Færslur: Málefni barna

Segist vilja byrja á úrræðum fyrir börn í mestum vanda
Barnamálaráðherra bindur miklar vonir við nýsamþykktar breytingar í málefnum barna sem auka eiga samvinnu og bæta samfellu í þjónustu við börn. Hann vill að byrjað verði á þjónustu við börn sem eiga í mestum vanda. 
Loftslagsbreytingar og umhverfisvá ógna milljarði barna
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, áætlar að um milljarður barna í 33 ríkjum heims séu í mikilli hættu vegna loftslagsbreytinga, hlýnunar Jarðar, mengunar og annarra aðsteðjandi umhverfisógna. Þetta kemur fram í skýrslu UNICEF, Áhættuvísi fyrir börn heimsins, þeim fyrsta sem unninn hefur verið.
Viðtal
Færri börn týnast í faraldrinum en þau týnast oftar
Leitarbeiðnum til lögreglu um týnd börn hefur fjölgað í faraldrinum, en þær ná til færri einstaklinga. Þetta segir Guðmundur Fylkisson lögreglumaður sem hefur um árabil séð um að hafa uppi á týndum börnum.
Fréttaskýring
Landlæknir og samtök launafólks á öndverðum meiði
Leiðtogar samtaka launafólks og Samband íslenskra sveitarfélaga fagna áformum félags- og barnamálaráðherra um að eyrnamerkja hvoru foreldri sex mánaða fæðingarorlofsrétt. Embætti landlæknis og Ljósmæðrafélag Íslands eru á meðal þeirra sem gagnrýna drög að lagafrumvarpi um fæðingar- og foreldraorlof og hvetja til þess að foreldrum verði veittur meiri sveigjanleiki í orlofstöku en þar er kveðið á um.
Andlát barna vegna COVID-19 afar fátíð
Börn og ungmenni eru mun ólíklegri til þess að veikjast alvarlega af völdum kórónuveirusýkingar. Andlát barna vegna sjúkdómsins eru afar fátíð. Þetta eru niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar.
28.08.2020 - 17:59
Viðtal
Vanlíðanin mest meðal pólskra og asískra ungmenna
Ungmenni af erlendum uppruna njóta síður stuðnings foreldra, vina og bekkjarfélaga, en ungmenni af íslenskum uppruna. Það skýrir að hluta verri líðan og minni lífsánægju þeirra. Önnur atriði, svo sem bágari efnahagur fjölskyldu, að búa ekki hjá báðum foreldrum eða að foreldrar séu án atvinnu, tengjast einnig verri líðan og minni lífsánægju ungmenna. 
Barátturæður, dáleiðsla og kökuslagur hjá Krakkaveldi
Börn á aldrinum 7 til 12 ára, sem skipa samtökin Krakkaveldi, stóðu fyrir viðburði í Iðnó í gær þar sem þau tóku meðal annars fyrir vandamál fullorðinna og buðu fram aðstoð sína við að finna lausnir og góð ráð við þeim. Dagskrá lauk svo með rjómatertuslag.
Fréttabörn segja vel hafa tekist til
Börn ganga í hlutverk fréttafólks á barnaþingi sem haldið er í Hörpu í dag. Unga fréttafólkið sér um að miðla upplýsingum til almennings af þinginu. Þau taka myndir, viðtöl við þátttakendur þingsins, og halda umræðunni lifandi á samfélagsmiðlum. Eiður Axelsson, einn þeirra sem sinnir hlutverkinu, segir mikla ábyrgð fylgja fjölmiðlahlutverkinu. Þingið hafi verið frábært í alla staði.
22.11.2019 - 18:08
Mega ekki birta fermingarmyndir í óþökk barna
Færst hefur í aukana að ósátt börn leiti til umboðsmanns barna vegna mynda sem foreldrar þeirra hafa birt af þeim á samfélagsmiðlum. Persónuvernd hefur úrskurðað í einu slíku máli.
Börn kvarta undan myndbirtingum foreldra
Börn hafa kvartað til umboðsmanns barna undan því að foreldrar þeirra birti myndir af þeim á samfélagsmiðlum. Umboðsmaður barna hefur gefið út leiðbeiningar til foreldra um birtingu efnis á samfélagsmiðlum.
08.07.2019 - 09:03
Viðtal
„Fær að vera venjuleg tíu ára stelpa“
Líf Þórdísar Elísabetar Arnarsdóttur, tíu ára, hreyfihamlaðrar stelpu í Kópavogi, breyttist í byrjun þessa mánaðar þegar hún fékk NPA. Aðstoðin sem hún fær heyrir ekki lengur undir mörg svið hjá bænum. Þar sem Þórdís er barn þarf hún aðstoð við að verkstýra aðstoðarkonum sínum. Þá aðstoð fær hún frá móður sinni, Guðnýju Steinunni Jónsdóttur. Guðný er þá í tvöföldu hlutverki gagnvart dóttur sinni, uppalandi en líka sú sem á að tryggja að aðstoðin sem Þórdís fær sé á hennar forsendum.
Reglugerð bannar kynlaus klósett hjá borginni
Áform mannréttindaráðs borgarinnar um að koma upp ókyngreindri salernisaðstöðu í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar brjóta gegn reglugerð um húsnæði vinnustaða. Kristinn Tómasson, yfirlæknir vinnueftirlitsins, telur að borgin geti ekki látið verða af þessum framkvæmdum nema reglunum verði breytt. 
Greindarpróf munaðarlaus í kerfinu frá 2015
Þegar ekki er hægt að greina börnin rétt getur það bitnað á þjónustunni sem þau fá. Þetta segir formaður Sálfræðingafélags Íslands. Próf sem íslenskir sálfræðingar nota til þess að meta greind og þroska barna eru úrelt. Frá því Námsmatsstofnun var lögð niður og Menntamálastofnun stofnuð hefur engin stofnun haft umsjón með því að þýða og staðfæra prófin. Erlent fyrirtæki sem er með einkarétt á prófunum hefur tilkynnt að ekki sé lengur heimilt að dreifa þeim.
Fréttaskýring
„Á þessum árum er framinn hraður“
Umönnunargjáin, tímabilið frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til barn kemst í tryggt dagvistunarúrræði grefur undan foreldrum ungra barna, einkum konum sem eru fjórfalt til fimmfalt lengur heima en karlar. Þá hefur dregið úr því að karlar taki orlof. Hvað ætla stjórnvöld að gera í málinu? Ríkisstjórnin stefnir að því að lengja fæðingarorlofið og hækka orlofsgreiðslur í samtali við aðila vinnumarkaðarins, þá greinir á um ýmislegt en allir eru sammála um að eitthvað þurfi að breytast.
Reynsla
Gjá sem grefur undan fjölskyldum
Það að eignast barn veldur straumhvörfum í lífi fólks. Það hefst nýr kafli. Sá veruleiki sem tekur á móti foreldrum fyrstu árin eftir fæðingu barns getur þó líka valdið straumhvörfum. Leitt til þess að foreldrar séu heima án tekna mánuðum saman, missi jafnvel vinnuna .Ef kerfið væri fullkomið væri í því samfella; fyrst færu foreldrar í fæðingarorlof og að því loknu tæki eitthvað annað við, dagforeldrar eða leikskóli. Því er ekki alltaf fyrir að fara.
Mikilvægt að alþingismenn hlusti á börn
Það er mikilvægt að alþingismenn hlusti á börn. Þetta segir nemandi í Fossvogsskóla. Þar og víðar voru haldnar krakkakosningar í dag. Það var mikil eftirvænting hjá nemendum í Fossvogsskóla og á Höfðabergi í Lágafellsskóla í dag þegar þau kusu í fyrsta sinn í sérstökum krakkakosningum. Úrslitin verða tilkynnt í kosningasjónvarpi RÚV á morgun.
27.10.2017 - 22:05
Neyðarástand skapist verði ekkert að gert
Ljóst er að endurskoða þarf sérstaklega verkferla í kringum komur fylgdarlausra barna hingað til lands. Innanríkisráðuneytið, Barnaverndarstofa, Útlendingastofnun hafa síðustu vikur ráðið ráðum sínum um hvernig best sé að koma til móts við þessi börn. Vilji er fyrir því að samhæfa þjónustuna en ekki eru allir sammála um búsetuúrræðin, á að vista börnin á heimili eða stofnun?
Kanna þarf bakgrunn og sögu barna á flótta vel
„Barnaverndarstofa hefur varað okkur við því að vista börn án fylgdarmanna, stálpaða drengi inni á heimilum með öðrum börnum þegar við þekkjum ekki áfallasögu þeirra, þekkjum ekki afbrotasögu þeirra og vitum ekki hvort þeir eru börn eða fullorðnir. Við verðum bara að fara varlega. VIð viljum þessum ungu mönnum allt hið besta en við verðum að tryggja aðstæður þannig að það sé til gagns fyrir þá sjálfa, til framtíðar,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur.
12.02.2016 - 17:12
Segja Ísland bregðast börnum á flótta
Þrjú börn á aldrinum 14 til 15 ára hafa dvalið á fjölskyldugangi móttökumiðstöðvar fyrir hælisleitendur í Hafnarfirði frá því í byrjun árs. Þau njóta ekki sérstakrar verndar og stopuls stuðnings ef einhvers. Sú meðferð sem börn á flótta njóta hér á landi er ekki alltaf í samræmi við lög, þau eru ekki tekin trúanleg og aðgengi þeirra að menntun og annarri grunnþjónustu er oft ábótavant.
11.02.2016 - 18:39
Skortur barna djúpstæðari og meiri en áður
Á árunum 2009 til 2014 tvöfaldaðist fjöldi þeirra barna sem búa við efnislegan skort hér á landi. Árið 2014 voru þau 6100 talsins. Fjöldi þeirra barna sem leið verulegan skort þrefaldaðist, 1600 börn töldust gera það árið 2014. Börn leigjenda, ungra foreldra og foreldra með litla atvinnuþátttöku standa verst. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Unicef um stöðu barna á Íslandi sem kynnt var í Þjóðminjasafninu í dag.
20.01.2016 - 18:13