Færslur: Makríldeilan

Borga miklu meira fyrir makríl en Íslendingar
Norsk fiskvinnslufyrirtækið hafa greitt allt að fjórfalt verð fyrir makríl til vinnslu og bræðslu á síðustu árum miðað við það sem íslensk fyrirtæki greiða. Þetta kemur fram í samantekt Verðlagsstofu skiptaverðs sem birt var í gær. Síðustu sjö ár hefur munurinn mest numið 294 prósentum en minnst 154 prósentum. Norðmenn fá hærra afurðaverð fyrir makrílinn sinn en Íslendingar. Þar er munurinn allt að 62 prósent.
28.08.2019 - 22:47
„Græðgi hefur ekki ráðið veiðunum“
Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafnar því algjörlega að græðgi haf ráðið makrílveiðum Íslendinga. Hann segir að það sé röng nálgun að hóta viðskiptabanni. Evrópusambandið ætti að einbeita sér að því að ná mönnum að samningaborðinu
27.08.2019 - 16:46
Hjóla í Ísland en skilja Rússland eftir
Það sætir furðu að Rússar séu undanskildir í hugsanlegum refsiaðgerðum Evrópusambandsins vegna makrílveiða Íslendinga og Grænlendinga. Þetta segir formaður íslensku sendinefndarinnar. Þá sé einkennilegt að saka Íslendinga um ábyrgðarleysi í veiðum þar sem Evrópusambandið og ríkin tvö veiddu helmingi meira en vísindamenn höfðu ráðlagt. „Þetta sýnir kannski ekki mikið hugrekki hjá þeim að hjóla í Ísland og Grænland en skilja Rússland eftir,“ segir formaður sendinefndarinnar.
25.08.2019 - 12:32
„Skiptir miklu máli að fá góða makrílvertíð“
Makrílvertíðin er hafin og fyrstu skipin farin til veiða. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að það skipti miklu máli að geta nú hafið makrílveiðar eftir loðnubrest og þau áföll sem fylgdu í kjölfarið. Og hann segir afar mikilvægt að Ísland komist að samningaborðinu um úthlutun makrílkvóta í Norður-Atlantshafi.
08.07.2019 - 16:03
„Rýtingsstunga í bakið“
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir á Facebook-síðu sinni að framkomu Færeyinga megi ekki líkja við annað en rýtingsstungu í bakið. Framkoma vinaþjóða í samningaviðræðunum um skiptingu á svokölluðum deilistofnum, til dæmis makríl, sé óþolandi.
30.11.2015 - 11:33
Fleiri stutt Þjóðareign en leiðréttinguna
Fleiri hafa skrifað undir áskorunina á Þjóðareign.is en skrifuðu undir áskorun um almenna skuldaleiðréttingu. Nú hafa tæplega 42.000 manns sett nafn sitt við áskorun til forseta Íslands um að skjóta makrílfrumvarpinu til þjóðaratkvæðagreiðslu verið það samþykkt.
28.05.2015 - 18:13