Færslur: Malasía

Kalla sendiherra á teppið vegna ummæla um spámanninn
Stjórnvöld í Indónesíu og Malasíu kölluðu sendiherra Indlands til fundar í dag vegna ummæla indverskra embættismanna um Múhameð spámann sem þykja niðrandi.
07.06.2022 - 15:22
Köfurum bjargað eftir þriggja daga leit en eins saknað
Björgunarlið í Malasíu fann í morgun breskan karlmann á fimmtugsaldri og franska stúlku eftir þriggja daga leit. Fjórtán ára sonar mannsins er enn leitað en norskri konu úr hópnum var bjargað á fimmtudaginn.
09.04.2022 - 07:40
Mannbjörg í Malasíu eftir að bát hvolfdi
Mannbjörg varð eftir að bát með átján innanborðs hvolfdi í aftakaveðri nærri malasísku ferðamannaeyjunni Langkawi í gær. Malasíska strandgæslan greinir frá því að fiskimenn hafi bjargað fólkinu síðdegis í gær en þess hafði verið leitað frá því um miðjan dag.
27.02.2022 - 04:33
Erlent · Asía · Veður · Malasía · Strandgæsla · Sjóslys · Illviðri · Rigning · úrhelli · ferðamenn
Kartöflur skortir til að seðja gesti skyndibitastaða
Skyndibitakeðjan McDonalds hefur gripið til þess ráðs að skammta franskar kartöflur á fjölmörgum veitingastöðum sínum í Malasíu vegna þess að hráefni skortir. Hið sama er uppi á teningnum víða um Asíu.
Ástralía
Lögðu hald á milljarða virði af heróíni
Áströlsk lögregluyfirvöld greindu frá því á fréttamannafundi í Melbourne í morgun að toll- og löggæslumenn hefðu lagt hald á stærstu heróínsendingu sem nokkurn tímann hefur fundist í Ástralíu. Meta þeir verðmæti fengsins á um 140 milljónir ástralska dollara, jafnvirði tæplega 14 milljarða króna. Einn malasískur ríkisborgari var handtekinn og ákærður fyrir saknæman innflutning og vörslu á ólöglegu fíkniefni. Ástralskir fjölmiðlar greina frá þessu.
16.10.2021 - 05:36
Bílaframleiðsla dregst saman á Bretlandseyjum
Bílaframleiðsla á Bretlandi í ágústmánuði dróst saman um 27 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Helst má kenna samdráttinn skorti á hálfleiðurum sem hefur hægt á bílaframleiðslu um allan heim.
Óttast að Mjanmar verði næsti ofurdreifari veirunnar
Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar varar við að landið geti orðið næsti ofurdreifari kórónuveirunnar. Heilbrigðiskerfið er í molum, dauðsföllum af völdum covid hefur fjölgað mjög og óttast er að ástandið muni versna enn á komandi mánuðum.
Loka bólusetningastöð vegna smita starfsmanna
Bólusetningarstöð í borginni Shah Alam í Malasíu hefur verið lokað eftir að yfir tvö hundruð starfsmenn stöðvarinnar greindust smitaðir af kórónuveirunni. Viðamiklar sóttvarnatakmarkanir hafa verið í gildi frá því í byrjun júní en í gær greindust 11.079 smit í landinu, mesti fjöldi smita á einum degi frá upphafi faraldursins.
13.07.2021 - 09:18
Beita drónum til að hitamæla
Lögreglan í Malasíu hefur tekið til þess ráðs að hefja hitamælingar á fólki, úr lofti. Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar til muna í landinu eftir að kórónuveirusmitum hafði fjölgað mikið en smit urðu allt að 9.000 á dag. 
07.06.2021 - 07:36
Erlent · Asía · Malasía · COVID-19
Gripið til hertra aðgerða í Malasíu
Sóttvarnir verða hertar í Malasíu í vikunni vegna fjölgunar COVID-19 tilfella að undanförnu. Stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi til að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar.
10.05.2021 - 16:00
Sögu hótelreksturs Icelandair í þann mund að ljúka
Icelandair Group hefur samið við malasíska félagið Berjaya um kaup á fjórðungseign sinni í hótelfélaginu Icelandair Hotels. Berjaya, sem er í eigu kaupsýslumannsins Vincent Tan, eignaðist 75% hlut í félaginu í júlí árið 2019.
Óttast um afdrif hundraða Róhingja
Hundruð Róhingja er saknað úr flóttamannabúðum í Indónesíu. Óttast er að þeim hafi verið smyglað til nágrannaríkisins Malasíu. Að sögn Al Jazeera eru aðeins 112 flóttamenn eftir í flóttamannabúðum sem settar voru upp til bráðabirgða í Lhokseumawe á norðurströnd Indónesíu. 400 flóttamenn komu þangað á fjögurra mánaða tímabili í fyrra.
29.01.2021 - 05:15
Neyðarástandi lýst yfir í Malasíu vegna COVID-19
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Malasíu vegna úbreiðslu kórónuveirufaraldursins og þeirrar ógnar sem heilbrigðiskerfi landsins stafar af honum.
12.01.2021 - 03:30
Dauði stúlku í frumskógi í Malasíu var slys
Malasískur dánardómsstjóri hefur komist að þeirri niðurstöðu að fransk-írska unglingsstúlkan Nora Anne Quoirin hafi látist af slysförum í frumskógi í Malasíu í ágúst 2019 .
04.01.2021 - 06:32
Malasíska strandgæslan fann metmagn af metamfetamíni
Strandgæsla Malasíu lagði í liðinni viku hald á rúmlega tvö tonn af metamfetamíni í bát sem eltur var uppi undan norðurströnd landsins. Er þetta stærsti fíkniefnafundur sem liðsmenn strandgæslunnar hafa gert frá því að hún var sett á laggirnar fyrir 15 árum. Efnið í lest bátsins var í 130 sekkjum sem merktir voru sem kínverskt te. Söluvirði þess er metið á sem svarar 3,3 milljörðum króna.
14.12.2020 - 03:24
Um 300 Róhingjar á flótta náðu landi á Súmötru
Nærri þrjú hundruð Róhíngjum á flótta var bjargað að landi á indónesísku eyjunni Súmötru snemma í morgun að sögn þarlendra yfirvalda.
07.09.2020 - 05:29
Najib sakfelldur fyrir fjársvik og peningaþvætti
Najib Razak, fyrrverandi forsætis- og fjármálaráðherra Malasíu, var í morgun fundinn sekur um öll sjö brot sem hann var ákærður fyrir í fyrstu réttarhöldunum yfir honum vegna milljarða fjársvikamáls. Málið er kennt við opinbera fjárfestingasjóðinn 1MDB og teygir anga sína til fjölmargra landa. Meðal sakarefna eru misnotkun á almannafé, peningaþvætti og misnotkun valds.
28.07.2020 - 05:22
Réttarhöld hafin vegna MH17
Í morgun hófust í Hollandi réttarhöld yfir fjórum mönnum sem sakaðir eru um morð á 298 manns sem fórust þegar farþegaflugvél Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu 17. júlí 2014.
09.03.2020 - 10:29
Erlent · Asía · Evrópa · Holland · Rússland · Úkraína · Malasía
Mahathir biðst lausnar
Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu, baðst lausnar í morgun og flokkur hans PPBM hefur sagt sig úr ríkisstjórn landsins. Flokkabandalag sem myndað var fyrir þingkosningarnar í Malasíu 2018 er þar með farið út um þúfur.
24.02.2020 - 09:25
Erlent · Asía · Malasía
Ný smit í Taílandi, Singapúr og Malasíu
Þrjú Asíuríki staðfestu í dag ný tilfelli kórónaveirusýkingarinnar sem kennd er við Wuhan í Kína, en veiran hefur nú greinst í meira en tuttugu löndum.
04.02.2020 - 13:27
Erlent · Asía · Kórónaveiran · Kína · Taíland · Singapúr · Malasía
Síðasta Súmötru-nashyrningskýrin í Malasíu öll
Enn fækkar Súmötrunashyrningum því nashyrningskýrin Iman er öll. Hún var síðasti súmötrunashyrningurinn í Malasíu en talið er að um hundrað dýr séu enn villt á Súmötru. Krabbamein varð Iman að aldurtila, hún var tuttugu og fimm ára gömul og fönguð á Borneo fyrir fimm árum. Í vor drapst nashyrningstarfurinn Tam á Borneo. Tilraunir til að leiða saman Tam og nashyrningskýr í dýragörðum höfðu ekki borið ávöxt.
24.11.2019 - 13:29
Erlent · Asía · Náttúra · Malasía
Sagður hafa sjálfur fengið milljarða úr 1MDB
Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, gegndi stóru hlutverki í fjársvikum og misnotkun á almannafé úr fjárfestingarsjóðnum 1MDB og milljónir dollara úr sjónum enduðu á bankareikningum hans. Þetta sagði fulltrúi ákæruvaldsins í morgun við upphaf umfangsmestu réttarhalda tengd sjóðnum.
28.08.2019 - 09:01
Erlent · Asía · Malasía
Fundu lík táningsstúlku í Malasíu
Lögregla í Malasíu fann í dag lík hinnar 15 ára gömlu írsk-frönsku stúlku Noru Quoirin sem hvarf af hótelherbergi sínu í Dusun 4. ágúst. Leitað var ítarlega að henni í miklu skóglendi í nágrenni hótelsins og fannst nakið lík hennar í um tveggja kílómetra fjarlægð.
13.08.2019 - 23:00
Yfir 600 dáin úr beinbrunasótt á Filippseyjum
Stjörnvöld á Filippseyjum lýstu í gær yfir neyðarástandi vegna beinbrunasóttarfaraldurs sem gaus upp í landinu í ársbyrjun og orðið hefur yfir 600 manns að aldurtila. Alls skráðu filippeysk heilbrigðisyfirvöld 146.062 tilfelli beinbrunasóttar frá því fyrstu tilfellin greindust í janúar fram til 20. júlí, og ekkert bendir til þess að faraldurinn sé í rénun. Þetta eru nær tvöfalt fleiri tilfelli en greindust á sama tímabili í fyrra.
Senda 1.500 tonn af rusli til Kanada
Stjórnvöld í FIlippseyjum sendu í gær um það bil 1.500 tonn af rusli í 69 gámum aftur til síns heima, hinu megin á hnettinum, nánar tiltekið til Vancouver í Kanada. Gámaskipið lagði upp í leiðangur sinn frá fríhöfninni í Subic-flóa, norður af Manila, um miðnæturbil að íslenskum tíma.
31.05.2019 - 04:26