Færslur: Mario Draghi

Stjórnarslit á Ítalíu, kosningar í haust
Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, baðst í dag lausnar eftir að hafa gert sitt ítrasta til að bjarga lífi ríkisstjórnar landsins. Gert er ráð fyrir að Sergio Mattarella forseti rjúfi þing í dag og boði til kosninga í september eða október.
21.07.2022 - 14:02
Segir af sér í annað sinn
Talið er að Mario Draghi forsætisráðherra Ítalíu tilkynni afsögn sína í annað sinn á morgun eftir að hann missti stuðning þriggja flokka í stjórnarsamstarfi sínu.
20.07.2022 - 23:18
Enn óvíst um líf ítölsku stjórnarinnar
Hægri flokkarnir sem aðild eiga að ítölsku ríkisstjórninni tilkynntu í dag að þeir ætluðu að styðja hana áfram gegn því að Fimmstjörnuhreyfingunni yrði vísað úr henni. Til stóð að greidd yrðu atkvæði í kvöld og á morgun um traustsyfirlýsingu við hana.
20.07.2022 - 17:29
Forsætisráðherra Ítalíu segir af sér
Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti undir kvöld að hann ætlaði að biðjast lausnar. Hann fer á fund forseta landsins og tilkynnir honum afsögn sína.
14.07.2022 - 17:23
Óvíst um framtíð ítölsku stjórnarinnar
Búist er við að Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, biðjist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt ef yfirlýsing um traust á ríkisstjórninni verður felld í efri deild þingsins í dag. Stjórnarþingmenn Fimm stjörnu hreyfingarinnar hóta að ganga úr þingsal þegar atkvæði verða greidd um tillöguna.
14.07.2022 - 12:32
Macron vill hlífa Pútín við niðurlægingu
Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, gagnrýnir harðlega nálgun Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í viðræðum við Vladimir Putin, forseta Rússlands. Macron hefur sagt það mikilvægt að stjórnvöldum í Rússlandi finnist þau ekki niðurlægð í vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Engin friðarmerki í Úkraínu
Sveitir aðskilnaðarsinna, hliðhollar Rússum, segjast hafa náð á sitt vald hernaðarlega mikilvægum bæ í austurhluta Úkraínu. Hart er barist á austurvígstöðvum landsins. Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, segist engin merki sjá um að samið verði um vopnahlé eða frið í Úkraínu.
Býður lausn á fæðuskorti gegn afléttingu þvingana
Stjórnvöld í Kreml segjast reiðubúin til að leggja verulega af mörkum til að koma í veg fyrir yfirvofandi fæðuskort í heiminum gegn því að Vesturlönd láti af viðskiptaþvingunum sínum.
Viðurkennir klaufagang í samskiptum við Frakka
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að klaufalega hafi verið staðið að samskiptum við Frakka í tengslum við Aukus-samkomulag Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands. Ástralir riftu milljarðasamningi um kaup á frönskum kafbátum sem olli mikilli reiði þarlendra ráðamanna. 
Hvetja auðugari ríki til að gefa þeim fátækari bóluefni
„Það væri siðlaust að sóa bóluefni meðan þúsundir íbúa fátækari landa falla í valinn af völdum COVID-19 á hverjum degi.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi 160 fyrrverandi þjóðarleiðtoga og heimsfrægs fólks til gestgjafa G20 ráðstefnu leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims.
Páfagarður skiptir sér af ítalska þinginu
Frumvarp til laga á Ítalíu um bann við mismunun og hvatningu til ofbeldis gegn hinsegin fólki og fötluðum leggst illa í kaþólsku kirkjuna.