Færslur: Matreiðsla

Óx veitingahús fær Michelin-stjörnu
Veitingahúsið Óx á Laugavegi hlaut í dag Michelin-stjörnu. Þetta er annar veitingastaðurinn á Íslandi sem fær stjörnu frá Michelin Guide.
04.07.2022 - 17:09
Sunnudagssögur
„Það á enginn að vilja vera þessi týpa“
„Hver vaknar á morgnana og hugsar: Djöfull hlakka ég til að brjóta niður sálina í þessum einstaklingi fyrir framan mig,“ segir Vilhjálmur Sigurðarson veitingamaður í Gent í Belgíu. Hann á og rekur Michelin-stjörnu veitingastað sem er lokaður um helgar svo eigendur og starfsfólk geti notið lífsins. Engin ógnarstjórnun ríkir eins og á mörgum öðrum stöðum heldur er áhersla lögð á vellíðan og samheldni.
29.10.2021 - 09:33
Viltu elda eins og Marilyn Monroe?
Almúganum leiðist seint að fá að skyggnast inn í líf fræga fólksins, ekki síst inn í þeirra helgustu vé. Því má halda fram að matreiðslubækur, með tilheyrandi athugasemdum og inníkroti, séu með því allra persónulegasta og því fengur að kokkabókum stórstjarna, þá sjaldan sem slíkt innlit býðst á annað borð.
19.06.2021 - 12:31
„Þörungar eru næringarríkustu lífverur sem til eru“
Það þekkja flestir þann þjóðlega sið að fara í berjamó að tína kræki- og bláber, stinn og safarík af ilmandi lyngi. Færri hafa hins vegar farið í þaramó. Í fjörunni er þó hægt að finna hollustu og næringarríkustu fæðu sem fyrirfinnst samkvæmt Eydísi Mary Jónsdóttur sem sendi ásamt öðrum frá sér bók um hvernig má nýta þörunga úr íslenskri fjöru, meðal annars í matargerð.
12.08.2020 - 09:08
Mömmusoð
„Klúður skiptir engu máli í eldhúsinu“
„Hvað er ég að gera?“ spyr Kristinn Guðmundsson í matreiðsluþættinum Mömmusoði þegar hann er í miðjum klíðum að elda kjöt í karrí og ýmislegt fer úrskeiðis.
03.06.2020 - 11:20
Myndskeið
Kokkalandsliðinu fagnað eftir frægðarför á Ólympíuleika
Tekið var á móti íslenska kokkalandsliðinu síðdegis þegar það sneri heim úr frægðarför á Ólympíuleika matreiðslumanna í Þýskalandi.
20.02.2020 - 19:51
Kokkalandsliðið vann gull á Ólympíuleikum í Stuttgart
Íslenska kokkalandsliðið vann til gullverðlauna á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Stuttgart í Þýskalandi í gær. Þetta var fyrri keppnisgreinin af tveimur sem liðið keppir í þetta árið, svokallað „Chefs Table“ og því fyrsta gullverðlaunin á þessum Ólympíuleikum. Meðal hráefna sem landsliðið notaði var hörpuskel, gæs, reykt ýsa, bleikja, Nordic wasabi, lamb og skyr.
16.02.2020 - 11:48
Kokkalandsliðið vann til tvennra gullverðlauna
Íslenska kokkalandsliðið vann í morgun til gullverðlauna á heimsmeistaramótinu í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg. Liðið vann verðlaunin fyrir matreiðslu á heitum mat. Í liðinu í morgun voru sex kokkar sem matreiddu þriggja rétta máltíð fyrir 110 manns. Í forrétt var þorskur, lambakjöt í aðalrétt og skyr og súkkulaði í eftirrétt.
25.11.2018 - 12:10
Verðlaunaðasti kokkur veraldar látinn
Franski kokkurinn Joël Robuchon er látinn, 73 ára að aldri, eftir langa baráttu við krabbamein. Robuchon var einn þekktasti kokkur heims. Hann rak 25 veitingastaði víða um heim, þar af eru sautján með Michelin-stjörnur. Staðirnir sautján eru samanlagt með 32 Michelin-stjörnur, sem er meira en nokkur annar kokkur getur státað af. Fimm af stöðum Robuchons eru með þrjár Michelin-stjörnur, sem er einhver mesta viðurkenning sem hægt er að hljóta í veitingageiranum.
06.08.2018 - 10:41
Eþíópísk matarmenning á Skagaströnd
Hjónin Guðjón Ebbi frá Skagaströnd og Liya frá Addis Ababa ráku eþíópískan í Reykjavík en ákváðu fyrir um ári síðan að flytja á æskustöðvar Guðjóns og tóku matarmenninguna frá heimalandi Liyu með sér.
20.04.2018 - 11:50
Garðar Kári kokkur ársins
Garðar Kári Garðarsson hlaut í gærkvöld titilinn kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu. Garðar Kári er kokkur hjá lúxusferðaþjónustunni Deplum í Fljótum. Lokasprettur keppninnar fór fram samhliða veislu fvrir gesti í kokkalandsliðskvöldverði.
25.02.2018 - 14:30
Páfaveislan sem aldrei varð
Frægir meistarakokkar eru ekki alveg nýtt fyrirbæri þó að þeir séu áberandi í samtímanum og um þá séu gerðir fjölmargir sjónvarpsþættir. Í Víðsjá var einn slíkur, Bartolomeo Scappi, til umfjöllunar. Hann var að undirbúa dýrindisveislu fyrir valdamesta mann heims á þeim tíma, sjálfan páfan í Róm, þegar veislan var skyndilega blásin af og nýjir og hófsamari tímar breyttu öllum veisluhöldum í Vatikaninu.
08.03.2017 - 13:30