Færslur: Margaret Atwood
Tveir höfundar fá Man Booker verðlaunin
Tveir rithöfundar fá Man Booker-verðlaunin í ár, þvert á hefðir. Verðlaunin voru afhent í gær. Það eru rithöfundarnir Margaret Atwood og Bernardine Evaristo sem deila verðlaununum.
15.10.2019 - 09:49
Atwood vill fleiri mannasiðabækur
Kanadíski rithöfundurinn og femínistinn Margaret Atwood telur rétt að endurvekja útgáfu bóka um mannasiði til að kenna karlmönnum hvernig á að haga sér í kringum konur.
07.02.2018 - 08:00
Margaret Atwood: „Er ég slæmur femínisti?“
Rithöfundurinn Margaret Atwood segir í opnu bréfi að metoo-hreyfingin sé afleiðing laskaðs réttarkerfis og því geti fylgt hættur. Atwood hefur mætt gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir bréfið og hún sögð taka málstað valdamikilla karlmanna.
17.01.2018 - 11:27
Leikur kattar og músar í Alias Grace
„Þeir sem eru að leita að einfaldri morðgátu með skýrum svörum eru ekki á réttum stað,“ segir Áslaug Torfadóttir sjónvarpsrýnir Lestarinnar um þættina Alias Grace. Eftir vinsældir The Handmaid's Tale þáttanna hefur Netflix sent frá sér sjónvarpsaðlögun á öðru lykilverki kanadísku skáldkonunnar Margaret Atwood.
21.11.2017 - 13:33
Handmaid's Tale hlaut fimm Emmy-verðlaun
Saga þernunnar, eða The Handmaid's Tale, stóð uppi sem sigurvegari á Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt. Þáttaröðin var valin sú besta í flokki dramaþátta, handrit þáttanna voru talin þau bestu, besta leikstjórn dramaþátta og leikkonur í aðal- og aukahlutverkum hlutu einnig verðlaun.
18.09.2017 - 03:52
Sjónvarpsþáttaröð sem tilheyrir konum
Sjónvarpsþáttaröðin The Handmaid's Tale hefur vakið mikið umtal að undanförnu. Ekki síst vegna þess að mörgum þykir umfjöllunarefnið eiga sérstaklega vel við margt sem á sér stað í okkar samtíma um allan heim. Áslaug Torfadóttir rýnir í þættina.
10.09.2017 - 11:48
Saga þernunnar - Margaret Atwood
Bók vikunnar er Saga þernunnar eða The Handmaid's Tale eftir kanadíska skáldið og rithöfundinn Margaret Atwood. Hér er á ferðinni framtíðartryllir eða dystópía.
10.03.2017 - 11:44