Færslur: #Meetoo

Sjónvarpsfrétt
Í leyfi hver af öðrum eftir ásakanir Vítalíu
Nokkrir áhrifamenn í íslensku viðskiptalífi hafa í dag hver af öðrum farið, eða verið sendir í leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot. Á meðal þeirra er stjórnarformaður Festar sem er eitt stærsta fyrirtækið á íslenskum markaði.
Börn fái skýr skilaboð um að þau beri ekki ábyrgðina
Ólöf Ásta Faretsveit settur forstjóri Barnaverndarstofu segir að breyttur tíðarandi undanfarin ár hafi orðið til þess fólk segi nú frá áratugagömlum leyndarmálum og áföllum frá æskuárum. 
09.11.2021 - 17:31
Krefjast þess að samningi við Kolbein verði rift
Hópur stuðningsmanna sænska úrvalsdeildarliðsins IFK Gautaborg krefst þess að félagið rifti samningi við framherjann Kolbein Sigþórsson. Kröfur stuðningsmannanna voru settar á borða sem hengdir voru á æfingasvæði félagsins í nótt.
Auður klipptur út úr Ófærð 3 að eigin ósk
Auðunn Lúthersson, sem gengur alla jafna undir listamannsnafninu Auður, verður klipptur út úr aukahlutverki sem hann fór með í þáttaröðinni Ófærð 3. Þetta staðfestir Agnes Johansen framleiðandi og segir að Auðunn hafi sjálfur óskað eftir þessu. Hann viðurkenndi fyrr í sumar að hafa farið yfir mörk ungrar konu árið 2019.
06.08.2021 - 15:43
Innlent · AUÐUR · #Meetoo · Ófærð
Druslugöngunni frestað um óákveðinn tíma
Druslugöngunni 2021, sem ganga átti í Reykjavík í dag, laugardag, hefur verið frestað um óákveðinn tíma „vegna nýjustu frétta um aðgerðir í ljósi fjölgunar á Covid-19 smitum í samfélaginu," eins og segir í tilkynningu á Facebook-síðu Druslugöngunnar.
Mikilvægt að #meetoo umræðan leiði til breytinga
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þörf sé á frekari vitundarvakningu í samfélaginu til að berjast gegn kyndbundnu ofbeldi. Mikilvægt sé að þær reynslusögur sem konur hafa deilt á samfélagsmiðlum leiði til breytinga.
14.05.2021 - 19:46
Auglýstu uppistand og aflýstu sama dag vegna #metoo
Í morgun bárust fregnir af því að uppistandarinn og leikarinn T.J. Miller væri væntanlegur hingað til lands á vormánuðum 2022.
12.05.2021 - 16:47
Spegillinn
Fjórðungur ráðskvenna varð fyrir ofbeldi
Fjórðungur þeirra ráðskvenna í sveit á seinni hluta síðustu aldar, sem Dalrún J. Eygerðardóttir sagnfræðingur hefur rætt við í doktorsverkefni sínu, varð fyrir kynferðisofbeldi eða öðru ofbeldi í vistinni.  Saga og aðbúnaður ráðskvenna í sveit á síðari hluta tuttugustu aldar er viðfangsefni Dalrúnar.
13.02.2021 - 08:20
Spegillinn
Glíman við falinn sannleika
Það á ekki að líta á uppljóstrara sem hetjur því hetjutrú letur fólk frekar en hvetur að ljóstra upp því sem skiptir máli. Þetta sagði Zelda Perkins á umræðufundi Centre for Investigative Journalism þar sem efnið var uppljóstrarar. Fyrir um aldarfjórðungi vann Perkins fyrir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein sem sætir ákærðum fyrir kynferðisbrot og saga Perkins kafli #metoo sögunnar. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við Perkins.
05.02.2020 - 17:00
7 karlar og 5 konur í kviðdómi Weinstein-málsins
Verjendur bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein féllust í dag á kviðdóm sem verður skipaður sjö körlum og fimm konum. Kviðdómendurnir tólf munu annað hvort sakfella eða sýkna Weinstein af ákæru saksóknara í New York um fimm kynferðisbrot. Meira en 700 komu til greina í kviðdóminn, meðal annars ofurfyrirsætan Gigi Hadid. Eins og búist hafði verið við tók tæpar tvær vikur að finna kviðdóm sem báðir aðilar sættu sig.
18.01.2020 - 11:03
Fréttaskýring
Á yfir höfði sér lífstíðardóm
Harvey Weinstein var farsælasti kvikmyndaframleiðandi draumaverksmiðjunnar Hollywood, maðurinn á bak við myndir eins og Shakespeare in Love, The King's Speech og Pulp Fiction. Hann flaug of hátt, ofmetnaðist sem ómenni og er nú brennimerktur sem andlit #metoo hreyfingarinnar. Réttarhöld hófust í vikunni yfir Weinstein sem getur átt yfir höfðu sér lífstíðardóm.
08.01.2020 - 15:10
Stefnir Borgarleikhúsi vegna #metoo-uppsagnar
Atli Rafn Sigurðarson, leikari, hefur stefnt Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra Borgarleikhússins og Leikfélagi Reykjavíkur, vegna uppsagnar sem tengdist umræðunni um #metoo. Lögmaður Borgarleikhússins staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Atli krefst þess að fá 10 milljónir í skaðabætur og 3 milljónir í miskabætur.
14.01.2019 - 12:34
Kannar hvort um fjárkúgun sé að ræða
Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, hefur verið falið af stjórn Orkuveitunnar að gera tillögur um meðferð einstakra efnisþátta úttektar Innra eftirlits Reykjavíkurborgar á starfsmannamálum OR og leggja til viðeigandi málsmeðferð.
20.11.2018 - 14:05
Þurfum að hlusta og kalla fólk til ábyrgðar
„Ég geng út frá því að það sé hlutverk okkar guðfræðinga að láta okkur þau mál varða sem eru efst á baugi í okkar samfélagi, og að gefa rödd, þeim sem vanalega hafa ekki rödd,“ segir Arnfríður Guðmundsdóttir, prestur og guðfræðiprófessor, en hún rannsakar nú áhrif metoo-byltingarinnar á guðfræðina.