Færslur: Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna

Tigray-hérað
Yfir 100 almennir borgarar hafa farist frá áramótum
Að minnsta kosti 108 almennir borgarar hafa fallið í Tigray-héraði í Eþíópíu frá áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna sem sömuleiðis vara við miklum matvælaskorti í héraðinu.
Óttast um afdrif súdanskra ráðamanna í haldi hersins
Tugir ríkja krefjast þess að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna boði til neyðarfundar vegna valdaránsins í Súdan í liðinni viku og framgöngu Súdanshers í framhaldinu. Hópur súdanskra lögmanna óttast um afdrif ráðherra og fleiri áhrifamanna sem handteknir voru í valdaráninu og ekkert hefur spurst til síðan.