Færslur: Mánudagsgesturinn

Draumur sem hún bar lengi ein með sjálfri sér
Ingileif Friðriksdóttir gaf á dögunum út sitt annað lag, Gerir eitthvað. Drauminn um að verða söngkona hún bar hún lengi vel ein með sjálfri sér en fyrr á þessu ári ákvað hún að láta hann rætast.
Fékk að vera hún sjálf í World of Warcraft
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir hefur verið afar virk í réttindabaráttu transgender og kynsegin fólks á síðustu misserum. Um þessar mundir býr hún í Brighton ásamt maka sínum, Fox Fisher, en saman skrifuðu þau nýverið bók sem á að hjálpa ungu fólki að fóta sig í hinum flókna heimi kynjatvíhyggjunnar.
01.10.2018 - 16:27
Viðtal
Kom á óvart hversu stórt skref þetta var
Tónlistarmaðurinn Arnór Dan Arnarson er líklegast þekktastur sem söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco. Nýlega gaf hann út sitt fyrsta sólólag, Stone by Stone, en það reyndist erfiðara en hann hafði búist við.
Hélt að hann þyrfti að vaxa upp úr rappi
Arnar Freyr Frostason eða Arnar Úlfur eins og hann er líklega betur þekktur hefur haft nóg fyrir stafni undanfarið en nú í ágúst er von á nýrri sólóplötu frá honum.
Þorði ekki að segjast kunna að syngja
Tónlistarkonan Hildur hefur komið víða við á síðustu misserum. Upp á síðkastið hefur hún ferðast um heiminn og unnið að því að semja tónlist í samstarfi við aðra listamenn. Hildur kíkti við í Núllinu og sagði frá því hvernig hún fór frá því að spila á selló í Amélie-eftirhermuhljómsveit yfir í að semja popplög í samstarfi við hina einu sönnu Loreen.
16.07.2018 - 12:00
Tók mörg ár að byggja upp sjálfstraust
Það er vægast sagt nóg að gera hjá Sölku Sól um þessar mundir, hvort sem það er að leika Ronju ræningjadóttur á 17. júní, spila fyrir hestamenn á landsmóti eða undirbúa nýja plötu með Amabadama.
09.07.2018 - 16:17
Lögfræðingur, uppistandari eða rithöfundur?
Bergur Ebbi ætti að vera flestum kunnugur, hvort sem það er sem tónlistarmaður, uppistandari eða rithöfundur. Hann var mánudagsgestur í Núllinu, ræddi fortíðina, nútíðina og ekki síst framtíðina.
25.06.2018 - 17:21
Lifði á kornflexi og frosnum frönskum
Birgittu Haukdal ætti hvert mannsbarn í landinu líklega að kannast við. Hún var mánudagsgestur í Núllinu og fór yfir ferilinn, allt frá upphafinu í ABBA-sýningu á Broadway til endurkomu aldarinnar á Þjóðhátíð í fyrra og risatónleikanna í Hörpu fyrir tveimur vikum síðan.
12.06.2018 - 08:55