Færslur: Matargerð

Michelin-stað lokað tímabundið í Færeyjum vegna Covid19
Veitingastaðurinn Koks í Færeyjum verður lokaður næstu tvær vikurnar. Ástæðan er sú að starfsmaður hefur greinst með Covid-19 og næstum allir starfsmenn aðrir þurfa að sæta sóttkví.
Viðtal
Spá aukinni neyslu skordýra
Flest okkar fá líklega klígju af tilhugsuninni um að borða pöddur. Árið 2017 velti markaður með skordýr til manneldis 55 milljónum dollara og því er spáð að upphæðin verði 700 milljónir árið 2024, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins, BBC.
04.01.2019 - 18:38
Braut jaxl á sneið af Gauta Spes og fær bætur
Ung kona sem braut tönn þegar hún beit í aðskoðahlut úr málmi sem leyndist í pizzusneið frá Eldofninum við Bústaðaveg á rétt á bótum frá staðnum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Konunni eru dæmdar rúmar 90 þúsund krónur í bætur til að dekka útlagðan tannlæknakostnað og forsvarsmenn Eldofnsins höfðu áður greitt henni rúmar 27 þúsund krónur.
23.04.2018 - 16:22
Franskir kokkar gráta andlát Bocuse
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, harmar andlát Paul Bocuse, sem var einn þekktasti meistarakokkur Frakklands. Macron segir að matreiðslumenn í Frakklandi gráti í eldhúsum sínum vegna fráfalls Bocuse. Bocuse lést í dag, 91 árs að aldri eftir erfiða baráttu við parkinsons-sjúkdóminn.
20.01.2018 - 16:11
Sjávarréttastaðir vinsælastir árið 2017
Ferðavefurinn TripAdvisor heldur úti ýmiss konar gagnlegum upplýsingum fyrir fólk á faraldsfæti og þar á meðal er skrá yfir vel flesta veitingastaði á Íslandi. Notendur vefsins geta gefið stöðunum umsögn og í framhaldinu raðar vefurinn upp vinsældalista. Hér gefur að líta samantekt yfir þá staði sem rata efst á lista.
21.12.2017 - 10:45
Katarina Medici og appelsínuöndin
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er matgæðingur Mannlega þáttarins og kemur til okkar á föstudögum. Í dag sagði hún okkur frá Katarínu Medici sem kenndi Frökkum að borða með hníf og gafli og kenndi þeim að elda appelsínuönd auk margs annars.
13.10.2017 - 13:28
Himneskar kjötbollur frá Feneyjum
Matgæðingur þáttarins Sigurlaug Margrét Jónasdóttir kom í dag og fór með hlustendur í stuttan og bragðgóðan göngutúr um Cannaregio hverfið í Feneyjum og sagði frá ómótstæðilegum kjötbollum og freyðivíni sem drukkið er úr plastglasi og afgreitt yfir borðið.
06.10.2017 - 12:29
Matargerð á að þróast inni á heimilunum
Kristinn Guðmundsson er ungur Keflvíkingur sem hefur síðastliðin ár búið í Belgíu. Þar hefur hann fengist við myndlist og eldamennsku og heldur úti matreiðsluþáttunum SOÐ. Hann segir að matargerð eigi ekki eingöngu að þróast inni á veitingastöðum.
17.07.2017 - 17:00