Færslur: Makríll

Makrílkvóti aukinn
Makrílkvóti íslenskra skipa verður aukinn úr 108 í 140 þúsund tonn, samkvæmt reglugerð sjávarútvegsráðherra. Morgunblaðið greinir frá þessu. Er þetta einhliða ákvörðun íslenskra stjórnvalda, þar sem þau hafa ekki átt aðild að samningum um skiptingu makrílkvótans í Norður-Atlantshafi þótt makríll sé farinn að ganga inn í íslenska lögsögu í miklum mæli.
29.06.2019 - 08:45
Makrílkröfur á ríkið þingfestar 27. júní
Fyrstu dómsmál í kjölfar makríldóms Hæstaréttar í desember verða þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Skaðabótakröfurnar skipta milljörðum. 
19.06.2019 - 12:28
142% aukning á makrílkvóta
Alþjóðahafrannsóknarráðið leggur til að makrílkvóti þessa árs verði 770 þúsund tonn, rúmlega tvöfalt meiri en hún hafði áður gefið út. Íslensk stjórnvöld gera ráð fyrir að gefa út kvóta upp á tæplega 108 þúsund tonn eða 16,5% af heildarkvótanum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
16.05.2019 - 06:36
Átta ára ákvörðun gæti reynst dýrkeypt
Umboðsmaður Alþingis komst árið 2015 að sömu niðurstöðu og Hæstiréttur gerði í dag. Átta ára gömul ákvörðun ráðherra um að úthluta makrílkvóta ekki eftir veiðireynslu hafi verið í ósamræmi við lög. Ákvörðunin gæti reynst ríkissjóði dýrkeypt.
06.12.2018 - 21:34
Góðar og slæmar fréttir í sjávarútvegi
Horfur er á að útflutningur sjávarafurða aukist um sjö og hálft prósent í ár frá í fyrra að mati Seðlabankans. Í maí nam verðmæti sjávarafla íslenskra skipa 11,6 milljörðum króna og jókst frá því í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ekki eru eins góð tíðindi af makrílnum samkvæmt niðurstöðum makrílleiðangurs. Mun minna er af honum við Ísland en áður og mest er af honum við Noreg. 
Bjartsýni við upphaf makrílvertíðar
Makrílvertíðin er hafin og uppsjávarskipum á miðunum fjölgar jafnt og þétt. Eftir misjafnt gengi tvö undanfarin ár búast útgerðarmenn við að þetta verði góð vertíð. Reiknað er með að makrílveiðin standi fram í miðjan september.
21.07.2018 - 14:04
Alvarlegt ef ofveiði heldur áfram
Ríki hafa verið með óraunhæfar kröfur um kvóta markríls, kolmunna og norsk-íslenskrar síldar úr Norðaustur-Atlantshafi og stefnir í óefni ef ofveiði heldur áfram. Þetta segir formaður samninganefndar Íslands um heildarafla þessara stofna.
02.10.2017 - 15:58
Fyrsti makríllinn til Neskaupstaðar
Fyrsta makrílafla vertíðarinnar, sem kemur til Neskaupstaðar, verður landað í dag. Togarinn Vilhelm Þorsteinsson kom til hafnar í nótt með 480 tonn af frystum makríl og 200 tonn af afskurði.
14.07.2016 - 13:50
Ljósar rúgbollur með makrílmús
12 stk. (Ath. Deigið á að bíða í ísskáp til næsta dags)
16.03.2016 - 10:05
 · Matur · Uppskriftir · Sætt og gott · Det söde liv · salat · Makríll
  •