Færslur: mengun

Myndskeið
Þrjátíu bílhlöss af mengun
Þrjátíu bílfarmar af olíumenguðum jarðvegi reyndust vera við Elliðaárnar í Reykjavík. Talið er að sökudólgurinn sé olíutankur, sem rifinn var fyrir þrjátíu árum. Heilbrigðisfulltrúi segir vanta stað fyrir úrgang af þessu tagi. 
18.05.2020 - 19:37
Viðtal
Fræðsla um plast skilaði ekki nægum árangri
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi sem kveður á um bann við sölu á ýmis konar einnota plastvörum. Frumvarpið er hugsað sem næsta skref í framhaldi af hertum reglum um burðarpoka úr plasti sem tóku gildi í fyrra. Við ákvörðun á því hvaða vörur ætti að banna var horft til þess hvers konar rusl finnst helst við strendur ríkja í Evrópu.
05.05.2020 - 10:01
Staðfest að fuglarnir voru ataðir í svartolíu
Niðurstöður bárust í dag úr greiningu á fjöðrum olíublautra fugla sem fundust á Suðurlandi í febrúar. „Sýnin staðfesta að þetta er svartolía,“ segir Sigurrós Friðriksdóttir teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. „Við erum því miður engu nær um hver er uppruni olíunnar.“
08.04.2020 - 22:50
Olíublautir fuglar en óljóst hvað veldur
Nokkrir tugir olíublautra sjófugla hafa fundist í Vestmannaeyjum undanfarna daga og vikur. Ekki er ljóst hvaðan mengunin kemur, segir í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar.
28.02.2020 - 09:35
Vill tafarlausar aðgerðir vegna olíuleka á Hofsósi
Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra hefur veitt N1 frest til tíunda febrúar til að skila niðurstöðum úr rannsókn á olíumengun frá bensínstöð fyrirtækisins á Hofsósi. Formaður byggðarráðs Skagafjarðar segir það alvarlegt ef jarðvegur á Hofsósi sé olíumengaður.
23.01.2020 - 12:31
Skipað að loka fjölda verksmiðja vegna mengunar
Dómstóll í Bangladess hefur fyrirskipað að 231 verksmiðju skuli lokað vegna mengunar í ánni Buriganga. Hún rennur um suðvesturhluta höfuðborgarinnar Dhaka og er orðin ein af menguðustu ám í heimi.
21.01.2020 - 15:33
Hafa ekki getað flutt aftur í húsið sitt á Hofsósi
Fjölskylda á Hofsósi sem flutti úr húsinu sínu vegna olíulyktar í byrjun desember, hefur enn ekki getað flutt heim. Bensín lak úr tanki afgreiðslustöðvar N1 handan götunnar en fyrirtækið viðurkennir ekki það sé ástæða lyktarinnar í íbúðarhúsinu.
21.01.2020 - 12:11
Myndskeið
Varar við takmörkun á notkun flugelda
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að takmörkun á notkun flugelda hefði neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna og þau verðmæti sem hún skapar. Starfshópur umhverfisráðherra um flugeldamál hefur enn ekki skilað skýrslu sem átti að skila fyrir tíu mánuðum.
26.12.2019 - 19:55
Spegillinn
Svifryksmengun farið minnkandi þrátt fyrir aukna umferð
Síðastliðna áratugi hefur dregið jafnt og þétt úr bæði svifryks- og köfnunarefnisdíoxíðsmengun á höfuðborgarsvæðinu. Þetta skrifast helst á breytt veðurfar, betri mengunarvarnarbúnað í bílum og ný nagladekk sem síður tæta upp malbikið. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að þrátt fyrir endurbætur séu nagladekkin einn helsti skaðvaldurinn. Hann fagnar því að sveitarfélög og Vegagerðin hafi fengið heimild til þess að takmarka umferð vegna mengunar.
27.11.2019 - 17:34
Ástandið eins og var fyrir tíma malbiks
Íbúar á Akureyri héldu um helgina fund um aðgerðir bæjarins til að sporna við svifryksmengun. Þeir vilja að leitað sé annarra lausna en að bera salt á göturnar.
25.11.2019 - 14:08
Halda að saurgerlum sé dreift yfir bæinn
Akureyringar hafa áhyggjur af því að sjór sem úðað er yfir götur bæjarins sé tekinn við frárennsli frá skolplögn bæjarins. Framkvæmdastjóri segir að umræður um saltnotkun í bænum séu á villigötum.
22.11.2019 - 15:07
Saltið leggst misvel í Akureyringa
Mikið svifryk undanfarið og mögulegar aðgerðir gegn því hafa skapað heitar umræður á Akureyri. Facebook-hópur þar sem barist er gegn saltnotkun hefur farið á flug og gerður hefur verið undirskriftarlisti þar sem lagst er gegn saltnotkun á götum.
20.11.2019 - 14:42
Bílum fjölgar og mengun eykst
Fjöldi bíla á skrá hér á landi hefur nær tvöfaldast frá aldarmótum og heildarlosun frá bílaumferð hefur aldrei verið meiri. Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að draga úr notkun einkabílsins til að sporna gegn loftslagsbreytingum.
19.11.2019 - 13:08
E. coli-mengun á Reykhólum í þrjár vikur
Viðvarandi e. coli-mengun hefur verið í drykkjarvatni á Reykhólum við norðanverðan Breiðafjörð frá sýnatöku 17. september. Íbúar hafa því þurft að sjóða allt neysluvatn í þrjár vikur. Ræktað hefur verið tvisvar úr sýnum frá því mengunin greindist fyrst.
07.10.2019 - 15:24
Ólafsfirðingar margir ósáttir við ólykt
Íbúar á Ólafsfirði eru margir hverjir ósáttir vegna ólyktar frá fiskvinnslunni Norlandia í bænum. Eigandinn viðurkennir að lykt frá vinnslunni geti valdið óþægindum en vonar að nýlegar endurbætur á útblásturskerfi hafi sitt að segja.
08.09.2019 - 15:10
Balí bannar einnota plast
Bann við einnota plasti tók gildi á indónesísku eynni Balí á sunnudag en það er í fyrsta sinn sem slíkar vörur eru bannaðar í landinu.
26.06.2019 - 17:15
Erlent · Asía · Umhverfismál · Indónesía · Plast · mengun
Farþegar skemmtiferðaskips hreinsuðu rusl
Farþegar og skipverjar norska skemmtiferðaskipsins Spitsbergen hreinsuðu rusl í Reykjafirði á Ströndum í gær eftir. Þeir fylltu fjölmarga poka af plastrusli að því er segir á Facebook-síðu skipsins.
14.06.2019 - 13:36
Sýklalyf flæða um ár heimsins
Mikið magn sýklalyfja má finna í ám um allan heim samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar, þeirrar stærstu sinnar tegundar sem gerð hefur verið. Sýklalyfjamengun er ein helsta ástæða þess að bakteríur þróa með sér ónæmi gegn slíkum lyfjum sem mikil heilsufarsógn er talin stafa af.
28.05.2019 - 07:00
Plastrusl í maga fjórða hvers hvítabjarnar
Plast finnst í maga fjórða hvers hvítabjarnar sem krufinn er eða verkaður í Alaska um þessar mundir. Þetta hefur grænlenska ríkisútvarpið, KNR, eftir vísindamönnum í North Slope-héraði í Alaska. Margir ísbirnir eiga orðið erfitt með að veiða sér seli til matar vegna minnkandi ísbreiðu við norðurskautið. Því sækja hvítabirnir í Kanada og Alaska - og reyndar Grænlandi líka - sífellt meira í mannabyggðir í leit að æti.
23.04.2019 - 01:13
Stjórnvöld fá falleinkunn í loftslagsmálum
Landsmenn gefa stjórnvöldum og sveitarfélögum falleinkunn fyrir skort á viðleitni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri umhverfiskönnun Gallups sem kynnt var í Hörpu í morgun. Sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallups segir að fjöldahreyfing sé farin af stað hér á landi í loftslagsmálum.
18.01.2019 - 12:30
Fréttaskýring
Plast út um allt
Við búum í heimi þar sem plast kemur við sögu í hverju skrefi. Við sjáum það hvert sem við lítum. En hvað er plast og hvers vegna notum við svona mikið af því?
04.12.2018 - 20:35
Myndband
Plastið ekki endurunnið heldur brennt
Umbúðaplast sem Sorpa hefur sent til Svíþjóðar frá miðju ári, um 800 tonn, hefur ekki verið endurunnið heldur brennt.
04.12.2018 - 19:00
Myndband
Fundu plast í salti sem selt er á Íslandi
Í samstarfi við Matís lét Kveikur rannsaka hvort örplast fyndist í þremur tegundum sjávarsalts sem algengt er að fáist í íslenskum matvöruverslunum: tveimur íslenskum og einni erlendri.
04.12.2018 - 15:41
Myndskeið
Jafn mikið plast í maga þorsks og ufsa
Jafnmikið örplast er í maga fisks við vesturströnd landsins, hvort sem heimkynni hans eru á sjávarbotni eða ofar. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Anne de Vries er nú á lokaspretti við gerð meistaraverkefnis. Hún er í meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða og rannsakar plastmagn í maga þorsks og ufsa. Anne kynnti rannsóknirnar á málstofu hjá Hafrannsóknastofnun í dag.
23.11.2018 - 22:07
Rannsaka örplastmengun í kræklingi við landið
Umhverfisstofnun hefur samið við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum um rannsókn á umfangi örplastmengunar í kræklingi á nokkrum völdum stöðum við landið. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að þetta sé einnig áfangi í að leggja grunn að frekari rannsóknum á örplasti í hafinu og lífríki þess.
22.08.2018 - 13:34