Færslur: Margrét Þórhildur Danadrottning

Uppstokkun í ríkisstjórn Danmerkur
Nokkur uppstokkun verður í ríkisstjórn Danmerkur í kjölfar þess að dómsmálaráðherrann tilkynnti brotthvarf sitt úr stjórnmálum í gær. Mette Frederiksen forsætisráðherra greindi frá samsetningu nýs ráðuneytis síns í morgun.
Formaður landstjórnar Grænlands með COVID-19
Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, er smitaður af COVID-19 og verður því að fresta eða aflýsa ýmsum verkefnum. Þar á meðal er fyrirhugaður fundur með Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og þátttaka í athöfn í tilefni af 50 ára krýningarafmæli Margrétar drottningar.
Grænland er engin kjörbúð að sögn drottningar
„Þetta er engin kjörbúð, hugsaði ég,“ sagði Margrét Þórhildur Danadrottning í Nuuk gær þegar hún var spurð um hugmynd fyrrverandi Bandaríkjaforseta að kaupa Grænland af Dönum. Drottningin er í fimm daga opinberri heimsókn í hjálendu Dana um þessar mundir.
11.10.2021 - 06:49
Tímamót
Þegar danska kryddsíldin sló rækilega í gegn
Lítil frétt sem birtist í Morgunblaðinu 13. janúar 1981 hefur mögulega gert fyrstu opinberu heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur eftir að hún var kjörin forseti ennþá  eftirminnilegri en ella væri. „Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, mun á ferð sinni til Danmerkur á næstunni m.a. sitja kryddsíldarveislu með um 200 dönskum blaðamönnum,“ sagði Mogginn og vísaði í frétt danska blaðsins Berlingske Tidende.
Líðan Jóakims prins sögð stöðug
Jóakim Danaprins, yngri sonur Margrétar Þórhildar Danadrottningar og Hinriks heitins Danaprins, liggur enn á sjúkrahúsi í Toulouse í Frakklandi þar sem hann fór í aðgerð í fyrradag vegna blóðtappa í heila. Danska ríkisútvarpið, DR, hefur eftir talsmanni dönsku hirðarinnar að óvíst sé hversu lengi prinsinn, sem er 51 árs, verði á sjúkrahúsinu, en líðan hans sé stöðug.