Færslur: Malaría

Kína lýst malaríulaust ríki
Sjö áratuga baráttu Kínverja við malaríu er formlega lokið samkvæmt yfirlýsingu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í morgun. Á fimmta áratug síðustu aldar greindust um 30 milljónir á ári hverju með malaríu í Kína, en síðustu fjögur ár hefur enginn fengið sjúkdóminn innanlands. 
30.06.2021 - 06:21
Ný tegund malaríulyfs vinnur samkeppni Háskóla Íslands
Nýtt lyfjaform gegn malaríu fyrir börn bar sigur úr býtum í Vísinda- og nýsköpunarverðlaunakeppni Háskóla Íslands. Í verkefninu var þróað nýtt lyfjaform sem gerir að verkum að ekki þarf hjúkrunarfræðinga til að gefa lyfið á sjúkrahúsum heldur heldur er á færi ófaglærðra að gera það.
Binda miklar vonir við nýtt bóluefni við malaríu
Vísindamenn við Oxford-háskóla hafa þróað nýtt bóluefni við malaríu sem vonir eru bundnar við að geti gjörbylt baráttunni við sjúkdóminn. Malaría dregur fleiri en 400 þúsund til dauða á hverju ári, aðallega börn í sunnanverðri Afríku. Ótal bóluefni við malaríu hafa verið þróuð og prófuð á síðustu árum en þetta er í fyrsta sinn sem efnið reynist uppfylla þau skilyrði sem vonast er eftir.
23.04.2021 - 14:27