Færslur: Mannréttindaskrifstofa Íslands

Hatursorðræða meinsemd í samfélaginu
Hatursorðræða á ekki að líðast í íslensku samfélagi, segir forsætisráðherra. Hún vill samhæfa aðgerðir stjórnvalda og vinna markvisst gegn þessari meinsemd í samfélaginu.
Myndskeið
Vilja oft sem minnst afskipti lögreglu
Algengt er að þolendur mansals vilji sem minnst afskipti lögreglu. Þetta segir Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Tíma taki að byggja upp traust í málum sem þessum og þau séu afar erfið í rannsókn.
Öll fórnarlömb mansals eiga rétt á aðstoð
Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands og fulltrúi í framkvæmdateymi um mansal í Bjarkarhlíð fagnar breytingatillögu dómsmálaráðherra varðandi mansalsákvæði almennra hegningarlaga.
Stofnun innlendrar mannréttindastofnunar enn í bígerð
Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun að skipa starfshóp sem hefði það hlutverk að útfæra hugmyndir og vinna við frumvarp um sjálfstæða innlenda mannréttindastofnun. Hugmyndir þess efnis eiga sér nokkurn aðdraganda.