Færslur: Menntamálastofnun

Vatnaskil með tilkomu nýs matsferils
Vatnaskil verða í sögu íslenskra grunnskóla þegar nýtt samræmt matskerfi verður tekið í notkun, að sögn formanns Félags grunnskólakennara. Samræmd könnunarpróf verða ekki lögð fyrir í grunnskólum á næsta og þar næsta skólaári
06.09.2022 - 12:30
Engin samræmd próf á næstunni og matsferill í þróun
Engin samræmd próf verða lögð fyrir í grunnskólum á næsta eða þar næsta ári, samkvæmt lagabreytingu sem samþykkt var á Alþingi í sumar. Unnið er að þróun á svokölluðum matsferli sem á að koma í staðinn fyrir samræmdu prófin.
Fjórtán vilja stýra Menntamálastofnun
Fjórtán umsóknir bárust Mennta- og barnamálaráðuneytinu um embætti forstjóra Menntamálastofnunar. Umsóknarfrestur rann út 8. ágúst. Skipað verður í embættið til fimm ára.
Lilja: Málefni Menntamálastofnunar í algjörum forgangi
Tilviljanakennd stjórnun og skaðlegur starfsandi ríkir á Menntamálastofnun og það ógnar öryggi og heilsu starfsfólks sem ber lítið traust til stjórnenda. Helmingur starfsfólksins hefur ýmist upplifað eða orðið fyrir einelti, kynferðislegri áreitni eða kynbundnu ofbeldi á vinnustaðnum. Menntamálaráðherra segir að málið sé í algjörum forgangi innan ráðuneytisins.
Kolsvört skýrsla um stjórnarhætti á Menntamálastofnun
Allir áhættuþættir sem snerta stjórnun Menntamálastofnunar eru merktir rauðir í áhættumati sem unnið var fyrir menntamálaráðuneytið, sem er til marks um alvarleg vandamál sem krefjast skjótra viðbragða. Alvarleg veikindi í hópi starfsfólks eru rakin til óstjórnar forstjórans, sem meirihluti starfsfólksins vantreystir. Þetta kemur fram í skýrslu mannauðsfyrirtækisins Auðnast, sem vann áhættumatið. Fréttablaðið greinir frá.
Þroskahamlaðir njóta ekki jafnra tækifæra til menntunar
Um fimmtíu nemendur með þroskahömlun komast í framhaldsnám á hverju ári. Séu nemendurnir fleiri komast þeir ekki að og þeirra bíður að gera ekki neitt.
Lýsa vantrausti og einelti innan Menntamálastofnunar
Niðurstöður könnunar sem gerð var í vor á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins sýnir að þrettán prósent af starfsfólki Menntamálastofnunar segist hafa orðið fyrir einelti í starfi undanfarið ár og fjórðungur kveðst hafa orðið vitni að slíku.
Valkvæð könnunarpróf hefjast í dag
Fyrirlagning valkvæðra könnunarprófa nemenda í níunda bekk grunnskóla hefst í dag, 17. mars og stendur til 30. apríl næstkomandi. Rafræn könnunarpróf hafa verið lögð fyrir nemendur í 4., 7. og 9. bekkjum allt frá árinu 2016 en af því verður ekki þetta árið.
Myndskeið
Annaðhvort nýtt kerfi eða pappírspróf
Forstjóri Menntamálastofnunar segir að rafrænt prófakerfi fyrir samræmd próf sé nú fullreynt og að það verði ekki notað framar. Fáist ekki nýtt kerfi verði prófin lögð fyrir á pappír. Undanfarin ár hefur stofnunin ítrekað bent menntamálaráðuneytinu á að kerfið sé úrelt og óhentugt, kominn sé tími til að fé sé lagt í innviði menntunar.
Nýtt kerfi fyrir samræmdu prófin nauðsynlegt
Forstjóri Menntamálastofnunar segir nýtt prófakerfi fyrir rafræn samræmd próf nauðsynlegt. Með núverandi kerfi náist ekki að uppfylla þau viðmið sem kveðið er á um í Aðalnámskrá grunnskóla.
Ekki hægt að bjóða krökkunum upp á þetta
Það voru allir að detta út, segja nemendur í níunda bekk sem lentu í því í samræmdu prófi í íslensku í gær að prófakerfið hrundi. Umboðsmaður barna segir ekki hægt að bjóða börnum upp á þessar aðstæður. Forstjóri Menntamálastofnunar segir að stofnunin hafi ítrekað bent menntamálayfirvöldum á að prófakerfið anni ekki þessu verkefni og hefur sent menntamálaráðherra tólf minnisblöð undanfarin ár þar sem knúið er á um breytingar.
Samræmdum könnunarprófum frestað fram í næstu viku
Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir að taka þurfi af allan vafa um að rafrænt prófakerfi við samræmd próf standist álag. Því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta prófum í stærðfræði og ensku sem átti að halda á morgun og miðvikudag.
08.03.2021 - 16:12
Vandræði í morgun við rafrænt samræmt íslenskupróf
Hluti þeirra níundabekkjarnemenda sem áttu að þreyta rafrænt samræmt íslenskupróf í morgun lenti í vandræðum með að tengjast prófakerfinu eða missti ítrekað samband við það. Menntamálastofnun vinnur nú að greiningu vandans og metur í kjölfarið til hvaða bragðs verður tekið varðandi framhald samræmdra prófa.
08.03.2021 - 11:45
Telur nauðsynlegt að útbúa rafrænt námsefni á íslensku
Stjórnvöld ættu að þróa kennsluforrit á íslensku vilji þau halda í tungumálið. Þetta er skoðun læsisfræðings sem segir að kennarar hafi áhyggjur af íslenskukunnáttu ungmenna.
03.10.2020 - 12:43
Nemendur í sóttkví taka samræmd próf síðar
Grunnskólanemendum sem eru í sóttkví og geta því ekki tekið samræmd próf í næstu viku verður boðið að taka prófin síðar. Þetta segir Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs hjá Menntamálastofnun, í samtali við fréttastofu.
19.09.2020 - 18:16
Jákvætt að fresta PISA-könnuninni um eitt ár
Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunnar segir að það sé jákvætt að Pisa-prófinu hafi verið frestað. Æskilegt sé að hafa meiri tíma á milli heldur en þrjú ár og fjögur ár henti betur. Meiri tími gefist til að vinna úr gögnum.
22.07.2020 - 12:26
PISA-könnuninni frestað vegna COVID
PISA-könnuninni, sem leggja átti fyrir 15 ára nemendur víða um heim á næsta vori hefur nú verið frestað um ár, til vorsins 2022. Það er gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta þýðir að þeir nemendur sem hefja nám í 10. bekk hér á landi í haust munu ekki taka þátt í könnuninni eins og gert hafði verið ráð fyrir. Það munu aftur á móti þeir skólafélagar þeirra gera sem eru árinu yngri.
Greindarpróf munaðarlaus í kerfinu frá 2015
Þegar ekki er hægt að greina börnin rétt getur það bitnað á þjónustunni sem þau fá. Þetta segir formaður Sálfræðingafélags Íslands. Próf sem íslenskir sálfræðingar nota til þess að meta greind og þroska barna eru úrelt. Frá því Námsmatsstofnun var lögð niður og Menntamálastofnun stofnuð hefur engin stofnun haft umsjón með því að þýða og staðfæra prófin. Erlent fyrirtæki sem er með einkarétt á prófunum hefur tilkynnt að ekki sé lengur heimilt að dreifa þeim.
Þau fara yfir mistökin við samræmdu prófin
Menntamálastofnun hefur ráðið þrjá óháða sérfræðinga til að fara yfir ferlið við fyrirlögn samræmdra könnunarprófa og leitað ráða hjá fyrrverandi forstöðumanni. Námsmatsstofnunar
14.03.2018 - 11:00
Ráðuneyti harmar framkvæmd samræmdra prófa
Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.
Samræmd próf ganga samkvæmt áætlun
Nemendur í 9. bekkjum grunnskóla landsins taka í dag samræmd próf í stærðfræði. Á vef Menntamálastofnunar segir að allt gangi samkvæmt áætlun. Klukkan 9 voru um 3.000 nemendur að taka prófið.
08.03.2018 - 09:34
Samræmd próf halda áfram í dag
Samræmd könnunarpróf í stærðfræði verða í dag lögð fyrir alla níundu bekkinga landsins, alls rúmlega fjögur þúsund nemendur. Menntamálastofnun telur að tekist hafi að fyrirbyggja að samskonar vandamál komi upp í dag og gerðist í íslenskuprófinu í gær. Þá komu upp tæknileg vandamál sem gerðu það að verkum að nemendur gátu ekki tekið prófið og senda varð stóran hluta nemenda heim.
08.03.2018 - 06:12
Telur samræmd próf draga úr áhuga á íslensku
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, telur að niðurstaða samræmdra prófa í íslensku segi ekkert um málnotkun og málkunnáttu nemenda. Hins vegar séu þau sérlega vel til þess fallin að draga úr áhuga þeirra á móðurmálinu. Þetta segir hann í færslu á Facebook-síðu sinni.
07.03.2018 - 16:48
Skólastjóri telur samræmda prófið ómarktækt
Skólastjóri telur að samræmd próf níunda bekkjar í íslensku séu ómarktæk. Prófin eru rafræn og til stóð að nemendur í níunda bekk á öllu landinu myndu taka prófið í morgun. Aðeins hluta nemendanna tókst að ljúka prófunum, sumum við erfiðar aðstæður.
07.03.2018 - 16:20
Skoða hvort aðstæður í prófi voru viðunandi
Nemendur sem ekki gátu lokið við samræmd próf í íslensku í morgun fá að taka prófið á næstunni. Hluti nemenda gat lokið við prófið en sums staðar við erfiðar aðstæður vegna tæknilegra vandamála á meðan þau voru að taka prófið. Þegar leið á morguninn var prófinu frestað um óákveðinn tíma.
07.03.2018 - 14:20