjur bakvarða ekki til skerðingar á námslánum.
Endurskoða námslán bakvarðarins
Mál konu sem fékk skert námslán vegna vinnu í bakvarðasveit heilbrigðiskerfisins verður tekið aftur til umfjöllunar hjá Menntasjóði námsmanna. Menntamálaráðherra er vongóð um að lausn finnist á málinu, þannig að vinna við bakvarðasveitina skerði ekki lán nemenda.   
Spegillinn
Námsmöguleikar kynntir nærri 10 þúsund atvinnuleitendum
Þessa dagana er verið að senda kynningarefni til nærri 10 þúsund manns sem hafa verið atvinnulausir lengur en í sex mánuði um möguleika á að stunda nám í framhalds- eða háskólum í eina önn á fullum atvinnuleysisbótum. Úrræðið Nám er tækifæri nær þó aðeins til 3000 skólaplássa.
Hækka frítekjumark nema sem koma af vinnumarkaði
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að heimila hækkun frítekjumarks lánþega sem koma af vinnumarkaði til þess að hefja nám á skólaárinu 2020-2021. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Hækkunin er liður í að koma til móts við námsmenn sem koma af vinnumarkaði vegna sérstakra aðstæðna á árinu.
23.07.2020 - 20:06
Menntasjóður þjónar ekki hlutverki sínu
Stúdentaráð Háskóla Íslands segir afgreiðslu frumvarps um Menntasjóð námsmanna litast af fljótfærni og að sjóðurinn þjóni ekki hlutverki sínu sem „félagslegt jöfnunartæki“ eins og honum er ætlað.
Lög um Menntasjóð námsmanna samþykkt
Nýtt lánasjóðskerfi var samþykkt á Alþingi í dag. Menntasjóður námsmanna kemur í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna.