Færslur: Meðalland

Vill skýrari leikreglur í ráðstöfun bújarða
„Vel ræktanlegar jarðir eiga að vera í notkun til matvælaframleiðslu“, segir í svari Sigrúnar Magnúsdóttur Umhverfisráðherra við fyrirspurn Fréttastofu vegna eyðijarða í Meðallandi. Hún segir að skipun starfshóps ráðuneyta vegna ríkisjarða gæti orðið til bóta og að hlutverk Landgræðslunnar sé að græða land, en ekki safna bújörðum.
01.12.2015 - 17:36
„Eins og að fækka eigi bújörðum“
Helmingur ríkisjarða í Skaftárhreppi er í eyði eða landbúnaður ekki stundaður á þeim. „Það virðast ekki vera nein verkferli eða heildarsýn í því að byggja ríkisjarðir aftur, þegar þær fara úr ábúð. Ráðuneyti og ríkisstofnanir leggjast á eitt í að leggja þessar jarðir í eyði“, segir Eirný Valsdóttir starfsmaður Brothættra byggða í Skaftárhreppi.
23.11.2015 - 18:43