Færslur: Málefni fólks á flótta

Tveir ákærðir fyrir setumótmæli í dómsmálaráðuneytinu
Tveir hafa verið ákærðir fyrir mótmæli í dómsmálaráðuneytinu í apríl í fyrra. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun. Báðir neita sök. Annar mannanna, Kári Orrason, skrifaði lögreglustjóra opið bréf vegna málsins í morgun.
Flóttabörn verði ekki send til Grikklands
Unnið er að því í þremur ráðuneytum að breyta reglum þannig að börn á flótta verði ekki send til Grikklands. Barnamálaráðherra vonast til þess að breytingin komi til framkvæmda á næstu dögum. Brýnt sé að börn séu aðeins send þangað sem unnt er að tryggja þeim þar þá þjónustu sem þau eigi rétt á.
11.03.2020 - 22:23
Hælisleitendum fjölgar í ESB í fyrsta sinn frá 2015
Nær hálf milljón manna sótti um hæli í ríkjum Evrópusambandsins fyrstu níu mánuði þessa árs, heldur fleiri en á sama tímabili árið á undan. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2015 sem hælisleitendum fjölgar í stað þess að fækka. Í Evrópusambandinu öllu sóttu 473.215 manns um hæli frá janúarbyrjun til septemberloka, í stað 435.610 á sama tímabili í fyrra. Þeim fjölgar því um 8,6 prósent milli ára.
Fjölmennustu móttökur flóttafólks hingað til
Ríkisstjórnin samþykki á fundi sínum í seinustu viku tillögu flóttamannanefndar þess efnis að tekið yrði á móti 85 flóttamönnum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Sjónarhóll barnsins í forgrunni HEIMA
Þreyta, hungur og kuldi er raunveruleiki fyrstu sólarhringa fylgdarlausra barna og ungmenna sem leita að alþjóðlegri vernd hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtölum UNICEF á Íslandi við 31 barn sem kom hingað til lands á árunum 2016 til 2018 í leit að alþjóðlegri vernd. Viðtölin voru tekin vegna verkefnisins HEIMA, þar sem UNICEF skoðar móttöku barna út frá sjónarhorni barnanna sjálfra. Rætt var við börn á aldrinum 7 til 18 ára, auk ungmenna á aldrinum 18 til 21 árs.
Kom á óvart að börn séu send til Grikklands
Það kom á óvart að íslensk stjórnvöld sendi börn sem óska hér eftir hæli, til Grikklands. Þetta segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Til stendur að senda tvær afganskar fjölskyldur, þar af fjögur börn, til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. Evrópuráðið og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa bent á óviðunandi aðstæður flóttamanna í Grikklandi. Salvör hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og verður hann í þessari viku.
08.07.2019 - 08:14
Fréttaskýring
Feðginin í Rio Grande: Áhrif átakanlegra mynda
„Ef þessi mynd fær okkur ekki til að endurmeta stöðuna, ef hún hreyfir ekki við þeim sem taka ákvarðanirnar þá er samfélag okkar illa statt.“ Þetta segir Julia le Duc, blaðamaður á dagblaðinu La Jornada sem gefið er út í mexíkósku landamæraborginni Matamoros. Skammt frá borginni rennur stórfljótið Rio Grande og handan þess eru Bandaríkin. Á mánudagsmorgun tók Le Duc átakanlega mynd sem stór hluti þeirra sem fylgjast með heimspressunni hefur líklega séð. En breytir hún einhverju?
Viðtal
200-faldur íbúafjöldi Íslands á flótta
„Það er ýmislegt sem er í gangi og hefur verið í gangi síðastliðin tíu ár, aukning á stríði og átökum, ofsóknir, loftslagsbreytingar sem við höfum farið að finna fyrir og svo er það öfgastefna sem gerir það að verkum að fólk hefur sig upp úr sínu landi því það finnur ekki lengur til öryggis.“ Þetta er meðal þess sem Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi telur orsaka það að í dag eru tvöfalt fleiri á flótta í heiminum en fyrir áratug síðan.