Færslur: menningarefni

Myndskeið
RIFF verður á netinu: „Fólk þarf afþreyingu“
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stefnir að því að ná til enn fleiri landsmanna en áður, þrátt fyrir COVID-19, með því að færa hátíðina að stóru leyti á netið. Stjórnandi hátíðarinnar segir afþreyingu sjaldan hafa verið mikilvægari.
Færeyska glæpaþáttaröðin TROM fær fé frá landsstjórn
Líkur hafa á ný aukist á að færeyska glæpaþáttaröðin TROM verði kvikmynduð í Færeyjum. Landsstjórnin hefur haldið að sér höndum um fjármögnun þannig að um tíma leit út fyrir að upptökur yrðu á Íslandi í staðinn.
Ekki enn útilokað að kvikmynda Trom í Færeyjum
Helgi Abrahamsen, umhverfis-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Færeyja segist nú vera áfram um að sjónvarpsþáttaröðin Trom verði kvikmynduð þar í landi.
Góða Ólavsvøku!
Færeyingar gera ráð fyrir að halda þjóðhátíð sína, Ólafsvöku, með næstum vanalegu sniði 28. og 29. júlí. Hátíðin er haldin á dánardægri Ólafs helga Haraldssonar Noregskonungs sem sameinaði Noreg snemma á 11. öld.
28.06.2020 - 23:15
Hvítir hætta að túlka þeldökka
Kvikmyndaframleiðandinn Fox sem stendur að framleiðslu þáttanna um Simspon fjölskylduna og Family Guy mun héðan í frá ekki fá hvíta leikara til að tala fyrir persónur af öðrum uppruna.
27.06.2020 - 04:26
Spegillinn
Frá Guantanamo til Hollywood
Mohamedou Slahi var ranglega vistaður í Guantanamo í meira en 14 ár. Nú er verið að gera kvikmynd í Hollywood, með stórleikurunum Benedict Cumberbatch og Jodie Foster í aðalhlutverkum, um manninn sem segist hafa fyrirgefið kvölurum sínum.
13.06.2020 - 08:22
Spegillinn
COVID-19 og stéttaskipting í Brasilíu
Stéttaskipting og félagslegt misrétti eru meðal ástæðna þess að Brasilía hefur farið mjög illa út úr kórónuveirufaraldrinum. Sægur vinnukvenna ferðast daglega á milli hverfa fátæklinga og hinna betur stæðra. Stéttaskipting og félagslegt misrétti eru meðal ástæðna þess að Brasilía hefur farið mjög illa út úr kórónuveirufaraldrinum. Sægur vinnukvenna ferðast daglega á milli hverfa fátæklinga og hinna betur stæðra. Nú hafa 618 þúsund greinst smitaðir í Brasilíu og 34 þúsund er skráðir látnir.
05.06.2020 - 16:30
Spegillinn
Drykkjuskapur og COVID á Paradísareyjum
Drykkjuskapur og kórónuveirufaraldurinn hafa lagt efnahag eyríkisins Saó Tóme og Prinsípe í rúst. Börnin drekka meira brennivín en mjólk, að því er segir í nýrri rannsókn en konan sem gerði rannsóknina er hötuð fyrir vikið. Eyjaskeggjar telja að rannsóknin skaði ímynd eyjarinnar sem ferðamannaparadísar.
24.05.2020 - 08:38
Spegillinn
Hrísgrjónaréttur gegn Covid-19
Þegar plágan herjaði á Yogyakarta á Jövu í Indónesíu segir þjóðsagan að soldáninn hafi fyrirskipað þegnum sínum að elda sayur lodeh og halda sig heima í 49 daga. Það virkaði þá og hefur oft virkað síðan. Enn á ný hefur verið gripið til þessa ráðs í COVID-faraldrinum, að fyrirskipan sóldánsins sem enn ræður ríkjum í Yogyakarta.
19.05.2020 - 14:08
Verkefni Baltasars með Mark Wahlberg slegið á frest
Verkefni Baltasar Kormáks og Marks Wahlbergs um vináttu sænsks ævintýramanns og hunds hefur verið frestað um óákvæðin tíma. Baltasar átti að fljúga til Púertó Ríkó til að skoða tökustaði fyrir myndina en hætt var við það vegna kórónuveirufaraldursins. Þá þurfti einnig að hætta tökum á nýrri þáttaröð sem leikstjórinn er að gera streymisveituna Netflix og nefnast Katla.
06.04.2020 - 16:08
Landinn
Brúðuleikhús sem er bannað börnum
„Brúður geta oft túlkað hugmyndir, hugsanir og tilfinningar sem leikarar geta ekki. Með þeim er heimurinn eiginlega takmarkalaus,“ segir Greata Clough, brúðulistakona og eigandi Handbendis brúðuleikhúss á Hvammstanga. Um síðustu helgi frumsýndi Greta nýjasta verkið sitt, Sæhjarta í Tjarnarbíói. Greta er vön að vinna sýningar fyrir börn en þessi sýning er öðruvísi og meira að segja bönnuð börnum yngri en 16 ára.
23.02.2020 - 09:00
Myndskeið
Hildur um sigurinn: Þetta var býsna brjálað augnablik
Hildur Guðnadóttir, sem hlaut Óskarsverðlaunin í nótt fyrir tónlistina við Joker, sagði það hafa verið brjálað augnablik þegar hún stóð uppi á sviðinu og sá að hún fékk standandi lófaklapp frá goðsögnum í þessum geira, mönnum eins og John Wiliams. Þegar hún hafi séð þetta hafi þetta orðið hálf yfirþyrmandi. „Alla leiðina upp á sviðið þá hugsaði ég; ég get þetta, ég get þetta.“
Menntamálaráðherra sendir Hildi hamingjuóskir
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sendi Hildi Guðnadóttur hamingjuóskir á Facebook-síðu sinni í nótt. "Hildur er frábær fyrirmynd fyrir alla ungu Íslendingana sem dreymir um að ná langt á sínu sviði. Til hamingju enn og aftur kæra Hildur og takk fyrir tónlistina," skrifar ráðherrann meðal annars.
10.02.2020 - 04:32
Fréttaskýring
Matargerðarlist lítið breyst í 4000 ár
Alþjóðlegur rannsóknarhópur fræðimanna með viðamikla þekkingu á fleygrúnum, efnafræði matvæla og matvælasögu, hefur unnið að endurgerð elstu mataruppskrifta veraldar. Matargerðarlistin hefur ekki breyst svo mikið í fjögur þúsund ár.
17.11.2019 - 15:25
Myndskeið
Sjóðheitur kvæðalestur í Vesturbæjarlaug
Kvæðamannafélagið Iðunn og Vesturbæjarlaug fögnuðu degi íslenskrar tungu með kvæðastund í heitum potti í Vesturbæjarlaug í morgun. Sundlaugargestir voru hvattir til að smeygja sér ofan í þéttsetinn miðjupottinn og skiptast þar á kvæðum og spjalla um hefðina. 
16.11.2019 - 13:50
Konungshöllin fyrir almenning
Sex hæðir verða byggðar ofan á Buckingham höll í Lundúnum sem verður heimili fyrir fimmtíu þúsund manns. Þetta er ein tíu tillagna sem þóttu skara fram úr í hönnunarsamkeppni hins þýska Der Spiegel og Bauhaus. Markmið tillögunnar er að skapa höll fyrir almenning á viðráðanlegu verði með nýstárlegum og hugmyndaríkum hætti.
06.10.2019 - 09:25
Þegar tungumálið var fullkomið
Áhyggjur fólks af hnignun tungumála hafa verið kallaðar gullaldartregi. Líklega er elsta varðveitta íslenska dæmið um gullaldartrega í þremur dróttkvæðum vísum frá 13. öld. Ónafngreint skáld reynir að kenna samtíðarfólki sínu að halda tveimur hljóðum aðgreindum - hljóðum sem runnu saman í það sem í nútímamáli er borið fram æ.
19.09.2019 - 10:24
Viðtal
Bíóást: Feðgarnir báðir í hlutverki Jesú
„Ég lék sjálfur Jesú í uppfærslu Borgarleikhússins á Jesus Christ Superstar árið 1995. Það hlutverk hafði alls engin áhrif á mig,“ grínast Pétur „Jesús“ Örn Guðmundsson tónlistarmaður. Kvikmyndin verður sýnd í Bíóást á föstudaginn langa.
19.04.2019 - 10:00
Bíóást: Hittir mann beint í hjartastað
Kvikmyndin Secrets & Lies er í miklu uppáhaldi hjá Magnúsi Karli Magnússyni prófessor. „Ég sá hana veturinn '96-'97 og varð alveg hugfanginn eins og held ég margir sem hafa séð mynd eftir þennan snilldar leikstjóra.“
12.04.2019 - 10:08
Þau eru í dómnefnd Söngvakeppninnar
Dómnefnd úrslitakeppni Söngvakeppninnar er skipuð tíu manns víðsvegar að úr Evrópu. Kosningin verður í tveimur hlutum eins og undanfarin ár. Dómnefndin hefur helmings vægi á móti símakosningu almennings í fyrri kosningu kvöldsins.
02.03.2019 - 15:24
Hægt að horfa á keppnina á netinu erlendis frá
Bein útsending verður úr Laugardalshöll í kvöld þar sem valið stendur milli fimm laga sem keppa um að verða framlag Íslands Eurovision. Þeir sem ekki fylgjast með í salnum geta horft á keppnina í sjónvarpinu eða á vef RÚV, hvaðan sem er í heiminum, enda njóta undankeppnir þjóða mikilla vinsælda hjá unnendum söngvakeppninnar víða um heim.
02.03.2019 - 14:47
Fómó – útundanótti á tímum samfélagsmiðla
„Fómó“ er tiltölulega nýtt hugtak sem hefur ratað inn í orðaforða ungs fólks á Íslandi. Orðið er komið frá skammstöfun á enska orðasambandinu „fear of missing out“, og lýsir útundanótta, kvíða sem fólk upplifir þegar það ímyndar sér að það sé að missa af einhverju mikilvægu sem á sér stað annars staðar.
24.08.2018 - 10:43
Vinnur með húmor í verkunum
Myndlistarkonan Edda Mac sýndi portrett af fólki úr Félagi áhugamanna um árshátíðir á Barnamenningarhátið.
Grunar að Ari Eldjárn nái langt
Atli Fannar fór yfir fréttir vikunnar, í Vikunni með Gísla Marteini í kvöld.
06.04.2018 - 23:00
Bóklestur barna á uppleið
„Við þurfum að gefa út miklu meira af lesefni fyrir börn,“segir Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og fræðimaður, í tilefni af áhyggjum sem margir hafa af dvínandi lestri barna og versnandi stöðu íslenskunnar og bókarinnar. Hún bendir á að nú séu á lofti vísbendingar um að breyting sé að verða á viðhorfum, t.d. meðal stjórnmálafólks. Athyglin þurfi ekki síst að beinast að börnum og efla verði skólabókasöfnin.
19.10.2017 - 11:21