Færslur: María Kristjánsdóttir

Gagnrýni
Ádeila á stöðu konunnar í stríði
Mutter Courage eftir Bertolt Brecht er talið með bestu leikverkum tuttugustu aldarinnar og eitt kröftugasta stríðsádeiluverk sögunnar. Verkið er útskriftarverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands og fjallar María Kristjánsdóttir leiklistarrýnir um sýninguna.
Gagnrýni
Vandinn að vera manneskja
Í Borgarleikhúsinu er verið að sýna leikritið „Fólk, staðir og hlutir“ eftir breska leikskáldið Duncan Macmillan. María Kristjánsdóttir fjallaði um sýninguna í þættinum Víðsjá á Rás1 og sagði sýninguna hafa opnað sér nýjan skilning á mörgu er viðkemur fíkn.
Gagnrýni
Hlægileg líkamning illsku og oflætis
„Hlutum var snúið á hvolf og ég gat hlegið vitandi að mér yrði ekki refsað, ég ekki hýdd opinberlega. Öðrum þræði var því sýningin óður til gagnrýninnar sem ekkert samfélag getur þrifist án.“ María Kristjánsdóttir, leiklistarrýnir Víðsjár, fór að sjá Hans Blæ í Tjarnarbíói.
Sýning sem kveikir gleði og ótal hugsanir
„Sýningin öll er ákaflega myndræn. Inn í atburðarásina er fléttað þöglum atriðum sem skapa nýja vídd í verkið, samfélagslegar aðstæður og andstæður. Sum þeirra vísa beint í veruleika okkar.“ Leiklistarrýnir Víðsjár, María Kristjánsdóttir, sá uppsetningu Borgarleikhússins á Medeu.
Gagnrýni
Barnaverk sem örva skilningarvitin
„Einfaldar setningar, hljóð af ýmsum toga sem opna nýjar víddir eru framleidd lipurlega og skemmtilega af leikurunum, sem aldrei eru að þykjast vera börn heldur tekst þeim með einföldu öguðu atferli að vera þau sjálf en láta samt barnið sem leynist í okkur öllum birtast,“ segir María Kristjánsdóttir, sem fór að sjá tvær barnasýningar, Skúmaskot eftir Sölku Guðmundsdóttur og Ég get eftir Peter Engkvist.
Margar spurningar – lítið um svör
„Leikhús sem tekur enga afstöðu vekur svipaðan áhuga og fréttaflutningur sjónvarpsstöðva,“ segir María Kristjánsdóttir um uppsetningu Aldrei óstelandi á Natan.
Heitar kartöflur á flugi
María Kristjánsdóttir, gagnrýnandi Víðsjár, segir að í sýningunni Kartöfluætunum fleygi leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson heitum kartöflum í áhorfendur sem jafnvel einlægustu aðdáendur svarts húmors eigi erfitt með að kyngja.