Færslur: Meðferðarúrræði

Sjónvarpsfrétt
Eina meðferðarheimili landsins fyrir stúlkur enduropnað
Meðferðarheimilið á Laugalandi í Eyjafirði hefur formlega verið opnað aftur, en því var lokað í fyrra. Heimilið hefur fengið nafnið Bjargey. Ráðherra barnamála segir að að fjölga þurfi úrræðum enn frekar fyrir börn sem glíma við áskoranir.
Mörg hundruð á biðlista á Vogi ― 12 hafa látist í ár
Tæplega 700 bíða eftir að komast í áfengis- og fíknimeðferð á Vogi sem er mesti fjöldi í um þrjú ár og hlutfall þeirra sem eru með ópíóíðafíkn hefur hækkað. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir til mikils að vinna að stytta biðlista, fíkn sé lífshættulegur sjúkdómur og það sem af er þessu ári hafi 12 sjúklingar af Vogi látist.
Nýtt áfangaheimili tekið í notkun á Akureyri
Nýtt áfangaheimili verður tekið í notkun á Akureyri í dag. Íbúarnir fá aðstoð við að koma sér út í samfélagið á nýjan leik. Á heimilinu eru 12 herbergi en það er rekið án opinberra styrkja.
12.10.2020 - 11:30
Meiri eftirfylgni á nýju áfangaheimili
Undirbúningur stendur nú yfir fyrir stofnun áfangaheimilis á Akureyri. Hjálpræðisherinn á Akureyri hyggst reka áfangaheimili fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára sem hefur lokið vímuefna- eða áfengismeðferð. Fyrirhugað er að gera 5-6 íbúðir í húsnæði hjálpræðishersins að Hvannavöllum.
Myndskeið
Ráðherra segir glapræði að loka Krýsuvík
Gera þarf úrbætur á meðferðarheimilinu í Krýsuvík svo hægt sé að skrifa undir nýjan samning um rekstur þess. Krafa er gerð um fasta viðverðu starfsmanns - en vistmaður svipti sig lífi þegar enginn var á vakt. Félagsmálaráðherra segir að það væri glapræði að loka heimilinu og vill tryggja rekstur þess til framtíðar.
Myndskeið
Sér sjálf um afeitrun sonar síns
Inga Lóa Birgisdóttir segir það ótækt fyrir foreldra að þurfa að sjá um afeitrun barna sinna. Sonur hennar er langt leiddur fíkill sem bíður eftir því að komast í meðferð. Sú bið sé óbærileg fyrir hann og alla fjölskylduna. Hún óttast um líf sonar síns. Hún og frænka hennar standa sólarhringsvaktir um soninn þar til að hann kemst í meðferð á Vogi.
17.09.2019 - 19:17
Langþráð meðferðarheimili á Vífilsstaðahálsi
Velferðarráðherra vonar að nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga verði tilbúið árið 2020. Það á að rísa á Vífilsstaðahálsi í Garðabæ. Viljayfirlýsing bæjarins, Barnaverndarstofu og stjórnvalda var undirrituð í dag.