Færslur: Mannkynssaga

Smá skref reynast stór fyrir sögu Norður-Ameríku
Steingerð fótspor sem talin eru frá um 23 þúsund árum eru elstu merki sem til eru um ferðir manna í Norður-Ameríku. Fótsporin fundust í eyðimörkinni í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum, og benda til þess að menn hafi gengið um álfuna löngu fyrir lok síðustu ísaldar.
Sögu mannkyns verður ekki komið fyrir í excelskjali
Ekki býr allt einsleitt mannkyn á jörðinni við sömu skilyrði, langt í frá. Gamla grjótharða lífsbaráttan er við lýði sums staðar, þokkaleg annars staðar, ljómandi meðal enn annarra en nú er svo komið að 1 af hverjum hundrað á helming allra svonefndra auðæfa jarðarinnar, segir Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. Hún heldur áfram að velta fyrir sér litrófi mannkyns í Tengivagni Rásar 1. Í dag víkur sögunni að mannsheilanum og því sem mótar hugsun mannkyns í vestrænum samfélögum.
Allir eru sömu gerðar bæði yst og innst
„Ég á efðaefni sameiginleg með íbúum, innfluttum eða innfæddum, Evrópu, Asíu, Afríku og Eyjaálfu. Formæður mínar hafa verið kolsvartar, svartar, dökkbrúnar, brúnar, ljósbrúnar og hvítar svo nokkuð sé nefnt.“ Að gefnu og augljósu tilefni hugleiðir Ragnheiður Gyða Jónsdóttir litbrigði mannkyns í öðrum pistli sínum í Tengivagninum á Rás 1.
Dansfífl sögunnar
Hvaðan kemur þörf okkar til að dansa? Hverjar eru sögulegar og þróunarfræðilegar ástæður fyrir því að við tökum snúning? Ragnheiður Gyða Jónsdóttir velti fyrir sér þessum spurningum og mörgum fleiri þegar hún fjallaði um dans í sögulegu ljósi í Víðsjá á Rás 1. Fyrsta pistilinn má heyra hér fyrir ofan en hinir fjórir eru í gluggum hér fyrir neðan.
02.12.2019 - 16:08
Sapiens - Yuval Noah Harari
„Þetta er ekki upptalning eins og maður á að venjast í mannkynssögubókum heldur er hann að skoða áhrif mannsins á heiminn og hvernig tegundinni tókst að koma upp samvinnukerfum með því að beita hugmyndafluginu. Með því að skapa í rauninni ímyndaðan heim, ímynduð kerfi,“ segir Magnea J. Matthíasdóttir um nýjustu þýðingu sína, Sapiens.
17.09.2019 - 11:02

Mest lesið