Færslur: mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn
„Ég er með svakalega fortíðarþrá“
„Er ég ekki of ung, tvítug, til að lesa um eitthvað gamalt fólk?“ Spurði Birgitta Birgisdóttir sig, fyrst þegar hún fór að lesa ævisögur. Leikkonan komst þó fljótt að því að gamli tíminn og flókið tilfinningalíf þjóðar sem tjáði ekki hug sinn heillar hana gríðarlega.
Mannlegi þátturinn
Eðlilegt að vera dapur segja sálfræðingar HÍ
Ekki er tekið við fleiri beiðnum eftir einstaklingsviðtölum hjá sálfræðiþjónustu Háskóla Íslands til áramóta. Til stendur að stokka þjónustuna upp á nýju ári. Ásta Rún Valgerðardóttir og Katrín Sverrisdóttir, sálfræðingar við Háskóla Íslands, segja að það sé eðlilegt að finna fyrir depurð þessa daga en ánægjulegt að verða vitni að því hve mikil seigla er í nemendum.
Mannlegi þátturinn
Fjarmeðferð fyrir ungt fólk með geðrof á byrjunarstigi
Eitt hundrað og tíu manns sækja þjónustu í Laugarásnum þar sem Landspítalinn rekur deild fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi. Sandra Sif Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri á deildinni, segir að tekist hafi að halda starfseminni gangandi þrátt fyrir farsóttina með því að nota fjarviðtöl og fjarmeðferðir. 
Mannlegi þátturinn
Misnotkun á heilbrigðisupplýsingum vaxandi vandi
Hólmar Örn Finnsson persónuverndarfulltrúi embættis landlæknis segir æskilegt að fólk sé á verði gagnvart því hverngi farið er með heilbrigðisupplýsingar um það. Heilsuupplýsingar séu eftirsóttar af stórfyrirtækjum og hafa í vaxandi mæli verið misnotaðar. Rætt var við Hólmar í Mannlega þættinum á Rás 1.
Sykur og unnin matvara slæmt fyrir þarmaflóru
Uppþemba, þrálátir krampar, magaverkir, vindgangur og hægðatregða svo dæmi séu tekin geta allt verið merki um slæma þarmaflóru. Því hreinna sem mataræðið okkar er með góðum trefjum frá grænmeti og heilu korni, litlum sykri og óunnum matvörum því heilbrigðari verður þarmaflóran.
13.11.2017 - 11:47
Græna sósan í París
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir sagði í Mannlega þættinum í dag frá þremur veitingastöðum í París þar sem aðeins einn aðalréttur er í boði, entrecote steik, franskar kartöflur og græn sósa, sem er mun bragðbetri en hún lítur út fyrir að vera.
27.10.2017 - 12:33
Sophia Loren og vanillubúðingur
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, matgæðingur Mannlega þáttarins, kom í þáttinn í dag og sagði frá Sophiu Loren, ömmu Sophiu og mat frá Napólí.
20.10.2017 - 12:48
Þetta eru lífseig kvikindi
„Good night and don’t let the bed bugs bite,“ er gjarnan sagt á ensku, eða góða nótt, en láttu ekki rúmpöddurnar bíta þig. En hvað eru þessar rúmpöddur, eða veggjalýs eins og þær kallast á íslensku? Jón Halldórsson meindýraeyðir kom í Mannlega þáttinn í dag.
06.10.2017 - 13:22
D-vítamín skortur eykur líkur á sykursýki 2
Haustið er venjulega tíminn sem við þurfum að keyra D-vítamín búskap líkamans í gang og það gerir miklu meira en að styrkja líkamann og beinin okkar. Ef skortur verður á D-vítamíni í líkamanum til langs tíma er fólk líklegra til að þróa með sér sykursýki tvö. Þetta kemur fram í rannsókn sem Lilja Kjalarsdóttir doktor í sameindalíffræði hefur unnið í Bandaríkjunum. 
05.10.2017 - 11:41
Fólk festist í klóm ME
Hvað er ME? Þetta hefur verið kallaður sjúkdómurinn með þúsund nöfnin. Milljónir manns um heim allan hafa glímt við þennan erfiða sjúkdóm sem var á tímabili kallaður síþreyta, en það nafn hefur þótt ýta undir fordóma og misskilning. Þær Guðrún Sæmundsdóttir, formáður ME félags Íslands og Herdís Sigurjónsdóttir komu í Mannlega þáttinn og sögðu frá ME og ráðstefnu um sjúkdóminn sem haldin verður á morgun á Grand Hótel.
Kókosolía mettuð fita og ætti að neyta í hófi
Nýlega komu fram fréttir um að kókosolían væri með sömu áhættuþætti og smjör og feitt kjöt. Þeir eru að hið svokallaða slæma kólesteról getur hækkað með óhóflegri neyslu þessarar fitu.
30.06.2017 - 13:24
„Ekki halda stressi til streitu“
Af hverju finna sífellt fleiri til streitu og álags í okkar daglega lífi og hvernig getum við reynt að sporna gegn því að þetta hafi alvarleg áhrif á okkar andlegu líðan og líkamsstarfsemi? Ágúst Óskar Gústafsson starfar sem heimilislæknir í Kaupmannahöfn. Hann er sérstakur áhugamaður um streitu og hvaða áhrif hún hefur á líkamann.
01.03.2017 - 12:04