Færslur: #Meetoo

Spegillinn
Fjórðungur ráðskvenna varð fyrir ofbeldi
Fjórðungur þeirra ráðskvenna í sveit á seinni hluta síðustu aldar, sem Dalrún J. Eygerðardóttir sagnfræðingur hefur rætt við í doktorsverkefni sínu, varð fyrir kynferðisofbeldi eða öðru ofbeldi í vistinni.  Saga og aðbúnaður ráðskvenna í sveit á síðari hluta tuttugustu aldar er viðfangsefni Dalrúnar.
13.02.2021 - 08:20
Spegillinn
Glíman við falinn sannleika
Það á ekki að líta á uppljóstrara sem hetjur því hetjutrú letur fólk frekar en hvetur að ljóstra upp því sem skiptir máli. Þetta sagði Zelda Perkins á umræðufundi Centre for Investigative Journalism þar sem efnið var uppljóstrarar. Fyrir um aldarfjórðungi vann Perkins fyrir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein sem sætir ákærðum fyrir kynferðisbrot og saga Perkins kafli #metoo sögunnar. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við Perkins.
05.02.2020 - 17:00
7 karlar og 5 konur í kviðdómi Weinstein-málsins
Verjendur bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein féllust í dag á kviðdóm sem verður skipaður sjö körlum og fimm konum. Kviðdómendurnir tólf munu annað hvort sakfella eða sýkna Weinstein af ákæru saksóknara í New York um fimm kynferðisbrot. Meira en 700 komu til greina í kviðdóminn, meðal annars ofurfyrirsætan Gigi Hadid. Eins og búist hafði verið við tók tæpar tvær vikur að finna kviðdóm sem báðir aðilar sættu sig.
18.01.2020 - 11:03
Fréttaskýring
Á yfir höfði sér lífstíðardóm
Harvey Weinstein var farsælasti kvikmyndaframleiðandi draumaverksmiðjunnar Hollywood, maðurinn á bak við myndir eins og Shakespeare in Love, The King's Speech og Pulp Fiction. Hann flaug of hátt, ofmetnaðist sem ómenni og er nú brennimerktur sem andlit #metoo hreyfingarinnar. Réttarhöld hófust í vikunni yfir Weinstein sem getur átt yfir höfðu sér lífstíðardóm.
08.01.2020 - 15:10
Stefnir Borgarleikhúsi vegna #metoo-uppsagnar
Atli Rafn Sigurðarson, leikari, hefur stefnt Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra Borgarleikhússins og Leikfélagi Reykjavíkur, vegna uppsagnar sem tengdist umræðunni um #metoo. Lögmaður Borgarleikhússins staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Atli krefst þess að fá 10 milljónir í skaðabætur og 3 milljónir í miskabætur.
14.01.2019 - 12:34
Kannar hvort um fjárkúgun sé að ræða
Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, hefur verið falið af stjórn Orkuveitunnar að gera tillögur um meðferð einstakra efnisþátta úttektar Innra eftirlits Reykjavíkurborgar á starfsmannamálum OR og leggja til viðeigandi málsmeðferð.
20.11.2018 - 14:05
Þurfum að hlusta og kalla fólk til ábyrgðar
„Ég geng út frá því að það sé hlutverk okkar guðfræðinga að láta okkur þau mál varða sem eru efst á baugi í okkar samfélagi, og að gefa rödd, þeim sem vanalega hafa ekki rödd,“ segir Arnfríður Guðmundsdóttir, prestur og guðfræðiprófessor, en hún rannsakar nú áhrif metoo-byltingarinnar á guðfræðina.