Færslur: Matur

Viðtal
Mæla kolefnisspor matarins í mötuneytinu
Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu fær nú upplýsingar um kolefnisspor matarins sem er á boðstólum í mötuneyti vinnustaðarins. Kolefnissporið er mælt með sérstökum hugbúnaði. Kokkurinn er orðinn grænkeri nú eftir að þessar upplýsingar eru birtar á skjá í mötuneytinu.
15.04.2019 - 21:21
Pistill
Caiazzo heilkennið
Tómas Ævar Ólafsson pistlahöfundur fjallar um ferð sína á afar sérstakan pítsustað í fjallaþorpinu Caiazzo á Ítalíu sem margir telja að sé besti pítsustaður í heimi.
25.03.2019 - 11:26
Tónlist hefur áhrif á bragðgæði osts
Rannsókn svissnesks ostagerðarmanns og nokkurra listaskólanema hefur leitt í ljós að bragðgæði osts breytast eftir því hvaða tónlist er leikin meðan hann þroskast í ostakjallaranum.
15.03.2019 - 17:44
Erlent · Evrópa · Mannlíf · Matur
Veitingahúsin betri og gestirnir sigldari
Veitingageirinn á Íslandi hefur tekið stakkaskiptum síðan fyrsta Food and fun hátíðin var haldin 2002, að sögn Sigurðar L. Hall skipuleggjanda. Veitingahúsin eru orðin fleiri og betri og gestirnir reyndari og kröfuharðari.
01.03.2019 - 13:52
Besti veitingastaður heims er í pínulitlu húsi
Lítið veitingahús í litlu afskekktu fiskimannaþorpi í Suður-Afríku hefur verið valið besta veitingahús í heimi.
19.02.2019 - 15:06
Innkalla reyktan lax vegna listeríu
Matvælastofnun varar við neyslu á reyktum laxi og reyktri fjallableikju frá Ópal Sjávarfangi. Vörurnar hafa verið innkallaðar af markaði vegna listeríu, sem greinst hefur í þeim, í samráði við MAST.
12.02.2019 - 12:05
Döðlur innkallaðar vegna skordýra
Sólgæti döðlur hafa verið innkallaðar vegna þess að skordýr hafa fundist í vörunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Viðskiptavinum, sem hafa keypt döðlurnar, er bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim í þeirri verslun þar sem þær voru keyptar.
12.02.2019 - 11:43
Fréttaskýring
Loftslagsvæni kúrinn og kolefnisjafnað kjöt
Loftslagsáhrif þess að framleiða kíló af íslensku lambakjöti eru nær tífalt meiri en þess að framleiða kíló af íslenskum eldislaxi. Kolefnisspor laxins er svo 26-falt hærra en kartaflanna sem margir kjósa að borða með. Þetta sýna skýrslur Umhverfisráðgjafar Íslands, Environice. Forsvarsmenn bændasamtaka stefna margir að því að kolefnisjafna framleiðsluna - þangað til að öll framleiðsla hefur verið kolefnisjöfnuð geta þeir sem vilja borða loftslagsvænt stuðst við niðurstöður skýrslanna.
04.01.2019 - 16:46
Framleiða 30.000 dósir á dag þegar mest lætur
Jólaundirbúningurinn byrjar snemma í verksmiðju ORA því þar eru framleiddar þrjátíu þúsund dósir á dag fyrir hátíðirnar, þegar best lætur. Það er margur siðurinn sem tilheyrir jólunum og jólaundirbúningi og margt af því tengist mat. Meðal þess sem fólk neytir í meiri mæli yfir jól og áramót eru niðursoðnar grænar baunir.
21.12.2018 - 16:37
Innlent · Matur · Matarmenning · Jól
Uppskrift
„Gleymdar kökur“ Nigellu
Sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson hefur fyrir margt löngu hreiðrað um sig í hjörtum íslenskra matgæðinga og verið fastagestur í íslensku sjónvarpi um árabil. Þessi sjarmerandi sælkeri reiðir hér fram hátíðlegar og nokkuð óvenjulegar jólasmákökur í sérstökum jólaþætti.
20.12.2018 - 16:56
Þang - gleymda fæðutegundin
Í dönsku þáttunum Mad magazinet rannsaka þáttarstjórnendur matinn sem við borðum dags daglega. Þeir skyggnast einnig inn í framtíðina og velta fyrir sér hvaða fæða verði á borðum framtíðarfólks. Þang er þar nefnt sem vistvænn og aðgengilegur valkostur sem gæti orðið vinsæll á borðum framtíðarsælkera.
27.11.2018 - 15:16
Helgaruppskriftin: Mús með öllu sem er bannað
Páli Óskari er ýmislegt til lista lagt – en matseld er ekki hans sterkasta hlið. „Heilbrigðiseftirlitið fengi hjartaáfall ef það væri með mér í eldhúsinu.“ Samt á hann helgaruppskriftina að þessu sinni, kartöflumús með forboðnum snúningi.
23.11.2018 - 17:26
Prófessor kallar kókosolíu „hreint eitur“
Kókosolía er „eitt það versta sem þú getur látið ofan í þig“ og jafngóð fyrir heilsuna og „hreint eitur“. Þetta segir Karin Michaels, prófessor í faraldursfræði við lýðheilsudeild Harvard-háskóla. Ástæðan sé sú að meira en 80% af kókosolíu sé mettuð fita, sem hækki gildi LDL-kólesteróls í líkamanum sem aftur auki líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum.
22.08.2018 - 15:00
Brugga bjór úr gömlu brauði
Velska brugghúsið Tiny Rebel Brewery hóf fyrir stuttu framleiðslu á fremur óvenjulegum bjór. Í stað þess að nota hefðbundið malt er ölið bruggað úr gömlu, óseldu brauði úr versluninni Iceland. Með þessu vilja ölgerðarmennirnir vekja athygli á matarsóun og fá fólk til þess að prófa sig áfram með frumlegar lausnir í þeim efnum.
24.07.2018 - 11:57
Gámaþorp í Skeifunni
Nú á fimmtudaginn opnaði Box Skeifan, nýr matargötumarkaður, á bílaplani í Skeifunni. Róbert Aron Magnússon og Arnór Gíslason hjá Reykjavík Street Food eru meðal þeirra sem að standa fyrir opnuninni en það eru samtals fimmtán matsölustaðir sem að leiða þarna saman hesta sína.
09.06.2018 - 12:03
Vara fólk með óþol og ofnæmi við lasanja
Matvælastofnun varar fólk með ofnæmi eða óþol fyrir eggjum, sinnepi eða selleríi við neyslu á nokkrum tegundum af lasanja merktum Krónunni.
04.06.2018 - 12:17
Leita að þjóðlegum réttum Íslendinga
„Sitt sýnist hverjum þegar verið er að tala um þjóðlega rétti, þannig að við erum að reyna að taka svolítið púlsinn á því hvað þjóðinni í dag finnst vera þjóðlegur réttur,“ segir Brynja Laxdal framkvæmdarstjóri Matarauðs Íslands, verkefnis sem stendur fyrir samkeppni um íslenska þjóðlega rétti.
20.04.2018 - 13:30
Endaði á spítala eftir chilli átkeppni
Maður á fertugsaldri endaði á spítala eftir að hafa borðað sterkasta chilli pipar í heimi, Carolina Reaper, í chilli átkeppni í New York ríki. Maðurinn byrjaði á því að kasta upp eftir atvikið og næstu daga upplifði hann mikinn háls- og höfuðverk. Verkurinn reyndist svo slæmur að hann leitaði til bráðamóttöku þar sem hann gekkst undir ýmsar rannsóknir. Á sneiðmyndatöku sást að nokkrar æðar í heilanum höfðu þrengst verulega.
10.04.2018 - 13:58
Myndskeið
Sprengidagur í Múlakaffi árið 1990
Þriðjudagurinn í föstuinngang heitir á íslensku sprengidagur eða sprengikvöld. Þá gera margir landsmenn sér dagamun og gæða sér á saltkjöti og baunasúpu. Veitingastaðurinn Múlakaffi hefur boðið upp á saltkjöt og baunasúpu á þessum degi í áratugi og hér gefur að líta stutt innlit fréttamanns RÚV á þessum degi árið 1990.
13.02.2018 - 12:05
Sjávarréttastaðir vinsælastir árið 2017
Ferðavefurinn TripAdvisor heldur úti ýmiss konar gagnlegum upplýsingum fyrir fólk á faraldsfæti og þar á meðal er skrá yfir vel flesta veitingastaði á Íslandi. Notendur vefsins geta gefið stöðunum umsögn og í framhaldinu raðar vefurinn upp vinsældalista. Hér gefur að líta samantekt yfir þá staði sem rata efst á lista.
21.12.2017 - 10:45
Eru til einhverjar séríslenskar jólahefðir?
Hvaðan kemur laufabrauðið? Hvaða jólahefðir eru vinsælastar og hvaðan koma þær? Nanna Rögnvaldardóttir matgæðingur og matreiðslubókahöfundur veit sitthvað um málið.
28.11.2017 - 12:53
Katarina Medici og appelsínuöndin
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er matgæðingur Mannlega þáttarins og kemur til okkar á föstudögum. Í dag sagði hún okkur frá Katarínu Medici sem kenndi Frökkum að borða með hníf og gafli og kenndi þeim að elda appelsínuönd auk margs annars.
13.10.2017 - 13:28
„Við þurfum að gangast við því hver við erum“
Þjóðfræðingurinn Pétur Húni Björnsson er á því að Íslendingar þurfi að gangast við hefðum gamallar íslenskrar matargerðar og hætta að skammast okkar fyrir hana. Hann segir það vera algjöran óþarfa að tala niður arfleifð aldanna.
26.09.2017 - 16:30
Pólarhátíð haldin í þriðja sinn
Pólarhátíðin verður haldin í þriðja sinn dagana 14.-16. júlí á Stöðvafirði. Pólar er skapandi samvinnuhátíð fyrir allar kynslóðir sem haldin er á Stöðvarfirði annað hvert ár. Megináherslur hátíðarinnar eru sköpunarkraftur og matarmenning. Lögð er mikil áhersla á sjálfbærni og nærumhverfi.
02.06.2017 - 17:00
„Hún er of lífleg, of áleitin og of dónaleg“
Bókaútgáfan Taschen endurprentaði matreiðslubók Salvadors Dalís síðustu jól. Dalí og eiginkona hans Gala, gáfu út matreiðslubókina Les Diners de Gala árið 1973 en hún var þá aðeins gefin út í 400 eintökum og hafa þau eintök farið manna á milli síðan.
29.05.2017 - 14:00