Færslur: Margrét Þórhildur

Danska konungsfjölskyldan slítur tengsl við skóbúð
Danski skóframleiðandinn Ecco getur frá og með næsta ári ekki skreytt sig með dönsku krúnunni. Í tilkynningu frá dönsku hirðinni kemur fram að verslunin verði svipt nafnbótinni „konunglegur birgir“ (d. kongelig hofleverandør) sem hún hefur notið um árabil.
Margrét Þórhildur smitaðist af covid
Margrét Þórhildur, drottning Danmerkur, hefur greinst með covid og verður því að aflýsa vetrarfríi sínu í Noregi sem áttu að hefjast í dag. Þessu greindi danska hirðin frá í dag.
09.02.2022 - 10:37
Sjónvarpsfrétt
Umdeild heimsókn drottningar til Færeyja
Margrét Þórhildur Danadrottning er nú í opinberri heimsókn í Færeyjum, en ferðin hefur ekki gengið snurðulaust. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt þá ákvörðun að leyfa heimsóknina á meðan Færeyingar sæta samkomutakmörkunum.
17.07.2021 - 19:27
Danadrottning fær launahækkun í nýjum fjárlögum
Danska ríkisstjórnin leggur til að Margrét Þórhildur, Danadrottning, fái launahækkun í nýjum fjárlögum. Í heildina renna þó lægri upphæðir til annarra í dönsku konungsfjölskyldunni.