Færslur: Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna

Enn fjölgar föllnum mótmælendum í Íran
Íranskar öryggissveitir skutu minnst þrjá mótmælendur til bana í dag þegar þess var minnst að fjögur ár eru liðin frá blóðugum mótmælum vegna hækkunar eldsneytisverðs.
Ætla að gera Kherson að óvinnandi virki
Varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands ræddu saman í síma í dag. Samskipti þeirra eru afar fátíð en aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum hyggjast gera borgina Kherson að virki gegn framrás úkraínskra hersveita.
Mannréttindum hnignar stöðugt í Belarús
Sameinuðu þjóðirnar segja stöðu mannréttinda í Belarús fara sífellt hnignandi en tæp þrettán hundruð sitja í fangelsi vegna pólítískra skoðana sinna. Frjáls félagasamtök hafa verið leyst upp eða hætt störfum af ótta við ofsóknir.
Úkraínsk börn talin flutt nauðug til Rússlands
Sameinuðu þjóðirnar telja trúverðugt að Rússar hafi flutt úkraínsk börn nauðug til ættleiðingar í Rússlandi. Rússar eru sakaðir um margvísleg mannréttindabrot önnur. Þetta kom fram á fundi öryggisráðsins í dag.
Aftökum fjölgar ár frá ári í Íran
Yfirvöld í Íran tóku yfir 100 manns af lífi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Antonios Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um málefni Írans. Nada Al-Nashif, aðstoðarframkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, kynnti skýrsluna fyrir Mannréttindaráði samtakanna í Genf í gær. Hún sagði aftökum hafa farið fjölgandi í Íran á síðustu árum og harmaði að svo virtist sem sú óheillaþróun héldi áfram.

Mest lesið