Færslur: Matvælaeftirlit

Matvælastofnun nýtt auknar heimildir til dýraverndar
Matvælastofnun hefur frá árinu 2016 beitt dagsektum í 69 málum og vörslusviptingu í 30 málum. Stjórnvaldssektum hefur verið beitt 13 sinnum og 11 málum hefur verið vísað til lögreglu. Einu sinni hefur starfsemi verið stöðvuð vegna brota á velferð dýra.
Vilja banna sölu á orkudrykkjum til ungmenna
Matvælastofnun ætlar að leggja það til við stjórnvöld að sala á orkudrykkjum til barna yngri en 16 ára verði bönnuð. Neysla íslenskra ungmenna í 8. til 10. bekk á orkudrykkjum sem innihalda koffín er með því mesta sem þekkist í Evrópu, samkvæmt nýrri rannsókn.
07.10.2020 - 09:59
Grunur um salmonellu í kjúklingi
Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi frá Reykjagarði vegna gruns um salmonellu. Kjúklingurinn er seldur undir merkjum Holta, Kjörfugls og Krónunnar og er seldur heill, í bringum, lundum og bitum.
05.08.2020 - 06:39
Fæðubótarefni innkallað vegna sæbjúgnadufts
Matvælastofnun hefur innkallað fæðubótarefnið Prótís Liðir vegna sæbjúgnadufts sem það inniheldur.
11.06.2020 - 15:43
Innkalla súkkulaði sem líklega er plast í
Nói Síríus innkallar þrjár tegundir af súkkulaði þar sem ekki er hægt að útiloka að plast sé að finna í súkkulaðiplötunum. Þetta eru tvær stærðir af hreinu Síríus rjómasúkkulaði og ein stærð af Síríus suðusúkkulaði.
13.01.2020 - 10:49
Gumboro-veiki ekki náð útbreiðslu á Íslandi
Bráðsmitandi Gumboro-veiki hefur ekki náð frekari útbreiðslu, eftir að hafa greinst í fyrsta sinn á Íslandi í Landsveit í sumar. Matvælastofnun hefur rannsakað útbreiðslu veirunnar og útrýmingaraðgerðir standa yfir.
06.11.2019 - 10:48
Bjóða fólki að nota eigin ílát undir matvöru
Neytendur kalla eftir vistvænni matarinnkaupum og matvöruverslanir eru að bregðast við. Fjölmargir viðskiptavinir hafa óskað eftir að geta notað eigin ílát eða aðrar umhverfisvænar umbúðir við innkaup.
05.06.2019 - 16:16
Listeríusmit var útbreitt á starfsstöð
Listeríusmit fannst víða í starfsstöð Ópals Sjávarfangs við eftirlit Matvælastofnunar fyrr á árinu. Öll starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð 5. febrúar en hafin á ný í lok þess mánaðar. Kona á fimmtugsaldri lést af völdum listeríusýkingar í janúar eftir að hafa borðað lax frá fyrirtækinu.
24.04.2019 - 12:41
Stefna að mótvægisaðgerðum vegna kampýlóbakter
Varnir gegn kampýlóbakter í alifuglakjöti verða helsta áskorunin verði frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á kjöti að lögum, að mati yfirdýralæknis. Stefnt er að mótvægisaðgerðum til að koma í veg fyrir að kampýlóbakter-smitað, ófryst kjöt fari á markað hér á landi.
28.02.2019 - 13:20
Úttektir MAST aðgengilegar árið 2021
Matvælastofnun gerir niðurstöður eftirlits með matvælafyrirtækjum opinberar frá og með árinu 2021. Slíkt hefur verið gert í Danmörku um árabil og gefið góða raun.
24.11.2018 - 20:27
Enn finnast nálar í jarðarberjum í Ástralíu
Staðfest hefur verið í öllum sex lögregluumdæmum Ástralíu að nálar hafi fundist í jarðarberjum. Stórar verslunarkeðjur hafa fjarlægt öll jarðarber úr hillum sínum og jarðarberjabændur hafa þurft að lækka verð á jarðarberjum.
17.09.2018 - 23:00
Fá að gera heilsusalt úr 16 ára saltbirgðum
Saltframleiðandi á Suðurnesjum má nota saltbirgðir sem hafa verið í geymslu í 16-17 ár til að framleiða heilsusalt. Þetta er niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Með því fellir ráðuneytið úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, sem hafði bannað fyrirtækinu að nota saltið enda væri ekki hægt að rekja feril þess og uppruna nákvæmlega.
02.08.2018 - 12:16
Varað við glerögnum í Stella Artois bjór
Hugsanlegt er að gleragnir sé að finna í Stella Artois bjór í 330 millilítra glerflöskum. Af þeim sökum hefur fyrirtækið Vínnes ehf. innkallað slíkar flöskur með tilteknum pökkunarnúmerum í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirlitinu.
04.04.2018 - 11:19
Skordýraeitur: Hugsanlega krónísk áhætta
Í fyrra voru tekin 232 sýni úr ávöxtum og grænmeti hér á landi. Átta þeirra innihéldu skordýraeitur yfir hámarksviðmiði. Ekkert land á EES-svæðinu leitar að færri varnarefnaleifum í hverju sýni en Ísland og færst hefur í aukana að skordýraeitursleifar finnist í íslensku grænmeti eftir að farið var að leita að fleiri efnum. Neytendur eru ekki látnir vita af því þegar grænmeti er innkallað vegna skordýraeitursleifa þar sem þeim er ekki talin hætta búin. Krónísk áhætta gæti þó verið til staðar. 
13.11.2017 - 14:42