Færslur: Menntasjóður námsmanna

Framfærsla námsmanna hækkar um 18 prósent
Grunnframfærsla námsanna verður hækkuð um 18 prósent fyrir næsta skólaár, 2022-2023. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur samþykkt þetta. 
4,5 milljónir í málskostnað vegna milljón króna kröfu
Ríflega tuttugu erfingjar konu sem var skráð ábyrgðarmaður fyrir námsláni hjá Menntasjóði námsmanna, áður Lánasjóði íslenskra námslána, voru sýknaðir af kröfu sjóðsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Samkomulag við Breta eykur líkur námsmanna á styrkjum
Samkomulag sem utanríkisráðherra gerði við bresk stjórnvöld í sumar eykur möguleika íslenskra námsmanna á að fá styrki til náms þar í landi. Íslenskir háskólanemar í Bretlandi segja stöðu sína þunga vegna hárra skólagjalda.
Þurfa að greiða tvo greiðsluseðla frá LÍN í einu
Margir sem tóku námslán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, sem nú heitir Menntasjóður, furða sig á því hvers vegna tveir greiðsluseðlar hafa birst í heimabankanum sem greiða þarf í byrjun september. Samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum er ástæðan sú að eindagi er núna aðeins nokkrum dögum á eftir gjalddaga en ekki heilum mánuði eins og verið hefur síðastliðið eitt og hálft ár.
Ábyrgð snýr eingöngu að vanskilahluta námslána
Ábyrgðarmenn á námslánum bera aðeins ábyrgð á þeim hluta lána sem var í vanskilum við gildistöku laga um Menntasjóð námsmanna. Þetta er niðurstaða í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 
SÍNE harmar að skólagjaldalán verði ekki hækkuð
Stjórn Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) lýsir vonbrigðum yfir því að hámark skólagjaldalána námsmanna verði ekki hækkað með nýjum úthlutunarreglum Menntasjóðs námsmanna fyrir árin 2021 til 2022.
Fylgir hjartanu og hjálpar til
Menntasjóður námsmanna og Háskólinn í Reykjavík hafa breytt reglum til að koma til móts við námsmenn í bakvarðasveitinni. Sjúkraliði, sem neyddist til að hætta sem bakvörður vegna skertra námslána, hefur nú snúið aftur á Landspítalann. 
Hafa ekki rætt undanþágur fyrir aðra en bakverði
Ekki hefur verið rætt hvort til standi að koma til móts við aðra námsmenn sem starfa innan heilbrigðis- og velferðarkerfisins með sama hætti og þá sem starfa sem bakverðir. Þetta segir Lárus Sigurður Lárusson, stjórnarformaður Menntasjóðs námsmanna, í samtali við fréttastofu. Með fyrirhuguðum breytingum á úthlutunarreglum sjóðsins koma tekjur bakvarða ekki til skerðingar á námslánum.
Endurskoða námslán bakvarðarins
Mál konu sem fékk skert námslán vegna vinnu í bakvarðasveit heilbrigðiskerfisins verður tekið aftur til umfjöllunar hjá Menntasjóði námsmanna. Menntamálaráðherra er vongóð um að lausn finnist á málinu, þannig að vinna við bakvarðasveitina skerði ekki lán nemenda.   
Spegillinn
Námsmöguleikar kynntir nærri 10 þúsund atvinnuleitendum
Þessa dagana er verið að senda kynningarefni til nærri 10 þúsund manns sem hafa verið atvinnulausir lengur en í sex mánuði um möguleika á að stunda nám í framhalds- eða háskólum í eina önn á fullum atvinnuleysisbótum. Úrræðið Nám er tækifæri nær þó aðeins til 3000 skólaplássa.
Hækka frítekjumark nema sem koma af vinnumarkaði
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að heimila hækkun frítekjumarks lánþega sem koma af vinnumarkaði til þess að hefja nám á skólaárinu 2020-2021. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Hækkunin er liður í að koma til móts við námsmenn sem koma af vinnumarkaði vegna sérstakra aðstæðna á árinu.
23.07.2020 - 20:06
Menntasjóður þjónar ekki hlutverki sínu
Stúdentaráð Háskóla Íslands segir afgreiðslu frumvarps um Menntasjóð námsmanna litast af fljótfærni og að sjóðurinn þjóni ekki hlutverki sínu sem „félagslegt jöfnunartæki“ eins og honum er ætlað.
Lög um Menntasjóð námsmanna samþykkt
Nýtt lánasjóðskerfi var samþykkt á Alþingi í dag. Menntasjóður námsmanna kemur í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna.